Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.03.2015, Qupperneq 11

Fjarðarpósturinn - 12.03.2015, Qupperneq 11
www.fjardarposturinn.is 11FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 Opið hús - bleikjuflök Opið hús er í kvöld 12. mars. kl. 20 að Flatahrauni 29 eins og alla fimmtudaga. Í kvöld sýnir Ævar Ágústsson hvernig hann grefur bleikju flök. Auðvitað fáum við að smakka líka. Allir hjartanlega vel komn ir og það verður heitt á könnunni. Hönnun í Hafnarfirði 12.-15. mars verður lögð áhersla á hönnun í Hafnarfirði. Hafnarborg, Íshús Hafnarfjarðar og Litla Hönnunarbúðin taka þátt í Hönnunarmars og vill Hafnarfjarðarbær vekja athygli á grósku- mikilli hönnun í bænum. Aðgangur ókeypis. Sjá auglýsingu á baksíðu og á www.hafnarfjordur.is Tónleikar Kammerkórsins Á sunnudaginn kl. 20 verða tónleikar í Hafnarborg þar sem Kammerkór Hafnarfjarðar syngur lög sem Gunnar Gunnarsson píanóleikari og organisti hefur raddsett og útsett. Sýning í Hafnarborg Í Hafnarborg stendur yfir sýning hönnuðarins David Taylor og nefnist hún Á gráu svæði. David Taylor hefur vakið athygli víða um heim fyrir einstaka og framsækna hönnun. Sýningin samanstendur af hversdagslegum hlutum eins og lömpum, klukkum og speglum sem að allir bera með sér sterk skúlptúrísk einkenni og eru oft á tíðum unnin úr óhefðbundnum efnivið Þrjár sýningar í Gaflaraleikhúsinu um helgina Gaflaraleikhúsið sýnir leikrit núna um helgina. Á morgun, föstudag kl. 20 og á laugardaginn kl. 20 sýnir leikhúsið verkin Konubörn og Heila Hjarta Typpi. Sunnudaginn 15. mars kl. 13 og kl. 16 verður síðan Bakaraofninn á fjölunum. Miðasala er á midi.is Sendið stuttar tilkynningar um viðburði á ritstjorn@fjardarposturinn.is menning & mannlíf Húsið og Inga Björk fengu styrki Úthlutað úr Minningarsjóði Helga og Bjarna Þrjú verkefni hlutu styrk úr Minningar­ sjóði Helgu og Bjarna við hátíðlega athöfn í Hásölum á afmælisdegi Bjarna Snæbjörnssonar læknis 8. mars. Húsið – ungmennahús Hafnarfjarðar­ bæjar í Setbergi fékk tvo styrki, Ísjakarnir sem er hópastarf með það að markmiði að tengja ungmenni af erlendum uppruna inn í samfélagið fékk 150 þúsund og Stuð­ boltarnir hópur ungmenna með fatlanir fékk 95 þúsund vegna ævintýra ferðar. Inga Björk Ingadóttir fékk fimmhundruð þúsund krónur til uppbyggingar á Músík­ meðferðarstöðinni Hljómu Austurgötu 38. Magnús Snæbjörnsson, afhenti styrkina fyrir hönd stjórnar Minningarsjóðsins en Magnús skipar stjórn sjóðsins ásamt séra Jóni Helga Þórarinssyni og Rósu Guð­ bjartsdóttur. Minningarsjóður Helgu og Bjarna hefur starfað frá árinu 2006 og er hlutverk sjóðs­ ins að styðja við og efla einstaklinga, fyrir tæki eða opinbera aðila í Hafnarfirði sem veita börnum, sem glíma við hvers konar erfiðleika, þjónustu og aðstoð. Frá stofnun sjóðsins hafa 24 verkefni fengið styrkveitingar. Nánari upplýsingar um Minningarsjóð Helgu og Bjarna má finna á www.bjarnioghelga.is Hvað er Markaðsstofa Hafnarfjarðar? UMRÆÐUFUNDUR Í HAFNARBORG ÞRIÐJUDAGINN 17. MARS KL. 17.15 Þriðjudaginn 17. mars verður haldinn fundur þar sem rætt verður um starfsemi Markaðsstofu Hafnarfjarðar sem verður stofnuð á næstu vikum. Markaðsstofa Hafnarfjarðar mun leggja áherslu á að gera Hafnarfjörð að öflugum valkosti fyrir fólk og fyrirtæki til búsetu, atvinnu og afþreyingar. DAGSKRá FUNDARINS: • Markaðsstofa Hafnarfjarðar – ný tækifæri • Markaðsstofa Kópavogs – hvernig hefur gengið? • Icelandair - nýtt fyrirtæki í bænum • Hjarta bæjarins – hvernig er að reka fyrirtæki í miðbæ Hafnarfjarðar • Umræður Nánari upplýsingar á www.hafnarfjordur.is Aðilar í fyrirtækjarekstri eru sérstaklega hvattir til að mæta á fundinn Magnús Snæbjörnsson, Inga Björk Ingadóttir frá Hljómu, Jón Helgi Þórarinsson, Rósa Guðbjartsdóttir og Guðbjörg Magnúsdóttir frá Húsinu. Ný hafnfirsk sveit spilar Uggla og Sveinn á Skriðið út úr Skelinni #5 Á laugardaginn verður fimmti hluti tónleikaraðarinnar Skriðið út úr Skelinni á A. Hansen bar Vesturgötu 3. Fram koma söngvaskáldið Sveinn Guð­ mundsson og rokkhljómsveitin Uggla. Tónlistin hefst kl. 21 og að vanda er frítt inn og afar góð stemmning. Sveinn skreið út úr skelinni sem söngvaskáld fyrir rúmum 2 árum síðan með plötunni „Fyrir herra Spock, MacGyver og mig“. Platan samanstendur af rólyndis gítarmúsík með sjálfspeglandi textum. Sveinn hefur verið að spila hér og þar, á kaffihúsum, í plötubúðum, sundlaug um, sjóminjasöfnum og félagsheimilum og kemur venjulega fram einn með gítarinn. Á laugardaginn mun hann leika lög af plötunni sinni í bland við glæný lög. Meðlimir hljómsveitarinnar Ugglu eru allir Hafnfirðingar og hafa vitað hver af öðrum í yfir 20 ár. Allir hafa komið við í hinum og þessum hafnfirskum hljómsveitum en nýverið gengu þeir á hljóð hvers annars og úr varð Uggla. Tónsmíðarnar eru flestar einhvers konar popp­rokk en undir ýmsum áhrifum, svo sem frá jazzi og sveitatónlist. Hljóm­ sveitina skipa Valdimar Þór Valdimarsson sem syngur og leikur á gítar, Kjartan Orri Ingvason sem leikur á gítar og munnhörpu, Kjartan Þórisson sem spilar á trommur og Viðar Hrafn Steingrímsson sem spilar á bassa. Einar Örn tekur svo við á miðnætti og trúbbast fram á rauða nótt.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.