Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.04.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 22.04.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015 Á mánudaginn var jákvæður og vel sóttur fundir í skáta­ heimilinu um framtíðar notkun á Víðistaðatúni. Þriggja manna pólistísk nefnd var sett í það hlutverk að vinna að málinu og hafði hún þegar sett fram hugmyndir um grillaðstöðu og grasbólur og jafnvel hvar á túninu grillaðstaðan eigi að vera. Samt er ekki til nein stefna um garða og útivistarsvæði í Hafnarfirði. Enginn veit enn hvað gera eigi við Óla Runs tún. Engin er stefna um það hvort fjölga eigi almenningsgörðum í bænum eða hvar þeir ættu þá að vera. Það er frábært ef vilji er til að að bæta við þjónustu á Víðistaðatúni en þá verða menn líka að ganga skefið til fulls. Í dag er alltof litlu fjármagni varið til viðhalds útivistarsvæðum í bænum, viðhaldi gróðurs, stígum og slíku. Verður viðhaldið aukið á Víðistaðatúni? Á fundinum komu fram margar bráðskemmtilegar hugmyndir en flestar kalla á meira viðhald og jafnvel umsjá. Er gert ráð fyrir fjármunum í slíkt. Það er til lítils að vekja vonir bæjarbúa ef ekki á að stíga skrefið til fulls. Þá er betra heima setið en af stað farið. Alltof oft er aðeins lítill blettur skoð aður í einu. Dæmi má nefna um Óla Runs tún, Dvergslóðina og nú er jafnvel verið að bjóða upp í dans með húsbyggingar inni í sundlaugargarðinum í Suðurbæjarlaug. Er það í framtíðarhugmyndum bæjarstjórnar um sundlaugargarðinn að þar verði byggt stórhýsi? Blettaskipulag er orðið jafn hafnfirskt og orðið rambelta. Af því síðara er ég stoltur en ég skammast mín fyrir hitt. Blettaskipuleggjum ekki útivistarsvæðin okkar. Horfum á stóru myndina. Menningarhátíðin Bjartir dagar hófst í dag. Stendur hún til sunnudags og er fjölmargt í boði. Flest er frítt en selt er inn á ýmsa tónleika. Bæjarbúar eru hvattir til að skoða dagskrána vel, sýna sig og sjá aðra í miðbænum á sama tíma og þeir fá að upplifa eitthvað spennandi eða bara framandi, hvort sem það er í myndlist, tónlist eða öðru. Því miður er hátíðin ekki svipur af sjón eins og hún var á árum áður þegar hún stóð yfir í mun lengri tíma. Sumardagurinn fyrsti kryddar hana og tónlistarhátíðin Heima sem býður upp á 13 tónleika í 13 heimahúsum. Endurspeglar þetta þröngan fjárhag bæjarins og sennilega líka takmarkaða þátttöku hins almenna Hafnfirðings. En það er til lítils að halda hátíð fyrir bæjarbúa ef þeir sitja svo heima eða fara annað þegar hátíðin er. Fögnum því að enn er töluð íslenska í miðbæ Hafnarfjarðar. Kannski verður það ekki sjálfsagt eftir 10­20 ár. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Sunnudagur 26. apríl Messa kl. 11 Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Jóhanna Ósk Valsdóttir syngur. Organisti Douglas E. Brotshcie. Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjón Önnu Elísu. Þriðjudagur 28. apríl Hádegistónleikar kl. 12.15 Haukur Guðlaugsson leikur. Aðgangur ókeypis. www.hafnarfjardarkirkja.is. HAFNARFJARÐARKIRKJA 1914 - 2014 Sumardagurinn fyrsti, 23. apríl Fermingarguðsþjónustur kl. 10, 12 og 14 Sunnudagurinn 26. apríl Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða sönginn. Fjör og gleði. Notaleg samverustund í kirkjunni fyrir alla fjölskylduna og allir velkomnir. Fylgist með okkur á www.frikirkja.is 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudaginn 26. apríl Messa kl. 11 Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Prestur er sr. Úrsúla Árnadóttir. Sunnudaskóli á sama tíma www.astjarnarkirkja.is Sumarið kemur í Víðistaðakirkju... Sumardagurinn fyrsti Skátamessa kl. 13 Prestur: Sr. Halldór Reynisson – Ræðumaður: Linda Hrönn Þórisdóttir. Söngfólk úr Skátakórnum aðstoðar. Sunnudagur 26. apríl Fjölskyldustund – blómamessa kl. 11 Barnakórinn syngur undir stjórn Helgu Þórdísar. Börnin í barnastarfinu sýna leikrit. Á eftir förum við út, grillum pylsur, förum í leiki og fáum að fara á hestbak. Kirkjan er blómum skrýdd í tilefni af sumarkomunni. www.vidistadakirkja.is Breyta á innritunar­ reglum í leikskóla Í fundargerð fræðsluráðs „vilja bæjaryfirvöld koma eftirfarandi á framfæri“. Undir þessari sérstöku yfirskrift segir m.a. að verið sé að „leita leiða um hvernig hægt sé að breyta innritunarreglum leikskóla með það að markmiði að stíga fyrstu skref í að lækka innritunaraldur barna í leikskóla bæjarins og að reglurnar séu gagnsæjar og skýrar.“ Foreldrar hafa margir spurt hvort ekki sé fyllt í laus rými í leikskólum á öðrum tímum en á haustin en svör eru loðin og því virðist ekki vera hægt að framfylgja skólastefnu bæjarins sem gera ráð fyrir að börn fái leikskólavist við 18 mánaða aldur. Hins vegar er bent á að niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum hækka í þeim mánuði sem barnið verður 2ja ára. Hvaleyrarskóli Átta vilja verða skólastjórar Staða skólastjóra Hvaleyrarskóla var nýlega auglýst laus til umsóknar. Átta sóttu um stöðuna, sjö karlar og ein kona. Þau eru: Axel Axelsson, Björn Vilhjálmsson, Friðjón Már Vilhjálmsson, Hálfdán Þorsteinsson, Hreinn Þorkelsson, Kristinn Guðlaugsson, Ragnhildur Einarsdóttir og Steinar O. Stephensen.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.