Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.06.2015, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 04.06.2015, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015 Á golfnámskeiðinu verður farið yfir alla helstu þætti golfleiksins, reglur og golfsiði á vikulöngum námskeiðum Markmið golfleikjanámskeiðanna: – eru fyrir allar stelpur og stráka á aldrinum 5 til 12 ára – að fyrstu kynni af golfi eru jákvæð og það er gaman að leika golf – farið verður í helstu þætti golfleiksins, allt frá púttum til upphafshögga – leiknar eru nokkrar golfholur á golfvelli- kennsla er gjarnan í formi golfleikja ýmisskonar – áhersla er á að kynna helstu golfsiði og golfreglur fyrir nemendum – iðkendur geta tekið fleiri en eitt námskeið Dagsetningar: 8. - 12. júní 5 dagar (mán. - föst.) 15. - 19. júní 4 dagar (mán. - föst. frídagur mið. 17. júní) 22. - 26. júní 5 dagar (mán. - föst.) 29. júní - 3. júlí 5 dagar (mán. - föst.) 13. - 17. júlí 5 dagar (mán. - föst.) Hægt er að velja um námskeið frá kl. 9:00 - 11:45 eða kl. 12:30 - 15:15 Haldin verða tvö námskeið á dag í 5 vikur. Hægt er að fá lánaðan golfbúnað meðan á námskeiði stendur. Allir eiga að mæta með hollt og gott nesti. Fimm daga námskeiðin kosta kr. 10.000. Fjögurra daga námskeiðin kosta kr. 8.000. Veittur er 20% systkinaafsláttur og einnig ef viðkomandi sækir fleiri en eitt námskeið. Krakkarnir kynnast einnig leikjum og æfingum með svokölluðum SNAG búnaði, en hann hentar sérlega vel til að auðvelda iðkendum að ná betri tökum á íþróttinni og að auka skemmtanagildið. Umsjónarmenn golfleikjaskólans hjá Keili eru þeir Karl Ómar Karlsson PGA golfkennari og grunnskólakennari og Axel Bóasson afrekskylfingur úr Keili ásamt golfleiðbeinendum. Allir krakkar sem ljúka námskeiðinu fá aðild að Sveinskotsvelli og verða skráð í Keili Námskeiðum lýkur með pylsuveislu og afhendingu viðurkenningarskjals frá GK Búið er að opna fyrir skráningu á slóðinni keilir.felog.is Ef fólk lendir í vandræðum þá eru leiðbeiningar á heimasíðu Keilis, keilir.is Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna inn á keilir.is Golfklúbburinn Keilir mun í samstarfi við Golfklúbb Setbergs bjóða uppá golfnámskeið á báðum völlum í ár Myndir á Strandstígnum Hafnarfjörður frá sjónarhóli kvenna Byggðasafn Hafnarfjarðar hefur sett upp nýja ljósmynda- sýningu á sýningarstöndum sínum við Strandstíginn. Þetta er sýningin „Hafnarfjörð- ur frá sjónarhóli kvenna“ en á henni eru ljósmyndir, frá fyrri hluta 20. aldar, eftir þær Ólafíu G. Jónsdóttur og Sigríði Erlends- dóttur. Á sýningunni sem nær allt frá Fjörukránni, meðfram höfninni og vestur Herjólfsgötu eru 56 ljósmyndir á 20 skiltum. Ein af myndunum sem sjá má á sýningunni.Sýningarstandar við Strandstíginn. Fjölgreina­ deildin starfar til áramóta Óvíst um framhaldið Mjög misvísandi svör hafa verið gefin í fræðsluráði um stöðu fjölgreinadeildarinnar sem Lækjarskóli rekur í gamla Lækj- arskóla en þar eru unglingar sem rekast illa í öðrum skólum. Hefur þessi starfsemi blómstrað og ekki vitað annað en almenn ánægja sé með hana, a.m.k. er henni hampað á hátíðisdögum. Nú hefur komið í ljós að þrátt fyrir loðin svör sem vísuðu í að það hafi verið í skoðun hjá fyrri meirihluta að loka fjölgreina- deildinni, er það nú í skoðun hjá núverandi meirihluta að loka fjölgreinadeildinni. Í minnisblaði fræðslustjóra frá 30. maí kveður aðeins við annan tón en áður um umræðu á síðasta kjör tímabili en þar stendur: „Á síðasta kjörtímabili voru um - ræður um hvort ætti að halda þessu úrræði áfram eða leggja deildina niður og að hver skóli myndi þá sinna þessum nem- endum. Væri það meira í anda skóla án aðgreiningar.“ Úttekt á sérúræðum Til stóð að vinna úttekt á sér- úrræðum í grunnskólum Hafn- arfjarðar en það dróst m.a. vegna þess að beðið er eftir viðmiðum Sambands íslenskra sveitarfélaga um sérúrræði og sérdeildir sem nýlega var sett inn í reglugerð. Tillögur um næstu áramót Í þessu nýja minnisblað fræðslustjóra segir að í ljósi þess að forsendur hafi breyst, án þess að getið sé hvaða forsendur það séu, sé lagt til að áðurnefnd grein ing verði unnin á haust- mánuðum og tillögur um skipan sérúrræða í grunnskólum Hafn- ar fjarðar liggi fyrir eigi síðar en um næstu áramót. Þar til verði fyrirkomulagið óbreytt. Fjölgreinadeildin hefur vakið athygli víða Fjölgreinadeildin saman stend- ur af nemendum sem hafa illa rekist í almennum skólum og hafa fengið að blómstra í þessari deild þar sem kennslan miðast við þarfir nemendanna. Hefur deildin hlotið fjölda viður- kenninga og skrifað hafa verið um hana ritgerðir í háskólum. Leiðrétting Sílamávur Í stuttri frétt með mynd í síðasta blaði var sagt að á myndinni væri svartbakur. Það mun ekki rétt að sögn sérfróðra. Var myndin af sílamáv sem lík- ist svartbak en er allmiklu minni og nettari. En svartbakur er hann síla mávur inn!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.