Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.05.2015, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 13.05.2015, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 Árið 1935 hóf verkakvenna­ félagið Framtíðin rekstur leik­ skóla á Hörðuvöllum og leysti úr brýnni þörf í bænum. Hafði Framtíðin næstu tvö ár á undan starfrækt dagheimili á sumrin í Barnaskólanum við Suðurgötu. Framtíðin sá um rekstur leik­ skólans allt til 1997 er Hafnar­ fjörður tók alfarið við rekstrinum. Áfram var gamla húsið frá 1935 nýtt til ársins 2001 er nýtt hús var byggt. Hafði verið byggt við skólann árið 1957. Starfsemi leikskólans lá þó niðri á stríðs­ árunum frá 1939­1945 af ótta við loftárásir. Í dag eru fjórar deildir á leikskólanum með börn frá tveggja til sex ára aldurs, alls 85 börn. Sig þrúður Sigurþórsdóttir er leik skóla stjóri og Jóna Elín Péturs dóttir er aðstoðarleik­ skólastjóri en starfsmenn eru 24. 80 ára afmæli skólans var fagnað sl. föstudag og var há punkt urinn, a.m.k. fyrir börn­ in, hátíðarsýning leikhópsins Lottu sem söng fyrir börnin söngva sem tengdust ýmsum þekktum ævintýrum. Skemmtu börnin sér konunglega og ekki síður starfs fólkið sem greinilega kunni að meta grínið. Krakkarnir stóðu svo í röðum til að fá að knúsa Mikka ref, Rauðhettu og fleiri í lokin. Foreldrar komu í afmæliskaffi, bæjarfulltrúar heimsóttu skólann og fulltrúar annarra leikskóla. Það var allt í lagi að hoppa í fangið á Mikka ref. Körfuknattleiksdeild Hauka gekk í síðustu viku frá samn­ ingum við þjálfara meistara­ flokka karla og kvenna og til­ kynnti í leiðinni að Helena Sverris dóttir hafi skrifað undir tveggja ára leikmannasamning við félagið. Ívar áfram aðalþjálfari karlanna Ívar Ásgrímsson mun halda áfram sem aðalþjálfari karlaliðs Hauka og Emil Örn Sigurðarson mun einnig halda áfram sem aðstoðarþjálfari. Að auki mun Pétur Ingvarsson koma í teymið, en Pétur, sem er uppalinn Haukamaður, kemur með gríðar­ lega reynslu eftir að hafa verð aðalþjálfri í efstu deild í mörg ár. Þrjú þjálfa kvennaliðið Hjá meistaraflokki kvenna mun einnig verða þriggja manna þjálfarateymi þar sem Ingvar Guðjónsson og Andri Þór Kristinsson munu sjá um þjálfun en auk þess mun Helena Sverris­ dóttir koma inn sem spilandi aðstoðarþjálfari. Ingvar er öllum hnútum kunnugur hjá félaginu en hann hefur þjálfað yngri flokka félagsins síðustu ár með einstaklega góðum árangri og var aðstoðarþjálfari mfl. kvenna í fyrra. Andri Þór kemur nýr inn til félagsins en hann hefur þjálfað mfl. Breiðabliks síðustu ár og hefur þar náð góðum árangri og byggt upp öflugt kvennastarf þar. Helena heim í Hauka Helena Sverrisdóttir skrifaði undir tveggja ára leikmanna­ samning við Hauka en hún segir að Haukar hafi alltaf verið fyrsti kosturinn enda hafi hún alist upp í Haukum. Helena er ein þekkt­ asta körfuknattleikskona lands­ ins, hefur spilað lengi erlendis, bæði í Ameríku og í Evrópu. Hún er því gríðarlegur fengur fyrir Hauka. F.v.: Kjartan Freyr Ásmudsson formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, Andri Þór Kristinsson, Helena Sverrisdóttir, Ívar Ásgrímsson, Emil Örn Sigurðarson og Ingvar Guðjónsson. VORTÓNLEIKAR GAFLARAKÓRSINS Víðistaðakirkju 19. maí kl. 17.30 Allir hjartanlega velkomnir - Aðgangur ókeypis Áttræður leikskóli Starfsfólk og nemendur fögnuðu afmæli Hörðuvalla Börnin voru að sjálfsögðu prúð og stillt og skemmtu sér vel. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Hugleiðingar Allir Íslendingar vita hverjir lögðu grunninn að velferð þjóðarinnar. Voru það ekki eldri borgarar? Af hverju þurfa eldri borgarar og öryrkjar að lifa af launum sem eru rétt um hungurmörk? Við erum þreytt á því að hlusta á fréttir af hækkunum annarra hópa í samfélaginu. Nú er verið að huga að nýbyggingu við Alþingishúsið á sama tíma og varla er hægt að reka heil­ brigðis kerfið? Fækka þarf alþingismönnum, 16 al þingismenn eru nóg ur fjöldi, fjórir úr hverjum landsfjórð­ ungi. Það forðar óþarfa deilum og einfaldar málin. Þjóðarkökunni þarf að skipta réttlátar. Höfundur er f.v. skipasmiður. Garðar H. Björgvinsson Litlu munaði að kviknaði í skógi í hlíðum Selhöfða skammt frá Hvaleyrarvatni fyrir skömmu er sinueldur teygði sig inn í skóginn. Algjört logn var en gróðurinn var mjög þurr og eldfimur. Logaði í sinu á all stóru svæði og líklegt að ungar trjáplöntur muni drepast. Slökkvilið brást skjótt við og náði að slökkva eldinn enda aðstæður góðar, logn og vegur alveg að svæðinu. Lá við skógareldi Logn og slökkvilið stöðvuðu sinubruna Helena komin heim Þjálfar og leikur með Haukum Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.