Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.02.2015, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 19.02.2015, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2015 Stofnað 1982 Dalshrauni 24 • Sími 555 4855 steinmark@steinmark.is Reikningar • Nafnspjöld Umslög • Bæklingar Fréttabréf Bréfsefni Og fleira styrkir barna- og unglingastarf SH Sundstund gefur gull í mund Stofnuð 1983 EIGN VIKUNNAR Ölduslóð 48. Stórglæsi­ leg efri sérhæð. Frábært útsýni. Verð: 45,9 millj. Útsala 30-70% afsláttur – í miðbæ Hafnarfjarðar Komdu elskunni á óvart á konudaginn Frh. af forsíðu Sím hring­ ingar skoðaðar Það vekur athygli að það er ekki yfirmaður mannsins sem sendir honum bréfið sem undan fara að áminningu held­ ur formaður hafnar stjórn ar og hafa fulltrúar minnihlutans deilt mjög á þetta mál og ekki talið neina ástæðu til áminn­ ingar. Sl. þriðjudag var svo ákveðið á fundi hafnarstjórnar að láta málið niður falla og var starfsmanninum tjáð það í bréfi. Ekkert virðiðst þó hafa komið fram sem breytti þeirri forsendu sem meirihluti nefndarinnar taldi sig hafa fyrir væntanlegri áminningu. Formaður hafnarstjórnar hefur ítrekað neitað að svara spurningum Fjarðarpóstsins um málið og sagt það starfs­ mannamál. Umræddur starfs­ maður segir aðspurður að ekkert hafi verið dregið til baka, aðeins að málið væri látið niður falla. Í bréfi starfs­ mannsins og stéttarfélagsins er hins vegar krafist afsök­ unar beiðni frá Hafnar fjarðar­ bæ. Með fréttatilkynningunni í gær er „sveitarfélagið“ í raun að upplýsa um málið sem hingað til hefur verið sagt starfsmannamál og trúnaðar­ mál. Enginn hefur gefið sig fram sem viðmælandi starfsmanns­ ins á umræddum fundi í ráðhúsinu í nóvember. Árlegur dagur tónlistar­ skólanna var haldinn á laugardag. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar tók reyndar forskot á sæluna og bauð elstu leikskólabörnunum að koma í skólann og hlýða á leik nemenda. Á laugardaginn var mikil hátíð í skólanum, opnar kennslustofur þar sem gestir fengu að prófa hljóðfæri og tónleikar í sal og í miðrými skólans. Þá var opið hús í Tónkvísl þar sem sjálfur Papa­Jazz, Guðmundur Stein­ grímsson steig á svið og lék á trommur með nemendum og kennurum við góðar undirtektir. Fjölmennt í Tónlistarskólanum á degi tónlistarskólanna Stoltir nemendur spiluðu fyrir gesti tónlistarskólans Nemendurnir stóðu sig með mikilli prýði. Nemendur léku einnig með kennurum sínum. Til hægri má sjá leikskólabörn úr Brekku­ hvammi fylgjast með. Fjölmennt var að vanda á árlegri grunnskólahátíð sem haldin var í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Nemendur ungl­ inga deilda skólanna mættu prúð­ búin og skemmtu sér vel. Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson komu fram auk Reykja ­ víkurdætra en síðan dilluðu nemendur sér við tónlist úr diskóteki. – Sjá má fleiri myndir á Facebook síðu Fjarðarpóstsins. Grunnskóla hátíð Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.