Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.06.2015, Qupperneq 11

Fjarðarpósturinn - 04.06.2015, Qupperneq 11
www.fjardarposturinn.is 11FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015 Tjarnarvöllum 11 220 Hafnarfjörður apotekhfn.is Hagstætt verð í heimabyggð Sími 555 6650 Siglinganámskeið Í sumar mun Siglingaklúbburinn Þytur bjóða upp á siglinganámskeið fyrir börn og unglinga 10 ára og eldri, fædd 2005 og fyrr. Kennt er eftir nýrri námsskrá sem Siglingasamband Íslands hefur látið þýða og staðfæra. Þátttakendum er kennt að bregðast við síbreytilegum aðstæðum, siglingar á kayak og seglbátum, siglingareglur og umgengni um báta og búnað þeirra. Í lok námskeiða gerum við okkur dagamun, hoppum í sjóinn, buslum og endum á grillveislu. Hvert námskeið er í tvær vikur hálfan daginn kl. 9-12 eða kl. 13-16. Kennt er í aðstöðu Þyts, Strandgötu 88 og við Hafnarfjarðarhöfn. Innritun er hafin á www.sailing.is Verð: 15.500 kr. fyrir tveggja vikna námskeið. Kennitala: 680978-0189 Bankanúmer: 0544-26-31871 Námskeiðsdagar: 8. júní - 19. júní (fyrir hádegi) 8. júní - 19. júní (eftir hádegi) 22. júní - 3. júlí (fyrir hádegi) 22. júní - 3. júlí (eftir hádegi) 6. júlí -17. júlí (fyrir hádegi) 6. júlí -17. júlí (eftir hádegi) Tangó í Hafnarborg Tónleikar í Hafnarborg á sjómannadaginn kl. 20 Alþjóðlegi tangóhópurinn leikur tangóa eftir Astor Piazzolla og fleiri tangó-tónskáld. Hljóðfæraleikarar eru: Guido Bäumer saxófónn, Aladár Rácz píanó, Hávarður Tryggvason kontrabassi og Krzysztof Olczak harmónikka og útsetningar. Miðaverð 2.000 kr. en 1.000 kr. fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn. Skólaráð og foreldrafélag vilja ekki einkarekinn skóla Telja starfsemi í Engidalsskóla ógnað Skólaráð, foreldraráð og for- eldrafélag Víðistaðaskóla telja að þrengt sé að skólastarfi Víði- staðaskóla í Engidal ef bæta eigi 5. og 6. bekk Hjalla stefnu skóla í húsnæðið. Þá verði 4 stofnanir í húsinu. Foreldra barna á miðstigi furða sig á því að börn úr hverf- inu geti ekki nýtt húsnæði sem þeim var ætlað vegna plássleysis á meðan einkarekinn skóli eigi að fá þar inni. Þegar hafi verið þrengt að leikskólanum og frístundaheimilinu Álfahrauni. Þá furða foreldrar sig á að málið hafi ekkert verið kynnt.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.