Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.02.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 19.02.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Enn á ný sannast hversu upplýst stjórnsýsla er mikilvæg. Á neyðar­ fundi Foreldrafélagas Áslands­ skóla með bæjarstjóra kom greini­ lega í ljós að upplýsingaflæði er ekki nægilegt. Það er galdurinn við upplýsingaflæði að í raun er ekki nóg að dæla út upplýsingum. Stjórnvöld bera þá ábyrgð að upplýsingar séu auðskildar, komi fram á réttum tíma og aðalatriðin hverfi ekki inni í aragrúa smáatriða. Hvernig getur það verið þegar svo langt er liðið á veturinn að skólasamfélagið sé ekki upplýst um rök fyrir áformum nýrrar bæjarstjórnar að hætta við byggingu fjögurra kennslustofa við skólann? Ekki einu sinni voru menn að nota sömu spá um þróun fjölda nemenda í skólanum. Mjög sérkennileg frétt var birt á vef Hafnarfjarðar þar sem fram kemur að stjórn foreldra­ félagsins hafi haft undir höndum „misvísandi tölur og gögn“ sem það byggði erindi sitt á. Er sagt í fréttinni að upplýsingar foreldrafélagsins hafi m.a. verið byggðar á minnisblaði „fyrrverandi formanns fræðsluráðs“ frá í apríl 2014. Segir svo að „bæjaryfirvöld“ lýsi yfir ríkum vilja til að eiga áfram gott samstarf við foreldra. Enginn er skráður fyrir þessum upplýsingum, aðeins „bæjaryfirvöld“. Tölurnar voru ekki birtar með fréttinni né tengill í þau gögn. Sennilega eru allar tölur um þróun fjölda nemenda unnar af sama starfsmanni Hafnar­ fjarðarbæjar og eflaust „réttar“ þegar þær eru unnar. Þrátt fyrir töluverða umræðu um skólamál í Áslandsskóla hefur enginn haft fyrir því að upplýsa foreldra um þessa nýju spá um nemendafjölda. Hafa margir foreldrar eðlilega áhyggjur af framgangi mála í skólanum, eru kvíðnir yfir því að þrengsli verði mikil og of margir að þeirra mati í mörgum bekkjum. Nemendur hafa heldur ekki gleymt því að ekki verður heldur byggt íþróttahús við skólann eins og lofað hafði verið. Enn er bið á að lóðum verði úthlutað í Skarðshlíð og heyrst hefur sú skoðun að ekki verði byggt þar á meðan háspennulínurnar hafa ekki verið fjarlægðar. Kannski er ástandið í skólamálum þannig að menn vilja ekki fjölgun barna í hverfinu á allra næstu árum. Þó hefur það alltaf verið talið nauðsynlegt að sveitarfélagið stækki og ný bæjarstjórn hlýtur að hafa trú á því að henni takist að gera Hafnarfjörð enn áhugaverðari en hann er og því muni fólk vilja flytja til Hafnarfjarðar. Nú er hafinn undirbúningur að stofnun Markaðsstofu Hafnarfjarðar en henni er einmitt ætlað að laða að ný fyrirtæki og nýja íbúa til bæjarins. Nóg er til af lóðum fyrir hvers kyns iðnfyrirtæki og aðra atvinnustarfsemi og íbúðarlóðir bíða klárar með malbikaðar götur og ljósastaura. Verið velkomin í Hafnarfjörð! Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Sunnudagurinn 22. febrúar Messa kl. 11 Félagar úr Barbörukórnum syngja. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs. Sunnudagaskóli kl. 11 í Hásölum Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju. Leiðtogi sunnudagaskólans er Anna Elísa Gunnarsdóttir, henni til aðstoðar er Margrét Heba. Kaffi, kex og djús á eftir í Ljósbroti Strandbergs Miðvikudagar Morgunmessa kl. 8.15 Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs Morgunverður í Odda Strandbergs. Fimmtudag 19. febrúar Aðalfundur kvenfélagsins verður haldinn í dag, fimmtudag kl. 20 í Vonarhöfn Strandbergs. Venjuleg aðalfundarstörf. www.hafnarfjardarkirkja.is. HAFNARFJARÐARKIRKJA 1914 - 2014 Sunnudagurinn 22. febrúar Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 Hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. Góð samverustund fyrir alla fjölskylduna Fylgist með okkur á www.frikirkja.is 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir Sunnudaginn 22. febrúar Messa kl. 11 Eldri borgarar lesa ritningarlestra og leiða sálmasöng. Sunnudagaskóli á sama tíma Starf eldri borgara á miðvikudögum kl. 13:30-15:30. www.astjarnarkirkja.is Víðistaðakirkja Sunnudaginn 22. febrúar Systramessa á konudaginn kl. 11 Systrafélag Víðistaðakirkju aðstoðar við guðsþjónustuna. Kvennakór Hafnarfjarðar syngur undir stjórn Ernu Guðmundsdóttur. Siggi og co. sjá um sunnudagaskólann. Kaffi og pönnkökur á eftir. www.vidistadakirkja.is 90 ára skátafélag Hraunbúar eiga afmæli 22. febrúar Skátafélagið Hraunbúar fagnar 90 ára afmæli sínu á sunnudag með afmælishátíð í Hraunbyrgi kl. 14­17. Félagið var stofnað á afmælisdegi upphafsmanns skátahreyfingarinnar Baden Powells, 22. febrúar, en hann hélt fyrstu skátaútileguna í ágúst 1907, 18 árum áður en skátastarf hófst í Hafnarfirði. Í dag er öflugt skátastarf í Hraunbúum með tæplega 200 virkum skátum og gríðarstóru baklandi. Kjarninn í starfinu er ávallt hinn sami, að uppgötva í leik og efla meðvitund um gildi drengskapar. Stofnendur Skátafélags Hafnarfjarðar. Fremri röð: Hilmar Þorbjörnsson, Róbert Schmidt, Benjamín Eiríksson, Oddgeir Magnússon, Þráinn Sigurðsson. Aftari röð: Sverrir Magnús­ son, Hallgrímur Sigurðsson, Jón Oddgeir Jónsson, leiðbein­ andinn, Jón Ingi Guðmundsson, Guðmundur Egilsson.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.