Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.02.2015, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 12.02.2015, Blaðsíða 5
www.fjardarposturinn.is 5FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2015 Ekki aðlagast allir hinu venjubundna skólastarfi og þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Það getur verið vegna þess að nem­ endur eru með lesblindu, athyglisbrest, eru á einhverfu­ rófinu og fleira. Það er ekki oft í boði í hinu íslenska grunn­ skólastarfi nám fyrir þá sem þurfa sértæka að ­ stoð, heldur eru nem­ endur settir við sama bás en fá ein hverja aðstoð við lær dóm inn. Sérkennslu, sem er gott og gilt. Hún er mjög öflug sér kennslan í Lækjarskóla og frábært starfsfólk sem valist hefur í þau störf. Eins og áður kemur fram er Lækjarskóli til fyrir myndar í þessum efnum og hefur stigið skrefi lengra, en á vegum hans hefur verið starfrækt sérstök Fjölgreinadeild fyrir unglinga í hvorki meira né minna en í 10 ár. Fjölgreinadeildin Fjölgreinadeildin hefur verið í Mennta setrinu við Lækinn (gamla Lækjarskóla) frá árinu 2005. Sveinn Alfreðsson var deild ar stjóri til 2007. Kristín María Indriðadóttir tók við yfir­ stjórn deildarinnar haustið 2007 og er þar enn. Í fyrstu voru 4 nemendur en fjölgaði fljótt og hafa verið 13 til 25 nemendur þar við nám á hverju skólaári. Árið 1999 var byggður nýr og glæsilegur skóli, undir starfsemi Lækjarskóla enda sá gamli or ðinn of lítill fyrir þann fjölda nemenda sem stunda nám við skólann, þar sem unnið er mjög gott skólastarf. Skólastjóri er Har aldur Haraldsson og að stoð­ arskólastjóri er Arna Björný Arnardóttir. Í skólanum eru í dag 508 nemendur. Einvalalið kennara Hin gamla og virðu­ lega bygging sem áður hýsti nemendur Lækj­ ar skóla var tekin til notkunar fyrir fjöl­ greina deildina. Þar ræður mest ríkjum Kristín María Indriðadóttir eða Stína eins og hún vill gjarnan láta kalla sig. En hún hefur þar með sér einvalalið kennara sem flestir eru í hlutastarfi. Bergdís Guðna­ dóttir myndmennta­ og textíl­ kennari, Sigríður M. Kristjáns­ dóttir verk greina og stærðfræði­ kennari, Lára Valdís Kristjáns­ dóttir smíða­ og íslenskukennari, Haukur Már Einarsson völund­ arsmiður, Krist mundur Guðmundsson ensku kennari og Guðjón Óskar Guð mundsson stærð fræði kennari Núna eru 13 unglingspiltar sem sækja sinn stuðning og nám í þessari deild. Aðbúnaður er sérstaklega góður. Góðar kennslu stofur, vel búnar til verk­ legrar kennslu og sköpunar og umfram allt heimilislegar. Þar hafa starfsmenn og nemendur eldhús og góða setustofu til umráða. Á morgnana borða flest ir saman morgunmat, en for­ eldrar setja í púkk og sér Stína, hin atorkusama og blíða kona að mestu um morgunmatinn og að allt gangi vel fyrir sig. Það eru ekki allir sem borða morgunmat heima hjá sér, en það er mikil­ vægasta máltíð dagsins og gott að byrja skólatarfið saddur og frískur, þá gengur allt miklu betur eftir þá samverustund. Mín kynni við þessa deild eru í gegnum son minn. Hann hefur verið í deildinni í um sjö tíma á viku. Núna eftir áramótin mun hann alfarið vera þar og er hann mjög glaður og ánægður með það. Hans besti styrkur er tölvu­ kunnátta og hefur hún verið virkjuð vel. Hann fékk aðeins að vinna hjá tölvufyrirtæki fyrir áramót en Stína hafði milligöngu um það. „Prinsarnir mínir“ Að öðrum starfsmönnum fjöl­ greinadeildarinnar ólöstuðum hefur Stína haft mest samskipti við okkur foreldrana. Hún kallar drengina prinsana sína og deild­ ina kærleiksdeildina. Það sýnir vel hugarfarið. Allir vinna mjög óeigingjarnt starf og af mörgu má taka. Mig langar til að nefna eitt dæmi af mörgum. Það er í sambandi við félagslífið. Einu sinni í mánuði eða oftar er farið með nemendurna eitthvað skemmti legt eins og til dæmis í bíó, keilu, gönguferðir, heimsókn í Kaplakrika og fleira. Starfs­ mennirnir sjá um að keyra alla á sínum einkabílum án alls kostnaðar fyrir foreldrana, þegar þess þarf. Þessu fylgir mikil gleði og eftirvænting hjá nem­ endunum. Ég undirrituð fór í Jólakaffi ásamt öðrum foreldrum núna um jólin 2014. Það var mikið húllum hæ og gleðin skein út úr hverju andliti. Haraldur Haraldsson skólastjóri mætti, þó ekki væri hann heill heilsu, einnig mætti aðstoðarskólastjórinn Arna Björný Arnardóttir. Ég skemmti mér líkt og aðrir. Mikið var skreytt og ljósadýrð lýsti upp rýmið. Allt sem var til skrauts höfðu nemendur gert í hand­ verkstímum. Boðið var uppá miklar og góðar kræsingar sem nemendur höfðu gert sjálfir ásamt dyggri aðstoð Stínu og kennara. Dagurinn var mjög ánægjulegur og höfðu nemendur til dæmis haldið pakkajól. Það má með sanni segja að þessi deild, reyndar starfsmenn­ irnir allir geri kraftaverk. Sonur minn er mjög ánægður að vera alfarið í Fjölgreinadeildinni núna eftir áramótin. En deildin hefur vaxið og dafnað í þau 10 ár sem hún hefur verið starfrækt. Þar er sérsniðið námsefni fyrir nemendur og þeirra styrkur virkj aður sem annars væri ekki alls kostar hægt, nema í þessari deild. Þarna fer fram stórkostlegt starf sem vert er að þakka og fleiri skólar mættu kynna sér starfsemina og taka upp svipað ferli. Að endingu langar mig til að þakka öllu því góða starfsfólki og skólastjórnendum sem hefur veitt syni okkar stuðning í gegnum tíðina. Það er gott að vera í Lækjarskóla í Hafnarfirði. Höfundur er kilju/tímarita- smásöguhöfundur og foreldri. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 1 5 -0 0 0 0 Arion appið – til að taka stöðuna Arion appið er alltaf við höndina. Með appinu ert þú bara nokkrar sekúndur að taka stöðuna, millifæra á þekkta viðtakendur, borga reikninga og fylla á GSM Frelsi, svo nokkuð sé nefnt. Sæktu Arion appið í App Store eða Google Play Arion hraðþjónusta – hafðu það eins og þú vilt Stórkostlegt starf unnið á vegum Lækjarskóla Auður A. Hafsteinsdóttir Stofnað 1982 Dalshrauni 24 • 220 Hafnarfirði • 555 4855 • steinmark.is • steinmark@steinmark.is Ársskýrslur Stafræn prentun Stofnað 1982 Dalshrauni 24 • 220 Hafnarfirði • 555 4855 • steinmark.is • steinmark@steinmark.is Ársskýrslur Stafræn prentun Stofnað 1982 Dalshrauni 24 • 220 Hafnarfirði • 555 4855 • steinmark.is • steinmark@steinmark.is Á s rslur Stafræ prentun

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.