Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.04.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 22.04.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2015 Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar „Kvöldið fyrir sumardaginn fyrsta“ Nú er vetrarstarfi félagsins að ljúka og því mun hið árlega lokakvöld okkar verða haldið í félagsheimili SVH að Flatahrauni 29, miðvikudagskvöldið 22. apríl. Auðvitað verður svo happadrættið á sínum stað og fleira skemmtilegt. Allir velkomnir, og félagar endilega takið með ykkur gesti. Húsið opnað kl. 20. – Við viljum svo minna félaga okkar á Hreinsunarhelgina í Hlíð næstu helgi, 25.-26. apríl. Fræðslu og skemmtinefnd SVH Heimilisbókhald Hafnarfjarðarbæjar „Peningar eru ekki allt, aðeins um það bil 87,5%“, er haft eftir danska ferðamálafrömuðinum Simon Spies, sem var litríkur karatker og fyrirferðamikill í opinberri umræðu á ofanverðri síðustu öld. Árangur sveitarfélaga er mældur í magni og gæðum þeirrar þjónustu sem hægt er að veita íbúum og fyrir­ tækjum í bænum. „Ef fjár­ málin eru ekki í lagi þá er líklegt að annað sé heldur ekki í lagi“ sagði Gunn­ laugur Júlíusson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveit arfélaga, á námskeiði fyrir sveitarstjórnarmenn um síðastliðna helgi. Enda byggir öll þjónusta á því að nægt fjármagn sé tiltækt til að halda henni úti. Eru fjármál Hafnarfjarðarbæjar í lagi? Það fer alveg eftir því hvern maður spyr, hvort þessari spurn­ ingu er svarað játandi eða neit­ andi. Það er mjög ruglandi. Í hrun inu voru þau ekki í lagi og í kjöl farið fengum við opinbera eftirlitsnefnd sem við upplýsum á 3ja mánaða fresti hvernig staðan er. Bærinn hefur uppfyllt skilyrðin sem honum voru sett að mestu leyti, en þó ekki alveg. Ársreikningur bæjarfélagsins fyrir árið 2014 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í síð­ ustu viku. Þar kemur fram að í rekstri bæjarins, þar sem tekjur og útgjöld eru nánast sama upp­ hæðin, nálægt 20 milljörðum, standa eftir í kassanum í árslok heilar 76 milljónir, sem eru ekki nema 0,4% af umfanginu. Í venju legu heimilisbókhaldi myndi það heita að maður rétt nái endum saman og ljóst að ekki hefði mikið þurft til að niður staðan færi niður fyrir núll­ ið. Staðan er því viðkvæm enn um sinn og erfitt að mæta sveifl­ um vegna ytri eða innri aðstæðna. Til dæmis var ekki borð fyrir báru í fjárhag bæjarins til að mæta útgjaldaaukningu vegna kjarasamninga ársins 2014, nema með víðtækum aðhalds að­ gerðum á öllum sviðum rekstrar­ ins, sem þó skiluðu okkur ekki nema rétt yfir núllið. Hafnarfjörður hefur greitt um það bil 27,3 milljarða í afborganir af lánum síðastliðin 13 ár og hefur tekið svo til sömu upphæð að láni (27,8 milljarða). Bærinn hefur jafnframt framkvæmt fyrir um 25 milljarða á sama tímabili og á móti því átti hann rekstrar­ afgang upp á um 16 milljarða og seldi svo eignir fyrir um 6,5 milljarða og tók skammtímalán fyrir um 2,6 milljarða kr. til að brúa bilið. Hér hafa semsagt verið tekin lán til að greiða af borg anir og seldar hafa verið eignir og tekin skammtímalán til þess að eiga fyrir framkvæmdum. Upp úr þessu fari verður Hafnar­ fjarðarbær að komast. Aukin þjónusta Hafnarfjarðarbær veitir ágæta þjónustu, en ef við eigum að vera samkeppnishæf um íbúa og fyrirtæki þá verðum við að bæta í, því með stöðnun drögumst við afturúr. Þjónustan verður hins vegar ekki bætt eða aukin nema við höfum fjármagn til þess. Gott dæmi um þetta er vilji allrar bæjarstjórnar til að lækka inn­ töku aldur barna á leikskólaaldri, verkefni sem nú um stundir líður fyrir þrönga fjárhagsstöðu bæjar­ ins og veldur víðtækum áhyggj­ um. Mikilvægustu verkefnin Bæjarstjórnin samþykkti sam­ hljóða í vetur tvö mjög mikilvæg verkefni til þess að komast út úr þröngri stöðu og auka svigrúm til úrbóta. Rekstrarúttekt er í gangi á öllum stofnunum bæjar ins þar sem markmiðið er að í kjölfarið verði hægt veita jafn góða eða betri þjónustu fyrir minni kostnað. Niðurstöður þess arar rekstrar­ úttektar og að gerðaráætlun um úrbætur verða kynntar bæjarbúum nú í vor. Hitt verkefniðer stofnun Markaðs stofu Hafnarfjarðar þar sem bær inn hefur boðið fyrir­ tækjum og einstaklingum í sam­ starf um stór eflda markaðs setn­ ingu á bæj arfélaginu til þess að laða að fleiri öflug fyrirtæki og þar með íbúa í því augnamiði að afla aukinna tekna. Við höfum fulla trú á því að bæj arstjórnin verði einhuga um að þessi verkefni gangi eftir og að við getum horft fram á bjarta framtíð í rekstri bæjarins strax á þessu ári. Höfundar eru bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði. Einar Birkir Einarsson Guðlaug Kristjánsdóttir Á sumardaginn fyrsta verður hið árlega Víðavangshlaup Hafnarfjarðar haldið. Hlaupið hefst á Víðistaðatúni kl. 11 og verður hlaupið um Víðistaða­ svæðið. Allir keppendur fá verð­ launapening og sigurvegarar í flokkum fá bikara. Ekkert þátt­ töku gjald er og skráning verður á staðnum. Keppt er í eftirtöldum flokk­ um: 15 ára og eldri (f. 2000 og fyrr) um 2000 m 6 ára og yngri strákar og stelpur (f. 2009 og síðar) um 200 m 7­8 ára strákar og stelpur (f. 2007­2008) um 300 m 9­10 ára strákar og stelpur (f. 2005­2006) um 400 m 11­12 ára strákar og stelpur (f. 2003­2004) um 600 m 13­14 ára piltar og telpur (f. 2001­2002) um 1000 m Keppendur 15 ára og eldri verða ræstir fyrstir. Þá hefst keppnin hjá þeim yngstu og upp úr, yngstu byrja um kl. 11.05. Undanfari verður með yngstu keppendunum. Frjálsíþróttadeild FH sér um framkvæmd hlaupsins fyrir Hafnarfjarðarbæ. Nánari upplýs­ ingar um hlaupið veitir Sigurður í síma 6645631. Sumardagurinn fyrsti Víðavangshlaup Hafnarfjarðar Nemendur í 10. bekk GB í Setbergsskóla voru að læra mannréttindi í Samfélagsfræði. Kynntust þau m.a. örbirgð í heiminum og í framhaldi af því vildu þau leggja eitthvað að mörkum. Hófu þau söfnun meðal nemenda í unglingadeild skólans og náðu að safna rúmlega 90 þúsund krónum. Þau ákváðu að færa fulltrúa Unicef á Íslandi upphæðina í það sem nefnt er Sannar gjafir hjá Unicef. Völdu krakkarnir að gefa eina vatnsdælu, vatnshreinsi­ töflur, bóluefni fyrir mænusótt og fyrir mislingum, jarðhnetu­ mauk, ormalyf, moskítónet og 5 fótbolta. Fulltrúi Unicef þakkaði gjafirnar og sagði að nemendurnir gætu verið virkilega stoltir. Gjafirnar kæmu að góðum notum þar sem neyðin væri mest. Unglingar söfnuðu fyrir fólki í neyð Keypt vatnsdæla, bóluefni og fleira Hluti nemenda í 10. bekk GB í Setbergsskóla. Þær Björg og Kamila færa fulltrúa Unicef á Íslandi rúmlega 90 þúsund kr. sem bekkurinn safnaði meðal unglinga í skólanum. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n „Elsku ég“ Foreldrar með barnavagn áttu ekki annan kost en að fara út á götu. Á Brekkutröð eru greinilega margir mjög sjálfselskir.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.