Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.05.2015, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 21.05.2015, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015 Vertu með á: www.facebook.com/ fjardarposturinn styrkir barna- og unglingastarf SH Sundstund gefur gull í mund Stofnuð 1983 EIGN VIKUNNAR Skipalón 4, 71 m², 2ja herb. með bílskýli. 50 ára og eldri. Laus 1. júní. Leiguverð 155 þ. Nemendasýning Iðnskólans í Hafnarfirði var opnuð sl. föstu­ dag og stóð til mánudags. Þar var mest áberandi munir sem nemar á hönnunardeild skólans hafa gert en athygli vakti að kennarar og nemendur þeirra iðngreina sem kenndar eru við skólann virtust sýna sýningunni lítinn áhuga. Eingöngu mátti sjá hluti frá húsgagnasmiðum við skól­ ann. Nemendur frá hársnyrtideild Iðnskólans í Hafnarfirði og Reykjavík Makeup School tóku hins vegar nýlega höndum sam­ an í skemmtilegu verkefni. Þeir skiptu sér í nokkra hópa og hönnuðu förðun og hársnyrtingu á fyrirsætur sem þeir völdu sjálfir. Lögð var mikil áhersla á að nemendur framkvæmdu þetta verkefni sjálfstæðir að sem mestu leyti og að hugmyndaflug þeirra og hæfileikar fengju að njóta sín í ferlinu. Því varð út koman mjög fjölbreytt. Ljósmyndasýning sem sýndi árangurinn var svo haldin í Firði. Samkeppni um vatnspóst Á sýningunni var kynnt niðurstaða úr samkeppni innan skólans á hönnun drykkjar­ vatnspósts en samkeppnin er haldin í tilefni af 110 ára afmæli fyrstu almenningsrafveitu lands­ ins í samstarfi við Hátíð Hamars­ kotslækjar. „Ljósberinn“ bar sigur úr býtum, en það er hringur sem á að tákna óendanleikann, upp­ sprettu alls, hringrás vatnsins. Höfundar tillögunnar voru þær Þórunn Ella Pálsdóttir, Margrét Jóna Þórhallsdóttir, Kristín Soff­ ía Þorsteinsdóttir og Gréta Björg­ vins dóttir Samkeppni um bekki Einnig var kynnt niðurstaða úr samkeppni um bekki sem Öld­ ungaráð stóð fyrir í samstarfi við Listnámsdeild skólans. Sigurvegari þar voru Ásdís Ýrr Einarsdóttir, Erla Rún Ingólfs dóttir og Reynir Reynis­ son en þau hönnuðu bekk sem er var ða með sætum allt í kring. Höfundar vinningstillögunnar um vatnspóst ásamt skólameistara. Höfundur vinningstillögunnar um bekki ásamt Gylfa Ingvarssyni. Vatnspóstar, bekkir og smíðagripir á sýningu Iðnskólans Aðeins munir húsgagnasmiða af öllum iðngreinum sem kennd eru við skólann Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.