Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.06.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 04.06.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015 Upplýsingastefna Hafnar fjarð- ar bæjar er mér eilíft um hugs - unarefni. Oftar en ekki er ekki hægt að sjá tillögur, jafnvel tillögur að reglugerðum fyrir sveitarfélagið, ef ekki er búið að leggja þær fram á fundi. Stundum þarf að kæra til kærunefndar upplýsingamála til að fá gögn frá Hafnarfjarðarbæ. En þegar það hentar einstökum bæjarfulltrúum þá eru tillögurnar sendar út í formi fréttatilkynningar með tilbúnu viðtali. Nei, líklega er ekki til nein upplýsingastefna! En auðvitað á ekki að kvarta yfir því sem maður hefur barist fyrir að fá en því miður eru litlar líkur á að almennur ferill breytist. En þetta er að vísu saklaust í samanburði við það að í þessari fréttatilkynningu er kynnt tillaga um breytta gjaldskrá sem hefði átt að hafa verið til umræðu á starfshópi sem skipaður var í september til að gera tillögur m..a að greiðsluþáttöku foreldra vegna ýmissa gjalda tengdum skólum bæjarins. Starfshópurinn mátti lesa það í þessari fréttatilkynningu og með því er auðvitað verið að segja að starf hópsins er einskis metið. Svona gera menn ekki. Þá hefði verið snyrti- legra að leggja hópinn niður fyrst. Það væri freistandi að rifja upp tveggja ára loforð frambjóðenda flokkanna. Sjómannadagurinn er framundan. Saga Hafnar- fjarðar byggist á sjósókn og án hennar væri Hafnarfjörður ekki til. Bærinn var svo mikilvægur að alvarlega kom til tals að gera hann að höfustað Íslands. Ekki varð af því og Hafnfirðingar þurftu að berjast við undarlega hugsandi stjórnmálamenn til að geta talist kaupstaður þó svo bærinn hafi verið miðstöð innflutnings og verslunar lengi. Því er það vel við hæfi að halda upp á dag sjómanna þó svo útgerð sé varla svipur að sjón í samanburði við fyrri aldir. Margir hafa talið sjómannadaginn tímaskekkju en enginn hefur amast við víkingahátíð þó litlar sagnir séu til um veru víkinga í Hafnarfirði. En víkingarnir numu landið og þeir voru sjómenn. Því er vel við hæfi að fagna sjómannadeginum með því að gera sér dagamun. Bæjarbúar eru hvattir til að taka þátt í hátíð sjómannadagsins, þó ekki væri annað en að kíkja niður á bryggju og skoða mannlífið. Nú er verið að skoða framtíðarskipulag Flensborgarhafnar og þar á að gera ráð fyrir hátíðarsvæði og ekki síður að fólk geti þar upplifað söguna, sjómennsku fyrri alda, þeim fórnum sem sjómenn færðu og menningu sem fylgdi útgerð og fiskvinnslu í Hafnarfirði. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Sjómannadagurinn 7. júní Sjómanna- og fermingarmessa kl. 11 Fylgist með okkur á www.frikirkja.is 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudagur 7. júní Helgistund kl. 11 Kolbeinn Tumi Haraldsson leiðir tónlistarflutning. Prestur er sr. Úrsúla Árnadóttir. Hressing og samfélag á eftir. Skráning til fermingar 2016 er á www.astjarnarkirkja.is Minnt er á hjólreiðamessu kirknanna í Hafnarfirði og í Garðabæ 14. júní. Hún hefst í Ástjarnarkirkju kl. 10 en síðan er hjólað á milli kirknanna. www.astjarnarkirkja.is Sjómannadagurinn Vísað er á sjómannadagsmessu sem á þessu ári verður í Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 11. Skráning fermingarbarna vorið 2016 stendur yfir. www.hafnarfjardarkirkja.is. Sumarnámskeið hjá Fimleikafélaginu Björk! Bjóðum uppá skemmtileg sumarnámskeið í fimleikum og í klifri Hálfsdags námskeið í júní og ágúst fyrir eða eftir hádegi fyrir pilta og stúlkur frá 6 ára aldri. Allar upplýsingar á heimasíðu félagsins: www.fbjork.is Unglingurinn á leið til Póllands og Kína Gaflaraleikhúsinu hefur verið boðið að senda tvíleikinn Unglinginn á alþjóðlega listahátíð ungmenna í Tiangjin í norðurhluta Kína í júlí nk. Fluttu þeir Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson bút úr leikritinu í móttöku Kínversk-íslenska menningar félagsins í kínverska sendiráðinu á þriðjudaginn. Einn annar hópur fer frá Íslandi, tríóið Borealis sem er skipuð þeim Lilju Cardew, Laufeyju Lín Jónsdóttur og Júníu Lín Jónsdóttur. Fararstjórar verða þau Guðrún Margrét Þrastardóttir og Hafnfirðingurinn Smári Baldursson. Flutningur tvímenninganna fékk mjög góðar viðtökur í kínverska sendiráðinu þó einhverjir hafi ekki skilið mikið þar sem verkið var flutt á íslensku. Unglingurinn var sýndur 40 sinnum í Gaflaraleik- húsinu og fékk tvær tilnefningar til Grímuverðlauna á síðasta ári. Í næstu viku verður Unglingurinn sýndur í Wroclaw í Póllandi fyrir blind og sjónskert ungmenni.Arnór og Óli kynntu unglinginn í sendiráði Kína. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.