Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.02.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 19.02.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Jóhannes Sævar Magnússon 90 ára varð níræður 15. febrúar sl. Sævar, sem hann er oftast kallaður, er borinn og barnfæddur Hafnfirðingur og því alvöru Gaflari. Foreldrar hans voru Anna Kristín Jóhannesdóttir hús­ móðir í Hafnarfirði og Magnús Bjarnason skipstjóri og bryggju­ vörður í Hafnarfirði. Sævar átti fjögur systkini og eru þau nú tvö á lífi. Lagði samskiptavíra í kringum Hafnarfjörð Sævar vann sem ungur maður í s.k. Bretavinnu við það að leggja samskiptavíra um allar hæðir kringum Hafnarfjörð og þar kynntist hann þeirra tíma samskiptatækni, sem hann fékk áhuga fyrir og gekk í Loft­ skeytaskólann. Hann fékk vinnu sem loftskeytamaður við radíó­ flugþjónustuna sem þá var flutt að hluta til upp í Gufunes. Starf­ semin fór öll fram í bröggum sem þar voru á þeim tíma. Í Gufunesi vann Sævar í um 20 ár en það þurfti að framfleyta fjölskyldunni og vann hann samhliða því við verslunarstörf hjá Kaupfélagi Hafnarfjarðar. Verslunarstjóri í Hafnarborg Vinnan í Gufunesi var vaktavinna og sóttist Sævar eftir dagvinnu og bauðst verslunar­ stjórastaða hjá Hafnarborg sem tengd var Apóteki Hafnarfjarðar. Margir Hafnfirðingar muna eftir Hafnarborg og í raun hefur slík verslun ekki verið starfrækt í Hafnarfirði síðan. Eftir farsælt starf hjá Hafnar­ borg hóf Sævar störf hjá Hafnar­ fjarðarhöfn þar sem hann var hafnarfulltrúi þar til vinnuferli lauk. Frjálsar með FH og knattspyrna með Haukum Sævar lék knattspyrnu með Haukum, æfði frjálsar íþróttir með FH og var Íslandsmeistari í 100 og 200 m hlaupi ásamt 4x400 m boðhlaupi. Til gamans má geta að hann hljóp 60 m á 7,1 sek, 100 m á 11,2 sek og 200 m á 23,2 sek. Sævar sat í aðalstjórn Hauka um tíma. Hann hefur hlotið gullpening Hauka og gullmerki FH. Sævar var félagi í Bridge­ félagi Hafnar fjarðar og varð Hafnarfjarðar meist ari í ein­ menn ingi, tví menn ingi og sveita­ keppni. Bridge félagið veitti honum heiðurs merki fyrir störf fyrir félagið. Sævar er áhugasamur um landið sitt, staðhætti og kennileiti og hefur ferðast um allt land. Nú seinni árin hefur hann ferðast mikið erlendis með ferða­ félaga sínum, Ester Sigurjóns­ dóttur. Heldur heimili og er virkur í starfi eldri borgara Sævar er ern í dag, heldur sitt heimili, hefur verið mjög virkur í starfi eldri borgara, var leið­ beinandi á bridsnámskeiðum í áraraðir, nýtur þess að dansa og iðkar líkamsrækt með eldri borg­ urum. Hann fylgist vel með enska fótboltanum og hans lið er Arsenal en hans lið hér heima er FH. Hann spilar brids og teflir skák við tölvuna og situr þar langdvölum í mikilli keppni við tölvuna. Fjölskylda Sævar var giftur Ragnheiði Eygló Eyjólfsdóttur, ljósmyndara og tækniteiknara, f. 1925, d. 1988. Börn þeirra eru Kristinn Arn ar rafmagnstæknifræðingur, Ármann byggingarverk fræðing­ ur og Anna Kristín aðstoðar­ skólastjóri. Jóhannes Sævar fagnaði af ­ mæl inu með börnum, barna­ börn um og vinum. F.v.: Oliver Steinn Jóhannesson, Jóhannes Sævar, Sveinn Magnús son og Þorkell Jóhannesson sem sigruðu í boðhlaupi í bæjarkeppni við Vestmannaeyjar árið 1945. Tími Sævars í 200 m hlaupinu var 23,2 sekúndur. Níræður með gullmerki FH og Hauka Sævar í Hafnarborg – spretthlaupari og knattspyrnumaður Í knattspyrnuliði Hauka, efri röð frá vinstri: Jón Pálmason, Guðvarður Elíasson, Kjartan Elíasson, Friðþjófur Sigurðsson, Þorleifur Jónsson, Jóhannes Sævar Magnússon og Benedikt Sigurðsson. Lengst til vinstri í neðri röð er Sigurbjörn Þórðarson (afi forsætisráðherrans), ?, Magnús Gunnarsson, ? og t.h. er Kristján Andrésson. Á afmælisdaginn, Sævar, með börnum sínum, Ármanni, Kristni og Önnu Stínu og FH­ingunum Bergþóri Jónssyni og Ingvari Viktorssyni til hvorrar handar. Sævar kemur í mark á Melavellinum um 1945. Jóhannes Sævar Magnússon. Lj ós m yn di r ú r e in ka sa fn i o g frá F H . Skipt um gólf í Pakkhúsinu Skipta hefur þurft um gólffjalir á jarðhæð Pakkhússins vegna skemmda af völdum utanaðkomandi vatnsleka. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Súrsætt svínakjöt Kong Pow kjúklingur Steiktar núðlur m/ kjúklingi, eggi og grænmeti Febrúartilboð Aðeins 1.390 kr. Dong Huang Chinese Restaurant Reykjavíkurvegi 68 • sími 555 6999 Skoðaðu matseðilinn á www.kinaferdir.is á mann fyrir tvo eða fleiri Gildir bæði í hádegi og á kvöldin

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.