Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.05.2015, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 07.05.2015, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2015 Handbolti: 8. maí kl. 19.30, Ásvellir Haukar - Afturelding úrvalsdeild karla - úrslit 11. maí kl. 19.30, Mosfellsbær Afturelding - Haukar úrvalsdeild karla - úrslit 13. maí kl. 19.30, Ásvellir Haukar - Afturelding úrvalsdeild karla - úrslit (ef þarf) Knattspyrna: 9. maí kl. 14, Ólafsvík Víkingur Ó. - Haukar 1. deild karla 10. maí kl. 14, Ásvellir Haukar - Víkingur Ó. Bikarkeppni kvenna 10. maí kl. 19.15, Kaplakriki FH - Keflavík úrvalsdeild karla Handbolti úrslit: Karlar: Afturelding - Haukar: (miðv.) Knattspyrna úrslit: Karlar: KR - FH: 1-3 Íþróttir Garpar Sundfélags Hafnar- fjarðar urðu Íslandsmeistarar í sundi öldunga sem haldin var í Vestmannaeyjum dagana 24. og 25. apríl síðast liðinn. Það voru 15 galvaskir garpar sem fóru til Eyja og syntu til sigurs og er þetta 19. árið í röð sem þeir verða Íslandsmeistarar í sundi. Fékk SH 1.074 stig og sunddeild Breiðabliks varð í öðru sæti með 883 stig. Karlarnir fengu 793 stig en Breiðblik var í öðru sæti með 432 stig. Breiðablik fékk hins vegar flest stig kvenna, 405 stig en SH var í öðru sæti með 251 stig. Kór Flensborgarskólans, sem var á ferð í Vestmannaeyjum þessa helgi, söng þjóðsönginn í upphafi mótsins. Einnig sungu þau í lokahófi mótsins við góðar undirtektir. Sigurlið Sundfélags Hafnarfjarðar. Sumir kepptu í mörgum greinum og uppskáru vel. Eldri SH-ingar miklir sundgarpar 19. Íslandsmeistaratitillinn í röð! Þann 13. maí næstkomandi verða liðin 87 ár síðan Dýra- vernd unarfélag Hafnfirð inga var stofnað í Góðtemplarahúsinu. Markmiðið með stofnun félags- ins var að bæta aðbúnað dýra í umdæmi Hafnarfjarðar og vera málsvarar velferðar þeirra. „Margt hefur unnist á þessum tíma sem liðin er frá stofnun félagsins en tímarnir og aðstæður hafa breyst svo og áherslur,“ seg- ir Helga Þórunn Sigurðar dóttir, stjórnarmaður í félaginu, en félagið var endurvakið af Þyrni- rósarsvefni fyrir skömmu. For- maður félagsins er María Þor- varðar dóttir. Einkunnarorð félags ins eru „Allir jafnir“. Á árum áður tengdist starf Dýraverndunarfélags Hafn- firðinga að miklu leyti búfénaði sem nú er að mestu horfið úr umdæminu. „Það sem ekki hefur breyst er sá mikilvægi þáttur í starfi félagsins að hlúa að dýrum sem þess þurfa og t.d. gefa smá- fuglunum þegar harðir vetur eru og æti fyrir þá af skornum skammti. Í dag er gæludýrahald mun útbreyttara en áður og þörfin þar fyrir Dýraverndunar- félagið hefur berlega komið í ljós á síðan félagið var endurvakið í febrúar sl.,“ að sögn Helgu. Fyrir skömmu var stofnaður innan félagsins Óskasjóður Púkarófu, sem Helga segir að sé kenndur við hina fallegu Frú Púkarófu, ættmóður margra villikatta í Hafnarfirði. Hlutverk sjóðsins er að hjálpa villikisum og vergangs köttum bæjarins um dýralæknis þjónustu, matargjafir, skjólkassa. Neyðarnúmer Óskasjóðs Púka rófu er 8596646. Þá er Guðmundur Fylkisson með verkefnið Project ,,Henry“ innan vébanda félagsins en það snýr að því að huga að lífsgæðum fuglanna á tjörninni. Helga hvetur alla dýravini bæjarins að skrá sig í Dýra- verndunar félag Hafnfirðinga á facebook eða í síma 662 5258 en ársgjaldið er aðeins 500 kr. Stóll til leigu Til leigu er stóll á Hársnyrtistofunni Hár. Upplýsingar gefur Aldís í síma 555 3955 og 662 6653. Hársnyrtistofan Hár Hjallahrauni 13, Hafnarfirði • sími 555 3955 87 ár frá stofnun Dýraverndunarfélagsins Endurvakið af Þyrnirósarsvefni í febrúar sl. Á laugardaginn verður upp- skeruhátíð rytmískrar deildar Tónlistarskólans í Hafnarfirði í Hallsteinssal við Skólabraut. Þar koma fram hópar nemenda undir stjórn kennara sinna og leika lög af ýmsum toga. Starf rytmísku deildar tónlistarskólans hefur verið með ágætum undanfarin ár og hafa margir hlotið góða þjálf- un og lokið prófum fyrir frekara nám í tónlistarskóla FÍH. „Ber að þakka kennurum fyrir þeirra ötula starf að menntun nemenda sinna,“ segir Stefán Ómar Jakobs son, deildarstjóri í Tón- listar skólanum. Tónkvísl er mik- il miðstöð nemenda Tónlistar- skólans sem sjálfstætt starfa að hugmyndum sínum í tónlist og hafa fengið aðgang að húsnæðinu og tilsögn kennara til æfinga. „Þetta er sannarlega hvatning sem hefur borið ávöxt,“ segir Stefán Ómar. Eru bæjarbúar hvattir til að líta á starfið í Tónkvísl, gamla leikfimishúsinu á laugardaginn sem hefst með opnu húsi kl. 13 og tónleikum kl. 13.30. „Það verður enginn svikinn af því og allir fara glaðari út í vorið,“ segir Stefán Ómar. Rytmísk uppskera í Hallsteinssal Bæjarbúum boðið í heimsókn Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Ungir tónlistarmenn fylgjast með „Papa Blues“, Guðmundi Steingrímssyni sem spilaði með krökkunum í Tónkvísl í febrúar. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.