Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.05.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 21.05.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015 Starfsfólk á bæjarskrifstofum Hafnarfjarðarbæjar og eflaust fleiri tóku til hendinni sl. þriðju­ dag og fóru út til að tína upp drasl og setja í poka. Greinilega er strax fennt í nýlega um hverfis­ stefnu bæjarins þar sem útrýma ætti notkun á plastpokum. Í stað endurnotanlegra poka sáust svörtu ruslapokarnir en kannski er nýi meirihlutinn ekkert bundinn af fyrri ákvörðunum. Hafnarfjörður er fallegur bær. Víða er mjög snyrtilegt en allt of víða er sóðaskapurinn alls ráðandi. Þó ýmsar reglur séu í gildi um umgengni fólks er lítið farið eftir þeim og trassarnir fá nær undantekningalaust að komast upp með sóðaskap og að brjóta leikreglur samfélagsins. Þó gerðar séu fínar gangstéttar er lítið sem ekkert gert þótt þær séu jafnvel notaðar undir bílhræ. Þótt menn hlaði drasli út að götu er það látið í raun viðgangast. Við Hafnfirðingar og Íslendingar allir erum vandir á það að hægt sé að sniðganga reglur. Ekki hjálpar heldur að misvitrir þingmenn samþykki reglur gegn ráðleggingum flestra og t.d. leyfa akstur á rafmagnsvespum hvort heldur er á götum eða gangstéttum og enginn fylgist með hraða þeirra enda engin hraðatakmörk til á stígum. Þeir voru aldrei gerðir fyrir akandi umferð. Bæjarbúar eru ekkert öðruvísi en börnin, þótt þau mótmæli boðum og bönnum verða þau óörugg þegar engar reglur eru settar eða þeim ekki fylgt. Þau vilja skýrar reglur. Þetta þurfa bæjaryfirvöld að hafa í huga. Vera samkvæm sjálfum sér, hafa skýrar leikreglur og fara eftir þeim. Þá væri kannski ekki svo mikið drasl að fjúka um bæinn. Hvaðan kemur draslið? Einhver hefur hent því á jörðina! Einhver hefur sett það þar sem vindurinn tekur það auðveldlega. Allir heimta ruslafötur alls staðar en lausnin er að fólk að mestu leyti beri ábyrgð á sínu drasli. Þá fer kannski hver og einn að horfa í eigin barm og reyna að losna við að taka á móti óþarfa umbúðum sem strax þarf að henda. Nú eru svartir plastpokar út um allan bæ, fólk hefur snurfusað í görðunum hjá sér og getur gengið að því vísu að bærinn hirði þetta upp á hverju vori. Hver er hvatinn til að gera safnhaug? Hver er hvatinn til nýta vel það sem til fellur í garðinum? Enginn. Það er góð hugsun að gera vel við íbúana en kannski erum við að venja okkur íbúa á að þurfa ekki að hugsa. Af hverju eru fjúkandi jólatré út um allan bæ, alveg fram á sumar. Jú, við máttum setja þau út í vetrarveðrið eftir jólin og treysta á að þau yrðu tekin áður en vindurinn tæki þau. VIÐ berum ábyrgð. Öxlum hana. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Hvítasunnudagurinn 24. maí Hátíðartónleikar á hvítasunnudag kl. 17 Kór Fríkirkjunnar í Hafnarfirði ásamt hljómsveit Stjórnandi: Örn Arnarsson Sola Kammerkor frá Stavanger í Noregi Stjórnandi: Ernst Th. Monsen Allir hjartanlega velkomnir. Fylgist með okkur á www.frikirkja.is 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudagur 24. maí, hvítasunnudagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 11 Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar Prestur er sr. Kjartan Jónsson. Hressing og samfélag á eftir. www.astjarnarkirkja.is Víðistaðakirkja Hvítasunnudagur 24. maí Helgistund kl. 11 Lilja Guðmundsdóttir leiðir söng við undirleik Helgu Þórdísar organista. Séra Halldór Reynisson þjónar fyrir altari. Allir hjartanlega velkomnir www.vidistadakirkja.is Hvítasunnudagur 24. maí Fermingarmessa kl. 11 Félagar úr Barbörukórnum syngja. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestar eru sr. Þórhildur Ólafs og sr. Jón Helgi Þórarinsson. Sjá nöfn fermingarbarna á heimasíðu kirkjunnar. www.hafnarfjardarkirkja.is. Unga körfuboltafólkið uppskar vel Gróska í barna- og unglingastarfi Hauka í körfubolta Þann 12 maí sl hélt körfu­ knattleiksdeild Hauka uppskeruhátíð barna og unglingastarfsins. Var mjög vel mætt af krökkum og foreldrum. Þeim krökkum sem hafa verið valin í landsliðsverkefni hjá KKÍ fengu viðkenningu fyrir góðan árang ur, „enda erum við stolt af þessum krökkum og stolt af því að eiga 27 krakka í þessum hóp,“ segir Arnar Þór Ragnarsson formaður barna­ og unglingaráðs körfuknatt­ leiksdeildar Hauka. Allir krakkarnir í minniboltanum fengu viðurkenningu fyrir veturinn. Í öðrum flokkum voru verðlaun veitt fyrir bestu ástundun, mestu framfarir og mikilvægasta leikmanninn. Hauka­kempan Henning Henn­ ings son var valinn þjálfari ársins en flokkurinn hans, 9. flokkur drengja varð bikarmeistari í vetur og flokk­ urinn náði 2. sæti á Íslandsmótinu. Þá urðu drengjaflokkur og stúlkna­ flokkur bikarmeistarar og báðir enduðu í 2 sæti á Íslands mótinu í vetur. „Við í körfuknattleiksdeildinni erum stolt og ánægð með iðkendurna okkar og getum horft björt til fram­ tíðar,“ segir Arnar. Okkar stefna er að byggja starfið upp á Hauka fólki sem skilar sér upp í meistara flokkana. Það stuðlar að sterkum og sam held­ um hópum,“ segir Arnar að lokum.Upprennandi körfuknattleiksfólk í Haukum. Haukar eiga 27 einstaklinga í landsliðsverkefnum hjá KKÍ.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.