Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.05.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 21.05.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015 Nýr fulltrúi VG í bæjarstjórn, Elva Dögg Ásudóttir Kristins­ dóttir tók á síðasta bæjar stjórn­ arfundi upp málefni starfs manns Hafnarfjarðarhafnar sem engan enda virðist ætla að taka. Reyndar snýst málið minnst um starfsmanninn, heldur aðferða­ fræðina og skoðun á símnotkun bæjarstjarfsmanna í tengslum við það mál. Enginn mátti sjá samantekt um atburðarrás Már Sveinbjörnsson hafnar­ stjóri gerði samantekt um sína aðkomu og var hún lögð fram á fundi bæjarráðs 26. mars sl. Hafði Már óskað að farið yrði með greinargerðina sem trún­ aðar mál til að hlífa umræddum starfs manni hafnarinnar við frekari áreiti. Var orðið við þeirri beiðni án allra raka en í svörum bæjarstjóra við fyrirspurnum fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna í bæjarstjórn var í tvígang vísað í þessi gögn sem þá voru trúnaðargögn. Ritstjóri Fjarðarpóstsins óskaði strax eftir að fá að sjá þessi gögn þar sem vísað væri í þau í öðrum lið fundargerðarinnar en því var hafnað snarlega og vísað til laga um upplýsingamál. Þessu undi ritstjóri Fjarðar­ póstsins ekki og kærði sam­ dægurs niðurstöðuna til Úrskurð­ ar nefndar um upplýsingamál. Úrskurðarnefndin óskaði eftir frekari rökstuðningi frá Hafnarfjarðarbæ og afriti af umræddri samatekt og gaf frest til 22. apríl. Þann 28. apríl sl. sendi upplýsingafulltrúi Hafnar­ fjarðarbæjar ritstjóranum bréf þar sem upplýst var að ákveðið hafi verið að aflétta trúnaði af samantekt hafnarstjóra eins og óskað hafði verið eftir og hún birt með fundargerð bæjarráðs frá 26. mars sl. Var málið þá látið niður falla hjá Úrskurðar nefnd­ inni. Þögn meirihlutans Eftir nokkuð langa samantekt Elvu Daggar tjáði enginn fulltrúi meirihlutans um málið þó upplýst væri að svör bæjarstjóra við fyrirspurnum bæjarfulltrúa hafi hreinlega verið röng. Í skriflegu svari við spurningu um það hvort bæjarstjóri hafi tekið þátt í undirbúningi málsins svarar hann því til að starfs­ manna mál á höfninni heyri ekki undir bæjarstjóra. Eins og kemur fram í saman­ tekt hafnarstjóra var tvívegis fundað á skrifstofu bæjarstjóra. Upplýsingar úr samantekt hafnarstjóra 5. des. 2014 héldu starfsmenn hafnarinnar fund um launamun hafnarstarfsmanna eftir því í hvaða félagi þeir voru í. Fulltrúi Félags skipsstjórnarmanna ósk­ aði í framhaldi eftir fundi með hafnarstjóra og formanni hafnar­ stjórnar um þau mál. Í pósti með þessum óskum nefndi hann að komið hafi fram á fundinum að bæjarstjóri hafi með óviðeigandi hætti, að þeirra mati, rætt við starfsmann hafnarinnar um störf og fyrirkomulag starfa við höfn­ ina. Sendi hafnarstjóri þennan póst til formanns hafnarstjórnar og bæjarstjóra. 8. desember 2014 var fundað í bæjarráðssalnum með um ­ ræddum starfsmanni, fulltrúa Félags skipstjórnarmanna, trúnað ar manni, hafnarstjóra, bæjarstjóra og ritara auk þess sem sviðsstjóri stjórnsýslusviðs bættist í hópinn. Strax kom í ljós að bæjarstjóri hafði ekki setið umræddan fund með starfsmann­ inum né heldur sviðsstjórinn. 6. janúar 2015 var fundað á hafnarskrifstofunni og farið yfir málin og voru á fundinum, hafnarstjóri, umræddur starfs­ maður, trúnaðarmaður, sviðs­ stjórinn og upplýsingafulltrúi bæjarins. 12. janúar 2015 er fundað á hafnarskrifstofunni og farið yfir athuganir sviðsstjórans. Þar voru auk starfsmannsins, trúnaðar­ maður, hafnarstjóri, sviðsstjórinn og nýráðinn mannauðsstjóri Hafnarfjarðarbæjar. 13. janúar 2015 er haldinn fundur á skrifstofu bæjarstjóra þar sem sviðsstjóri stjórnsýslu­ sviðs kynnti drög sín að grein­ argerð. Þar voru, bæjarstjóri, formaður hafnarstjórnar, sviðs­ stjórinn og hafnarstjóri. 22. janúar 2015 er enn haldinn fundur á skrifstofu bæjar stjóra þar sem sviðsstjóri fór yfir greinargerð sína auk þess sem lögmaður Sambands ís ­ lenskra sveitarfélaga kvað það viðeig andi að afhenda umrædd­ um starfsmanni greinargerðina ásamt bréfi þar sem honum væri bent á að koma á framfæri gögn­ um og/eða skýringum sem styðji mál hans. Hún kvað það vera hlutverk hafnarstjóra að undirrita og afhenda bréfið samkvæmt stjórnsýslulögum. Hafnarstjóri andmælti því og kvað málið ekki koma honum eða höfninni við. Ítrekaði lög maðurinn að svo væri þar sem þetta væri starfs­ maður hafnar innar. Kom einnig fram að hafnar stjóri gæti sjálfur fengið áminningu ef hann gerði það ekki. 23. janúar 2015 hringdi hafn­ ar stjóri í lögmanninn og spurði um lög og lagagreinar stjórn­ sýslulaga sem fjölluðu um veit­ ingu áminninga og hæfi eða vanhæfi til slíkra verka. 23. janúar 2015 sendi lög­ mað urinn hafnarstjóra drög að bréfi til starfsmannsins. 30. janúar 2015 tilkynnti hafnarstjóri formanni hafnar­ stjórnar að hann myndi ekki afhenda bréfið. Hið vandræðalegasta mál Birting samantektar hafnar­ stjóra vekur málið enn aftur upp og greinilegast er að bæjarstjóri og meirihlutinn eru í hreinustu vand ræðum og aðkoma lög­ manns Sambands íslenskra sveit ar félaga hjálpaði ekki en sami lögmaðurinn veitti álit hvern ig standa ætti að málum og birti svo álit þar sem segir að framkvæmdin hafi verið í sam­ ræmi við almennar reglur vinnu­ réttar. Eftir situr líka vandræðaleg skoðun á símtölum starfsmanna bæjarins sem óskað hefur verið eftir áliti Persónuverndar á. Algjör þögn meirihlutans um „hafnarmálið“ Trúnaði aflétt eftir kæru ritstjóra FjarðarpóstsinsBæjarstjórarnir Ármann Kr. Ólafsson í Kópavogi, Gunnar Einarsson í Garðabæ og Haraldur L. Haraldsson í Hafnar­ firði ásamt Sigríði Björk Guð­ jóns dóttur lögreglustjóra á höfuð borgarsvæðinu undirrituðu 15. maí samstarfsyfirlýsingu um átak gegn heimilisofbeldi. Í yfir­ lýsingunni felst að frá og með mánudeginum 18. maí taki velferða svið sveitarfélaganna og lögreglan upp nýjar verklags­ reglur sem tryggja eiga mark­ vissari viðbrögð og úrræði gegn ofbeldi á heimilum. Markmið átaksins er að gefa skýr skilaboð um að heimilis­ ofbeldi verði ekki liðið. Þannig vinna lögreglan og félagsþjónusta sveitarfélaganna saman að því að aðstoða fjölskyldur á markvissan hátt, tryggja öryggi barna og veita þeim stuðning og leiðbeina. Þjónusta við þolendur heimilis­ ofbeldis er bætt til muna, málin eru rannsökuð betur og upplýs­ ingar um úrræði og eftirfylgd með þolenda er aukin. Þá fá gerendur aðstoð í formi ráðgjafar og boð um meðferð. Átak gegn heimilisofbeldi Samstarf Kópavogs, Garðabæjar, Hafnarfjarðar og lögreglunnar Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og bæjarstjórarnir Ármann Kr.Ólafsson, Haraldur L. Haraldsson og Gunnar Einarsson við undirritunina í Kópavogi. Hlaupið um upplandið Hvítasunnuhlaup Hauka framundan Utanvegahlaup hafa notið sívaxandi áhuga hlaupara enda er fátt meira gefandi en að hlaupa um í fögru umhverfi í íslenskri náttúru. Skokkhópur Hauka stendur í þriðja sinn fyrir hlaupi um hvítasunnu og hafa hin tvö hlaupin notið mikilla vinælda. Keppt verður í tveimur vega­ lengdum, 14 og 17,5 km en í styttra hlaupinu er ekki hlaupið upp á Stórhöfðann. Hlaupið er frá Ásvöllum, í kringum Ástjörn, yfir Bleika­ steinsháls upp á Vatnshlíðina og niður að Hvaleyrarvatni og þaðan út á Stórhöfðastíginn umhverfis Stórhöfðann og upp á hann. Þaðan er haldið um Seldal­ inn og niður að Hvaleyrarvatni fram hjá Skátalundi og um skógarstíga Skógræktarinnar, meðfram Hvaleyrarvatni og beint upp á Vatnshlíðarhnúkinn og aftur yfir Bleikasteinsháls og sunnan við Ástjörnina og að Ásvöllum. Leiðin er fjölbreytt og falleg, þrjár drykkjarstöðvar eru á leiðinni og eflaust einhver skemmtun. Keppt verður í þremur aldurs­ flokkum í fyrsta skipti í ár. Verð­ laun verða veitt fyrir 3 fyrstu sætin í hverjum aldursflokki, auk þess sem sigurvegarar í kvenna­ og karlaflokki í 17.5 km fá afhendan farandbikar sem hefur fengið nafnið Hvítasunnu meist­ arinn. Allir þátttakendur hafa mögu­ leika á að vinnu útdráttarverðlaun en Sportís aðalstyrktaraðili hlaups ins gefur meira en 10 pör af hlaupaskóm sem dregnir verða út eftir hlaupið. Skráning er á hlaup.is en nánar má sjá um hlaupið á hvita­ sunnuhlaup.is Þá býður Hafnarfjarðarbær bæjarbúum til útleigu garðlönd í Vatnshlíð við Kaldárselsveg. Um er að ræða 125 garða sem eru til útleigu, stærð garð­ anna er um 40 fermetrar. Garðurnn er tilbúinn til ræktunar og er aðgengi að vatni á staðnum. Allar nánari upplýsingar eru hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í síma 5855500 eða í gegnum netfangið tjonustuver@hafnarfjordur.is Garðurinn er tilbúinn til ræktunar, leiguverð fyrir sumarið 2015 er kr. 3.967,­. HEFUR ÞIG ALLTAF LANGAÐ AÐ RÆKTA ÞITT GRÆNMETI EN HEFUR EKKI AÐSTÖÐU?

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.