Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.05.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 07.05.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2015 Öllum fastráðnum boðin vinna í Tækniskólanum Stjórn Tækniskólans bregst við gagnrýni Stjórn Tækniskólans hefur ákveðið vegna fyrirhugaðrar sameiningar Tækniskólans og Iðnskólans í Hafnarfirði að bjóða öllum fastráðnum starfsmönnum Iðnskólans í Hafnarfirði störf við Tækniskólann. Starfstengd rétt­ indi haldast óbreytt og flytjast yfir í sameinaðan skóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórn skólans hefur sent frá sér. Jafn framt vill stjórn Tækni­ skólans árétta eftirfarandi: • Tækniskólinn mun reka áfram skóla í Hafnarfirði í núver­ andi húsnæði Iðnskólans í Hafnarfirði og þeim öðrum húsum sem hann hefur til afnota. • Með sameiningunni er stefnt að því að byggja enn frekar undir öflugt iðn­ og starfsnám með fjölbreyttu námsframboði og sterkum einingum. • Stefnt er að því að með sameiningunni náist fram hagræðing á lengri tíma sem muni skila sér í bættri þjónustu við nemendur og starfsfólk. Á næstu misserum verði skoðað hvernig námi, námsframboði og rekstri sameinaðs skóla verði best fyrirkomið. • Fyrst um sinn verður náms­ framboð Tækniskólans í Hafnar­ firði að mestu óbreytt en síðan verður skoðað í samráði stjórn­ enda og starfsfólks með hvaða hætti námi verði best fyrirkomið. Stjórn Tækniskólans telur, í ljósi fækkunar nemenda í fram­ haldsskólunum almennt og þar af leiðandi þrengri fjárhags, þá standi skólarnir betur að vígi sameinaðir til að efla starfs­ og iðnnám en hvor í sínu lagi eins og verið hefur. Sameinaðir geti skólarnir boðið nemendum sín­ um breiðara nám með fleiri valkostum og þannig stuðlað að eftirsóttara og öflugra námi. Fyrir hönd stjórnar Tækniskólans ehf. Bolli Árnason, formaður stjórnar, Jón B. Stefánsson skólameistari. Hef hafið störf á Gallerí útlit Tek að mér almennar fótaaðgerðir ásamt snyrtingum. Hef áralanga reynslu. Verið velkomin að panta tíma í síma 555 1614. Arnhildur G. Leifsdóttir löggiltur fótaaðgerðafræðingur og snyrtifræðingur www.galleriutlit.isBæjarhrauni 6, í Hafnarfirði, sími 555 1614 Á þessu skólaári hefur staðið yfir tilraunaverkefni fræðslu­ þjónustu Hafnarfjarðar bæjar og Rannís um þátttöku í eTwinning, rafrænu skólasamtarfi í Evrópu. Það fólst í því að skólastjórnendur og kennarar í grunnskólum bæj­ ar ins voru fræddir um eTwinning í upphafi skólaársins og í kjölfarið haldið vetrarlangt nám­ skeið fyrir áhugasama kenn ara. Kennararnir hittust fjórum sinn­ um á árinu jafnframt því að fá stuðning á vefnum. Nám skeiðið var leitt af þremur kennurum með mikla reynslu af eTwinning ásamt verkefnisstjóra Rannís, með stuðningi fræðslu þjónustu Hafnarfjarðarbæjar. Markmið verkefnisins var að auka verulega þátttöku í eTwinn­ ing. Kennurum sem skráðir eru í samfélagið fjölgaði um meira en helming, úr 38 í 65. Samstarfs­ verkefnin eru um þrefalt fleiri, voru 8 en eru nú 22 og fjöldi kenn ara í samstarfi nær tvö fald­ aðist, úr 10 í 18. Endanleg áhrif verkefnisins verða hins vegar ekki ljós fyrr en á komandi skóla ári. Fjórum kennurum boðið á evrópska vinnustofu Samkvæmt samkomulagi um verkefnið býður Rannís fjórum kenn urum í Hafnar firði á evrópska starfsþróunar vinnu­ stofu. Dregið var á milli allra sem höfðu tekið þátt í eTwinning sam starfi í Hafnarfirði á skól­ aárinu sem nú er að ljúka. Vinnu­ stofan verður í Hasselt í Belgíu í byrjun júní 2015 en þar koma yfir eitthundrað kennarar saman allstaðar að úr Evrópu. Einn liður í eTwinning er einmitt að styrkja kennara til þátttöku í slíkum vinnustofum. Spennandi verkefni „eTwinning í Hafnarfirði skólaárið 2014­15 hefur verið spennandi tilraun,“ segja þeir Guðmundur I. Markússon hjá Rannís og Vigfús Hallgrímsson hjá fræðsluþjónustu Hafnar fjarð­ ar bæjar. „Þetta er í fyrsta skipti sem Rannís tekur höndum saman með sveitarfélagi um að fylgja kennurum eftir í eTwinning. Við fyrstu sýn virðist vel hafa tekist til og verður spennandi að sjá hvert framhaldið verður á kom­ andi skólaári,“ segir Guð mundur. eTwinning eTwinning er Evrópuáætlun um rafrænt skólasamstarf sem er hluti af menntaáætlun ESB, Erasmus+. eTwinning er skóla­ samfélag á netinu þar sem hægt er að komast í samband við evrópska kennara og skóla, taka þátt í einföldum samstarfs­ verkefnum með nemendum, og sækja sér endurmenntun. Þátt­ taka í eTwinning er skólum að kostnaðarlausu og veitir Rannís stuðning og þjónustu endur­ gjaldslaust. Nánari upplýsingar um eTwinning er að finna á: www.etwinning.is Frá námskeiði með áhugsömum kennurum. Velheppnað samstarf milli eTwinning og grunnskóla Hafnarfjarðar Rafrænt skólasamstarf í Evrópu Það er alltaf gaman í Gaaraleikhúsinu Sumarnámskeið fyrir börn 7-9 ára og 10 -12 ára 15.-27. júní og 30. júní -11. júlí Skráning í síma 565 5900 og namskeið@gaaraleikhusid.is gaaraleikhusid.is Hjallastefnan vill í Engidalsskóla Sóttu um eftir fréttaflutning af málinu Fjarðarpósturinn greindi frá því í síðasta blaði að verið væri verið að skoða nýtingu Hjalla­ stefnunnar á húsnæði Engidals­ skóla þar sem fyrir er starfsemi 1.­4. bekkjar Víðistaðaskóla og leikskólans Álfabergs. Daginn sem blaðið kom út ritaði framkvæmdastjóri Hjalla­ stefnunnar ehf. fræðsluráði bréf og óskaði eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um möguleg afnot á hluta af húsnæði Engidalsskóla þar sem hægt væri að bjóða upp á skólastarf fyrir 5.­6. bekk á vegum Hjallastefnunnar. Neita bæði Rósa Guðbjarts­ dóttir, for maður fræðsluráðs og Guð laug Kristjánsdóttir, forseti bæjar stjórnar að hafa skoðað húsnæðið með fulltrúum Hjalla­ stefnunnar og dregur Fjarðar­ pósturinn þá frétt til baka. Ljóst er þó að leikskólastjóri tók á móti fulltrúum Hafnar­ fjarðar bæjar og Hjallastefnunnar og þeim sýnt húsnæðið áður en nokkur um ræða hafði farið fram í fræðslu ráði um málið. Erindi Hjallastefnunnar var tekið fyrir á fundi fræðsluráðs sl. mánudag og var fræðslustjóra, í sam starfi við Fasteignafélagið, fal ið að ganga til viðræðna við Hjalla stefnuna um að fá aðstöðu í Víði staðaskóla í Engidal til kennslu á miðstigi frá næsta hausti. Aðkoma úr bíla­ kjallara Fjarðar Skipulags­ og byggingarráð hefur samþykkt að innkeyrsla í bílakjallara Strandgötu 26­30 (þar sem Hafnarfjarðarbíó og Kaupfélagið stóðu) verði í gegnum bílakjallara Fjarðar. Var Fasteignafélagi Hafnar­ fjarð ar falið að útfæra hug­ myndina í samráði við hönnuð Strandgötu 26­30. Skipulags­ og byggingarráð samþykkir að auglýsa deiliskipu lags breyt ing­ una skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar leiðréttur uppdráttur hefur borist. Ekki þörf á skrif­ stofu húsnæði Skipulags­ og byggingarráð synjaði á fundi sínum erindi Skógar hlíðar ehf. sem vildi fjölga rýmum úr 10 í 20 á Breið hellu 16. Ástæðan er að ekki er talin fyrirsjáanleg þörf á skrifstofuhúsnæði á iðnaðar­ svæð inu. Listaverk á gafl Ingvar Björn hefur óskað eftir að setja upp útilistaverk á gafl Bókasafnsins að Strandgötu 1. Skipulags­ og byggingarfulltrúi vísaði erindinu til skipulags­ og byggingarráðs sem nú hefur lagt til að menningar­ og ferða­ málanefnd óski eftir hug­ myndum um nánari útfærslu á uppsetningu listaverka á hús­ göflum í bænum. Listaverkið sem Ingvar vill setja upp er eftir hann en er í eigu UNESCO.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.