Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.06.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 18.06.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015 Á morgun verður því fagnað að 100 ár eru liðin frá því að kon­ ur fengu fyrst að kjósa til Alþing­ is. Það er í raun ótrúlegt að það sé svo stutt síðan enda skartaði Ísland fjölmörgum kvenskör­ ungum í gegnum aldirnar. Greini lega voru hefðirnar svo sterkar og barátta fyrir kosningarétt var ekki hávær. En í karlaveldi er ekki víst að slík barátta hafi fengið að hljóma hátt. Í dag hafa karlar og konur sama rétt. Um það efast ég ekki neitt. Samt finnst mér eins og keppst sé við að búa til mun á rétti karla og kvenna. Er oft ætlað að eitthvað hefði verið á annan veg ef karl hefði átt í hlut. Þetta finnst mér í raun móðgun við jafnréttið. Jafnrétti snýst ekki aðeins um jafnrétti kynjanna. Konur og karla verða aldrei eins, frekar en ungir og gamlir. Það er svo margt sem gerir okkur misjöfn, ekki síst okkar eigin hugur. Það að hafa rétt til að gera það sama og næsti maður, gerir okkur ekki skylt að gera slíkt. Og jafnvel þó við höfum rétt er ekki víst að við höfum hæfileika til slíks. Mesta vandamál okkar er það að við erum sífellt að flokka fólk. Feita fólkið, horaða fólkið, útlendingar, dökkt fólk, samkynhneigt fólk, sjúklingar, öryrkjar, gamalt fólk, ungmenni, fjölskyldufólk og svona mætti lengi telja. Þó við eldumst þurfum við ekki að telja okkur með eldri borgurum og þó við veikjumst þurfum við ekki að skilgreina okkur sem sjúkling. Þó við missum ein­ hvern þrótt til vinnu vegna veikinda eða slysa þurfum við ekki að skilgreina okkur sem öryrkja þó við séum skilgreind með einhverja örorku. Við erum það sem okkur finnst við vera án þess að þurfa að skilgreina okkur í einhvern flokk. Mér finnst svo sjálfsagt að það sé jafnrétti kynjanna á Íslandi að mér finnst hreinlega asnalegt þegar sífellt er verið að hampa því þegar fyrsta konan gerir þetta eða hitt. Meðan við teljum það merkilegt að jafnréttið virki er eitthvað meira en lítið að í okkar huga. En umræðan er að verða gegnsýrð af undarlegri áráttu að gera mun á körlum og konum meiri en hann er. Þegar fólk er farið að draga í efa að það þjóni jafnréttis­ hugsjónum að tala um að einhver sé drengur góður þá finnst mér vera of langt gengið. Vitlausasta hugmynd sem ég hef heyrt í jafnréttis­ baráttunni (lesist kvenréttindabaráttunni) er tillaga eins þingmannsins um að á Alþingi sitji aðeins konur í ákveðinn tíma! Það er jafn heimskulegt og að hampa því að nú séu aðeins konur í einhverri stjórninni. Ef jafnrétti er við líði horfir enginn á kyn fólks enda á það ekki að skipta máli. Til hamingju með 100 árin! Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudagur 21. júní Helgistund kl. 11 Hressing og samfélag á eftir Fermingar 2016: www.astjarnarkirkja.is www.astjarnarkirkja.is Sunnudagurinn 21. júní Helgistund kl. 11 Prestur er sr. Þórhildur Ólafs. Organisti er Douglas Broutchie. www.hafnarfjardarkirkja.is. Fulltrúar Samfylkingar og VG lögðu til á fundi fræðsluráðs á mánudag að það svigrúm sem skap­ ast vegna minni árganga verði nýtt til þess að gera raunverulega lækk­ un á inntökualdri leikskólabarna á þessu ári. Miðað verði við að öll börn fædd í janúar til apríl 2014 fái úthlutað leikskólaplássi frá ágúst 2015. „Þá leggjum við einnig til að starfshópi sem gera átti tillögur m.a. um greiðslufyrirkomulag og greiðslu þátttöku vegna gjalda hjá dag foreldrum, í leikskólum, Tón­ listarskóla, frístundaheimilum og máltíða í grunnskólum verði gefið ráðrúm til að ljúka sinni vinnu við útfærslu á gjaldskrám og auknum systkinaafslætti. Brýnt er að ekki verði gengið framhjá þeirra niður­ stöðum.“ Í tillögunni kom einnig fram að horfið verði frá áætl unum og fyrri ákvörðunum um lok un starfsstöðva og deilda og öll pláss nýtt til að mæta þörfum og óskum fjölskyldna með ung börn í Hafnarfirði. Fulltrúi VG var hins vegar fylgjandi lokun einkarekna leikskólans Bjarma. Fræðsluráð vísaði tillögunni til umsagnar í starfshópnum. Hvernig bæta má læsi og færni í stærðfræði Skýrsla um málið hefur verið skrifuð fyrir Hafnarfjarðarbæ Ingvar Sigurgeirsson og Margrét S. Björnsdóttir hjá Skólastofunni slf. – rannsóknir og ráðgjöf hafa unnið skýrslu fyrir Hafnarfjarðarbæ um það hvernig bæta megi læsi og kunnáttu í stærðfræði í skólum bæj­ ar ins. Flestir skólarnir eru komnir nokk­ uð – og sumir vel af stað með verk­ efni sem bæta á læsi í grunnskól um bæjar ins. Margir grunnskólanna hafa eða eru að móta læsisstefnu og fjölmörg áhugaverð verkefni eru komin í gang sem áríðandi er að miðla á milli skólanna. Hins vegar eru skólarnir margir mun skemmra komnir þegar kemur að stærðfræðinni í samanburði við lesturinn. Bent er á ýmislegt í skýrslunni sem þurfi að gera til að efla stærðfræði­ kennsluna. M.a. að ráða að Skóla­ skrifstofunni verkefnisstjóra eða nám sstjóra í stærðfræði. Að styðja skólana við að koma sér upp fagstjór­ um í stærðfræði. Og að koma upp fagráði eða faghópi í stærðfræði sem skipað væri kennurum sem náð hafa góðum árangri í stærðfræðikennslu. Úr samantekt Í samantekt kemur fram að góð skilyrði eru í leik­ og grunnskólum bæjarins til að ráðast í verkefni sem beinist að því að efla nám í lestri og stærðfræði. Læsisverkefnið, sem í var ráðist á því skólaári sem nú er að líða, hefur fengið mjög góðar undirtektir og mörg áhugaverð verk­ efni eru komin af stað, auk þess sem eldri verkefni hafa fengið meðbyr. Koma þarf sérstaklega til móts við þá nemendur sem eiga sér annað móðurmál en íslensku. Í samanburði við lestur, stendur stærðfræðin veikar í flestum skól­ unum. Mælt er með því að skólarnir móti sér stefnu varðandi stærðfræði þar sem sérstaklega verði hugað að betri samfellu í náminu milli aldursstiga og milli leik­ og grunn­ skóla. Í nokkrum skólanna hefur verið áhersla á kennsluhætti sem reyna á virkni nemenda, sköpun og hugsun. Eftirsóknarvert er að þróa þessar aðferðir með það fyrir augum að tengja þær betur lesskilningi og stærð fræði. Áhugaverð samstarfsverkefni í nokkrum skólanna sýna vel þýðingu þess að miðla hugmyndum milli þeirra. Til greina kemur að verkefni þvert á skóla fái einhvern forgang þegar að því kemur að veita styrki. Mörg sóknarfæri liggja í nánara samstarfi við foreldra um aukinn lestur. Taka þarf ákvörðun um fjármagn til verkefnisins Sem fyrst þarf að taka ákvörðun um það fjármagn sem verður til ráðstöfunar og setja á fót stýrihóp fyrir verkefnið. Vel sýnist koma til greina að fela stýrihópi um læsis­ verkefnið að halda utan um þetta nýja verkefni. Vilja lækkun á inntökualdri Töluvert átak hefur verið gert í að auka áhuga á læsi en hér má sjá nemendur Öldutúnsskóla lesa á Hörðuvöllum. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.