Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.06.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 18.06.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015 Sigríður Þorgeirsdóttir ásamt Valdimar Víðissyni skólastjóra og Margréti Sverrisdóttur aðstoðarskólastjóra. Fimmtán FH­ingar kepptu á Smáþjóðaleikunum sem fram fóru dagana 1. ­ 6. júní á Laugar­ dalsvelli. Veðrið hafði talsverð áhrif á árangur keppenda þar sem mikið rok var fyrsta keppn­ is daginn og lofthiti ekki mikill alla dagana. Þrátt fyrir það sýndu FH­ingarnir að æfingar undan­ farna mánuði eru að skila sér og stóðu allir keppendur undir þeim væntingum sem gerðar voru til þeirra. Fjórir FH­ingar stóðu uppi sem sigurvegarar í sínum greinum, fjórir nældu sér í silfur­ verðlaun og fjórir urðu í 3. sæti, auk þess sem tveir Arna Stefanía og Stefán Velemir náðu lágmarki á EM U23. Eftirfarandi kepptu á mótinu: • Arna Stefanía Guðmunds­ dóttir sigraði í 400 m grinda­ hlaupi á 60,77 sek. sem er hennar besti tími. Hún varð önnur í 100 m grindahlaupi á 14,09 sek. sem er einnig hennar besti tími, varð 5. í 100 m hlaupi á 12,14 sek. Með árangrinum í 100 m grinda­ hlaupi tryggði Arna Stefanía sér þátttökurétt á EM U23 ára sem fram fer síðar í sumar. • Þórdís Eva Steinsdóttir sigraði í 400 m hlaupi á 55,72 sek. • Vigdís Jónsdóttir varð önnur í sleggjukasti með 55,40 m. • Kristín Karlsdóttir varð í 3. sæti í kringlukasti með á 36,64 m kasti. • Arna Stefanía Guðmunds­ dóttir hljóp í sigursveit Íslands í 4x100 m boðhlaupi en sveitin hljóp á 46,62 sek. • Þórdís Eva Steinsdóttir og Arna Stefanía hlupu svo í sigur­ sveit Íslands í 4x400 m boðhlaupi á 3,44.31 mín. • Guðbjörg Bjarkadóttir var varamanneskja í 4x100 m boð­ hlaupi. • Melkorka Rán Hafliðadóttir var varamanneskja í 4x400 m boðhlaupi. • Kristinn Torfason sigraði í lang stökki, stökk 7,24 m. • Ari Bragi Kárason varð þriðji í 100 m hlaupi á 10,76 sek. • Stefán Velemir varð þriðji í kúluvarpi með 17,53 m sem er í senn hans besti tími og undir lágmarki á EM U23 sem fram fer síðar í sumar. • Örn Davíðsson sem kom inn í landsliðshópinn á síðustu stundu gerði sér lítið fyrir og varð þriðji í kringlukasti með 68,15 m. • Kormákur Ari Hafliðason varð 6. í 400 m hlaupi á 50,76 sek. • Guðmundur Heiðar Guð­ munds son varð 4. í 110 m grinda hlaupi á 15,24 sek. Guð­ mundur keppti einnig í 400 m grindahlaupi þar sem hann átti mjög gott hlaup en hrasaði á loka metrunum og náði því ekki að klára hlaupið. • Hilmar Örn Jónsson varð 5. í kringlukasti með 43,96 m. • Juan Ramon Borges Bosque varð 7. í 100 m hlaupi á 11,01 sek. • Juan Ramon Borges Bosque og Ari Bragi Kárason hlupu í 4x100m boðhlaupi. Sveitin varð í 2. sæti á 42,01 sek. • Trausti Stefánsson hljóp í 4x400 m boðhlaupssveit karla sem sigraði á 3,17.06m. • Þórarinn Örn Þrándarson var einnig valinn í landsliðið en þurfti að draga sig út úr því vegna veikinda. Annar yfirþjálfara á mótinu var Ragnheiður Ólafsdóttir. Ein­ ar Þór Einarsson sá um þjálfun á boðhlaupssveitum og Súsanna Helgadóttir var liðsstjóri kvenna­ liðsins. Hér má sjá Þórdísi Evu sigra óvænt í 400 m hlaupi. FH-ingar á Smáþjóðaleikunum Fengu 4 gull, 4 silfur og 4 brons í frjálsum íþróttum Haustið 1961 byrjuðu yfir 200 sjö til átta ára börn í Öldu­ túnsskóla. Haukur Helgason var ráðinn skólastjóri og með honum fjórir kennarar. Þeirra á meðal var Sigríður Þorgeirsdóttir. Síðasti vinnudagurinn Sigríð­ ar, eða Stellu eins og hún var alltaf kölluð, var á skólaslitum miðvikudaginn 10. júní sl. Sigríður hefur því kennt við skólann í 54 ár! Var henni færður þakklætis­ vottur frá samstarfsmönnum við skólann og að sjálfsögðu fékk hún blómvönd. Stella kenndi lengst af sem umsjónarkennari og íslensku­ kennari. Síðustu starfsárin var hún með stuðning í íslensku fyrir elstu nemendur skólans. Að sögn samstarfsfólks hefur Stella ein­ stak lega hlýlega og góða nær­ veru. Er traust og ákveðin. Báru nem endur mikla virðingu fyrir henni. Stella hefur samið fjölmarga texta sem kór Öldu túns skóla hefur sungið í gegnum tíðina, ma. „Við syngjum í gleði“ sem hún samdi í tilefni af 40 ára afmæli skólans 2001. Hefur kennt samfellt frá stofnun Öldutúnsskóla Stella hættir eftir 54 ára kennslu við skólann Með Keili á sólpallinum Veðrið lék við Hafnfirðinga um helgina og útsýnið var fagurt. Hér mætti eiginlega segja að þessi húseigandi hafi Keili á sólpallinu. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Hátíð í Hafnarfirði 19. júní Bandalag kvenna í Hafnarfirði stendur fyrir hátíð þar sem minnst er 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi. Kl. 13.45 Farið frá Hafnarfjarðarkirkju í rútum að kapellu heilagrar Barböru í Kapelluhrauni. Lúðrablástur og helgistund. Kl. 15 Hátíðardagskrá í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Erindi „Konur í 100 ár“, söngur, sýning, kaffi og meðlæti. Allar konur eru hvattar til að mæta – og gjarnan í þjóðbúningum Boðhlaupssveit Íslands sem sigraði í 4x400m hlaupi. F.v. Þórdís Eva og Arna Stefanía úr FH, Hafdís og Aníta.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.