Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.03.2015, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 12.03.2015, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 Bambo Nature bleiurnar eru einstaklega mjúkar og þægilegar. Þær eru afar rakadrægar og ofnæmisprófaðar auk þess sem gott snið og teygjur í hliðum gera það að verkum að þær passa barninu fullkomlega. Umhverfisvænar og ofnæmisprófaðar bleiur Bambo Nature Bambo Nature – er annt um barnið þitt. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 15 06 87 Sölustaðir Bambo Nature: Alveg svakalega sama Það er hægt að koma svo mörgu góðu til leiðar í pólitík ef manni er sama um það hver fær heiðurinn. Það er bara þannig. Þeir sem bjóða sig fram til starfa í póltík, í stjórn málum á þingi eða í sveitar­ stjórnum eru fyrst og fremst að gera það af því þeir vilja láta gott af sér leiða. Leggja öðrum lið við að bæta sam­ félagið. Þetta er reynsla mín af fólki sem gefur sig í þannig störf og það er undantekning ef ég upplifi eitthvað annað. Enda hlýtur einhver hug sjón að vera það sem drífur fólk áfram til pólitískra starfa, því þau eru yfirleitt illa launuð, tímafrek og valda miklu áreiti. Sundruð og sameinuð Í Hafnarfirði hefur ýmislegt verið reynt til að sameina fólk í stjórnmálum til góðar verka. Strax eftir kosningar var reynt að fá alla að sameiginlegu borði og skipa meirihluta með fulltrúum allra flokka sem eiga kjörna fulltrúa. Þegar það tókst ekki var fámennari hlutanum í bæjarstjórn boðið að eiga varaformennsku í öllum ráðum og nefndum til að tryggja samstöðu um undirbún­ ing og dagskrá funda, en ekki síst til að láta samstarfsvilja í ljós með táknrænum hætti. Þetta gekk ekki eftir, en engu að síður hafa fjölmargar tillögur frá þeim sem skilgreina sig í minnihluta í bæjarstjórn verið samþykktar. Tillögur sem bornar voru upp af minnihluta nokkrum klukku­ tímum fyrir afgreiðslu fjárhags­ áætlunar í desember fengu jafnvel efnislega meðferð inni í nefndum og voru sumar sam þykktar í kjölfarið. Sama má segja um Markaðsstofu Hafnar fjarðar sem samþykkt hefur ver ið að stofna, en núver andi minnihluti í bæjar stjórn vann að því að samþykkja tillögu um slíka stofnun allt sein­ asta kjörtímabil. Slökkt á eyrunum Það skiptir nefnilega ekki máli hvaðan gott kemur (svona yfirleitt, er öllum svakalega sama um það). Þeir sem af heilindum bjóða sig fram til stjórnmálastarfa, til að vinna að góðum verkum, geta ekki sett það fyrir sig að fólk í öðru félagi hafi stungið upp á góðri hugmynd. Stjórnmál eru ekki kepp nisíþrótt. Einn ágætur fyrr­ verandi fjölmiðlamaður og glögg ur þjóðfélagsrýnir sagði á Facebooksíðunni sinni fyrir nokkr um dögum: „...venjulegt fólk slekkur á eyrunum þegar það heyrir stjórnmálamenn metast um hver fékk hvaða hugmynd fyrst.“ Ég held að þetta sé rétt hjá honum og að við séum flest svo venjuleg að okkur finnist fátt leiðinlegra en svo­ leiðis þras. Góðar stundir. Höfundur situr í fræðsluráði, valinn af Bjartri framtíð. Hörður Svavarsson Það ríkir ekki mikill friður á stjórnarheimilinu í Hafnarfirði. Á fundi fræðsluráðs sl. mánudag var kynntur samstarfssamningur Hafnarfjarðarbæjar og Embættis landlæknis um „Heilsueflandi samfélag“ sem greint var frá í síðasta Fjarðarpósti. Það fór greinilega fyrir brjóstið á fulltrúum Samfylkingar og Vinstri grænna sem létu bóka furðu sína á því hvers vegna samstarfssamningur var undir­ ritaður áður en innihald hans og verkefnið sjálft var kynnt í nefndum og ráðum bæjarins. Í samningnum kemur fram að bærinn eigi að koma að fjár­ mögnun og að byggt verði á stöðu greiningu sem rétt hefði verið að fulltrúum yrði kynnt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar vísuðu gagnrýninni á bug með þeim rökum að fulltrúar minni­ og meirihluta hafi átt fulltrúa í starfshópnum. Spyrja má hvort skýring meirihlutans haldi vatni þar sem kröfur eru gerðar til þess að mál fái ákveðna meðferð í nefndum og ráðum bæjarins. Hljóta bæjarbúar að gera þá kröfu að farið sé eftir reglum. Málið ber hins vegar merki um lítið samráð flokkanna í bæjarstjórn og þrátt fyrir fögur orð um samstarfsvilja virðist lítið að marka þau orð. Bæjarbúar eiga líka kröfur á bæjarfulltrúa að þeir vinni saman að framgangi bæjarins. Til þess voru þeir allir kosnir. Friðsælt var þegar samningurinn var undirritaður. Er gengnið á svig við stjórnsýslulög? Fjárútlát samþykkt án aðkomu nefndar eða ráðs Alþjóðlega tískuvörukeðjan F&F, sem opnaði í Kringlunni í nóvember sl., opnaði aðra verslun í húsnæði Hagkaups við Litlatún í Garðabæ. Versl­ unin verður stærsta tískuvöru­ verslun sem opnuð hefur verið utan Reykjavíkur. Með opnun­ inni verður í fyrsta sinn hægt að versla tískufatnað allan sólar­ hring inn, en verslunin verður opin alla daga daga vikunnar. F&F hefur slegið öll sölumet frá opnun og býður gæða tísku­ fatnað fyrir konur, karla og börn á enn lægra verði en áður hefur þekkst hér á landi. Gunnar Ingi Sigurðsson, fram kvæmdastjóri Hagkaups, segir viðtökur Íslendinga hafa verið ótrúlega góðar. „Íslend­ ing ar kunna augljóslega að meta vörur F&F og við verðum með troðfulla verslun af spánýj­ um vörum á verði sem kemur þægilega á óvart.“ Í ljósi þess hve viðtökurnar hafa verið góðar hefur F&F svo ákveðið að opna fleiri verslanir hér á landi og má reikna með að 5 verslanir verði komnar í full­ an rekstur með vorinu. F&F opnuð í Garðabæ Nú er hægt að kaupa tískufatnað allan sólarhringinn Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.