Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.06.2015, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 18.06.2015, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015 Finndu okkur! Skoðaðu fjölmargar myndir úr bæjarlífinu Ratleikur Hafnarfjarðar Ratleikur Hafnarfjarðar stendur yfir til 21. september. Frábær fjölskylduleikur en einnig fyrir einstaklinga eða hópa. Fáðu frítt ratleikskort í Bókasafninu, Ráðhúsinu, Fjarðarkaupum, bensín- stöðvum, Altís, Fjallkofanum, Músik og sport, Þöll, Lemon og víðar. Menningarganga Í kvöld kl. 20 mun Steinunn Þorst- einsdóttir sagnfræðingur m.a. segja frá baráttunni fyrir kosningaréttinum, frá Þorbjörgu Bergmann, fyrstu konunni sem kaus í bæjar stjórnar- kosn ingum í Hafnarfirði, frá þeim kon um sem fyrstar settust í bæjar- stjórn árið 1958. Frá kven félög um stjórn málaflokkanna og nokkrum þeim konum sem þar störfuðu bak við tjöldin, konum eins og Sigríði Erlends dóttur, Sigurveigu Guð mund- sdóttur og Sigurrósu Sveinsdóttur. Fjallað verður um kvenfélög stjórn- málaflokkanna og fl. Gangan hefst við Byggða safnið. Bíóbærinn í Pakkhúsinu Sýningin Bíóbærinn - gullöld kvik- myndahúsanna í Hafnarfirði, stendur yfir í forsal Pakkhúss Byggðasafns Hafnarfjarðar að Vesturgötu 6. Ljósmyndir í Hafnarborg Ljósmyndasýningin Enginn staður - íslenskt landslag verður opnuð í Hafnarborg á laugardaginn kl. 15. Þar sýna 8 listamenn myndir sýnar af íslensku landslagi. Sendið stuttar tilkynningar um viðburði á ritstjorn@fjardarposturinn.is menning & mannlíf Knattspyrna: 18. júní kl. 19.15, Grindavík FH ­ Grindavík bikarkeppni karla 18. júní kl. 20, Ásvellir Haukar - ÍA 1. deild kvenna 19. júní kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Grótta 1. deild karla 21. júní kl. 20, Kaplakriki FH - Breiðablik úrvalsdeild karla 24. júní kl. 20, Kaplakriki FH - Víkingur Ó. 1. deild kvenna Knattspyrna úrslit: Karlar: ÍBV ­ FH: 1­4 Þór ­ Haukar: 2­1 Konur: Keflavík ­ Haukar: 2­3 Álftanes ­ FH: (eftir prentun) FH ­ Hvíti riddarinn: 9­0 Íþróttir FJÖRÐUR Minn metnaður er heiðarleiki, vönduð vinnubrögð og persónuleg þjónusta. Ársæll Steinmóðsson sölufulltrúi, 896 6076, as@remax.is Lækjargötu 34d, Hafnarfirði, sími 519 5900 | Heiðarleiki – Gleði – Metnaður Ertu í fasteignahugleiðingum? Mikil eftirspurn! Frítt söluverðmat Páll B. Guðmundsson löggiltur fasteignasali Ársæll Steinmóðsson sölufulltrúi Á morgun, 19. júní er því fagnað að 100 ár eru síðan íslenskar konur fengu rétt til að kjósa til Alþingis. Er tíma­ mótanna minnst um land allt en uppákomur hafa verið allt þetta ár. Hér í Hafnarfirði er það Bandalag kvenna í Hafnarfirði sem stendur að hátíðarhöldum og hefur 5 manna nefnd undir­ búið hátíðardagskrá m.a. í safnað arheimili Hafnar fjarðar­ kirkju. Bandalagið er regnhlífar sam­ tök 7 kvenfélaga í bænum ásamt Mæðrastyrksnefnd og Orlofs­ nefnda. Á 43 ára starfstíma sínum hefur bandalagið tekið að sér ýmis verkefni, það síðasta var að safna fyrir nýjum rúmum á Sólvang á 60 ára afmæli Sól­ vangs. Það er vösk sveit 5 kvenna sem hafa fengið söngvara, hljóm listarmenn og fyrirlesara til að koma og sjá um skemmtun á hátíðinni. Markmið þeirra er að allar konur sem koma á hátíðina geti komið og notið án nokkurrar greiðslu og hefur nefndin fengið styrki frá Hafnarfjarðarbæ og fyrirtækjum til að standa straum af kostnaði. Hátíðin á morgun hefst með ferð að styttu af heilagri Barböru í Kapelluhrauni við Straumsvík og verður farið með rútum frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 13.45. Þegar komið verður til baka hefst hátíðardagskrá í Hásölum sem lokið verður um 17.30. 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna Bandaleg kvenna stendur að hátíð á morgun Í greiningu á samningum um íþróttamál sem var fyrsta rekstr­ ar út tektin sem kynnt var í röð úttekta sem gerð er nú fyrir Hafn arfjarðarbæ, koma fram ýms ar ábendingar um það sem betur má fara. Meðal annars er fjallað um niðurgreiðslur á æf inga gjöldum. Leggur skýrslu­ höfundur til að Hafnarfjarðarbær taki upp svipað fyrirkomulag og er hjá hinum sveitafélögunum á höfuðborgar svæðinu. Miðað sé við árið sem börn verða sex ára og að sama upphæð sé á hvern einstakling 6­18 ára, sem leyfi­ legt væri að skipta á tvær greinar í íþróttum/tómstundum ef við­ komandi óskaði þess. Árið 2013 lagði Hafnarfjarðar­ bær 42.754 kr. á hvern íbúa til æskulýðs­ og íþróttamála skv. skýrslunni þó hún taki að mestum parti aðeins til íþrótta­ mála. Skv. henni var meðal greiðsla til hvers iðkenda það ár 12.904 kr. og gat munað allt að 299% á niðurgreiðslum sveitar­ félagsins á milli einstaklinga. Full ástæða sé til að niðurgreiða íþrótta­ og tómstundastarf að 18 ára aldri en það er mikið brottfall í þessum aldurshópi. Það geti kostað frá 60.000 kr. og upp í yfir 150.000 kr. að stunda æf ing ar og keppni hjá þessum hópi og því verulega íþyngjandi fjárhagslega fyrir efnaminni foreldra. Hópur um gjaldskrármál hefur nú lagt til að niðurgreitt verði allt til 18 ára aldurs. Undirbúningsnefndin f.v.: Magnea Þórsdóttir, Unnur Sveinsdóttir, Unn ur Birna Magnúsdóttir, form. BKH, Erna Fríða Berg og Guðfinna Vigfúsdóttur. Á myndina vantar Ásdísi Konráðsdóttur. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Niðurgreiðslur nái til 18 ára í stað 16 ára Tillaga hóps um gjaldskrármál Stofnað 1982 Dalshrauni 24 Sími 555 4855 steinmark@steinmark.is reikningar • nafnspjöld • umslög bæklingar • fréttabréf • bréfsefni og fleira Dalshrauni 24 • 220 Hafnarfirði • 555 4855 • steinmark.is • steinmark@steinmark.is Stafræn pre n Gormun/hefting Veitingastaðurinn Lemon var opnaður sl. laugardag en hann er til húsa að Hjallahrauni 13, þar sem Hrói höttur var áður. Lemon býður upp á ferskan og safaríkan mat, matreiddan á staðn um úr besta mögulega hrá­ efni hverju sinni. Maturinn er Nýr veitingastaður hefur opnað Lemon býður upp á fjölbreyttan mat í glæsilegu húsnæði fjölbreyttur, girnilegar samlokur, nýpressaður safi, hafragrautur, „smoothies, kaffi og fl. Hafnfirðingurinn Jóhanna Soffía Birgisdóttir er rekstrar stjóri Lemon. Finna mátti sítrónu á trénu við nýja staðinn. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.