Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.07.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 09.07.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2015 Sólin hefur skinið í Hafnarfirði sem víða annars staðar og Hafn­ firðingar una glaðir við sitt í góða veðrinu. Vinnubrögðin í bæjarstjórninni gleymast þó ekki og margt þarf að gerast til að bæjarbúar fái fulla trú á að þeir sem eiga að stjórna virði leikreglur og átti sig á því að þeir eru að vinna í umboði bæjarbúa. Nú virðist stefnan vera að taka ákvarðanir og kynna eftirá. Það kann ekki góðri lukku að stýra í nútíma stjórnmálum þar sem vönduð dreifing upplýsinga er lykilmálið. Fjölmargir bæjarstarfsmenn bíða eftir skýrum svörum, óvissir um framtíðina, skerðingu á vinnutíma og fleira sem boðað hefur verið en enginn veit hvaða ákvarðanir hafa verið teknar og hvar þær verða teknar. Bæjarstjóra virðist vera falið alræðisvald og það á að auka með því að setja höfnina undir hans stjórn í stað hafnarstjórnar sem heyrir í dag beint undir bæjarstjórn. En umhverfi Hafnarfjarðar býður bæjarbúa velkomna, komið í blóma með bláum lit lúpínurnar sem fólk keppist um að elska eða hata. Skógarkerfillinn virðist vera eina plantan sem keppir við lúpínuna en hann gerir ekki gagn eins og lúpínan svo margir vilja hann í burtu líka. En Hafnfirðingar eru alltaf að uppgötva meira og meira í upplandinu, ekki síst með þátttöku í Ratleik Hafnarfjarðar sem leiðir fólk að stöðum sem það hefur jafnvel gengið framhjá í mörg ár. Helgafellið dregur marga að og Hvaleyrarvatnið verður vinsælla með hverjum deginum. En aukin notkun kallar á umgengnisreglur og þó að jafnaði séu allir í sátt og samlyndi við Hvaleyrarvatn þá mætti þar margt lagast. Ekki fer saman að börn séu að leika sér í flæðamálinu og fólk á hestum. Hestar eiga heldur ekki heima á göngustígunum og þó þorri hestamanna virði slíkar umgengnisreglur eru leiðinlegar undantekningar þar á. Víða þarf að bæta merkingar og það er lítið gaman að vera við vatnið þegar bílar þeysast fram hjá og þyrla ryki yfir allt og alla. Löngu tímabært er að endurnýja veginn og malbika en gera hann þannig að engum detti í huga að aka þar hraðar en á 30 km hraða. Bæta má aðstöðu við vatnið enda var aldrei gert ráð fyrir svo mörgu fólki þar og nú er á góðviðrisdögum. Þá er tímabært að gera vandaða áætlun um stígagerð fyrir gangandi og hjólandi um bæjarlandið en stundum virðist að stígagerð í dag sé handahófskennd og ekki til þess fallin að koma að góðum notum. Fjarðarpósturinn fer nú í sumarfrí og óskar lesendum og auglýsendum gleðilegs sumar og þakka ég ánægju­ legt samstarf við bæjarbúa. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Helgistund kl. 11 á sunnudögum í sumar Orgelleikur, ritningarlestur, íhugun, bænagjörð, samfélagið um Guðs borð. Kaffisopi á eftir. Allir velkomnir. www.hafnarfjardarkirkja.is. www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565-9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898-5765 Ragnar s: 772-0800 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA Enginn sparnaður við að flytja höfnina undir bæjarstjóra? Ætla að spara 50 millj. kr. með breytingu á vinnutíma og vaktakerfi Í tillögum Capacent er gert ráð fyrir að flytja starfsemi Hafnarfjarðar­ hafnar undir bæjarstjóra eins og gert er í litlum sveitarfélögum með litlar hafnir. Enginn sparnaður er nefndur við þá tilfærslu. Aukið samstarf milli hafna um hafnsöguþjónustu og rekstur lóðs­ og dráttarbáta á að skila 5­10 millj. kr. sparnaði en mesti sparnaðurinn á að fást með breyt­ ingum á vinnutíma starfsmanna og vaktakerfi, 40­55 millj. kr. Hafnarstjórn samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að fela hafnarstjóra að skoða tillögur Capacent og skila áliti til hafnarstjórnar. Minnihlutinn gagnrýndi harðlega úttektina með harðorðri ítarlegri bókun á fundinum og segja m.a. að úttektin virðist hefjast með viðtali Garðars Jónssonar frá R3 Ráðgjöf við einn starfsmann hafnarinnar 15. nóvember sl. Garðar sé þessi huldu­ maður. Þakkarávarp Við konurnar í 19. júnínefnd Bandalags Kvenna í Hafnarfirði viljum þakka öllum þeim sem þátt tóku í hátíðahöldum félagsins þann 19. júní sl. í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Enn fremur viljum við þakka þeim sem styrktu okkur svo frábærlega vel, svo að þessi hátíð gæti orðið að veruleika með þeim glæsibrag sem hún varð. 19. júní nefndin; Ásdís Konráðsdóttir, Erna Fríða Berg, Guðfinna Vigfúsdóttir, Magnea Vilborg Þórs­ dóttir, Unnur Birna Magnúsdóttir, Unnur Sveinsdóttir. Flottar stúlkur í 6. og 7. flokki Hauka tóku þátt í Landsbankamótinu á Sauðárkróki um þar liðna helgi en þar voru þátttakendur um 900. Fjölmargir foreldrar fóru með og segir Halldór Jón Garðarsson foreldri stúlku í 7. flokki að það hafi verið mikil upplifun og segist vera afar stoltur af hópnum sem hafi verið foreldrum, Haukum og Hafnarfirði til fyrirmyndar. Halldór Jón segir undirbúning hafa verið góðan, foreldrar voru búnir að hittast á fundi með aðalþjálfara liðanna, Andra Rafni Ottesen, sem og foreldráði beggja auk þess sem löng reynsla af Króksmótum kom til góða. Tjaldbúðir Hauka efla vináttu Hefð er fyrir því að Hauka­fólk tjaldi saman og þarna voru myndaðar flottar tjaldbúðir sem styrktu vináttu stúlknanna og efldi tengsl foreldr­ anna. Þrátt fyrir marga fótboltaleiki skelltu stúlkurnar sér í sund, fóru í vatnsblöðrustríð, eltingaleiki o.fl. auk þess að taka þátt í kvöld skemmt­ un. Það voru því ansi þreyttar en glaðar stúlkur sem héldu heim á sunnu deginum með verðlaunapening um hálsinn, að sögn Halldórs. Margt jákvætt að gerast – Skortur á aðstöðu „Það eru margir jákvæðir hlutir að gerast innan knattspyrnudeildar Hauka. T.d. var ein stúlka í Haukum, Alexandra Jóhannsdóttir, í U17 lands liðinu sem tók þátt í lokamótinu sem fram fór á Íslandi. Hún tók einnig þátt í Norðurlandamóti U17 ásamt annarri Hauka­stúlku, Katrínu Hönnu Hauksdóttur. Við í Haukum höfum yfir að ráða afar færum þjálfurum í barna­ og unglingastarfi félagsins og þá samanstanda meist­ araflokkar félagsins af mjög mörgum uppöldum leikmönnum, líklega yfir 90% í meistaraflokki karla. En betur má ef duga skal. Ljóst er að knattspyrnudeild Hauka þarf öfl ugri aðstöðu fyrir sína iðkendur og vonandi fáum við knattspyrnuhús á Ás velli innan tíðar“, segir Halldór Jón. Fjölga þarf iðkendum En Halldór Jón segir að þangað til þurfi líka að fjölga iðkendum, t.d. í 8., 7. og 6. flokki því það séu stoð­ irnar í félaginu. Hvetur hann foreldra stúlkna og drengja að mæta með sín börn á æfingar og taka þátt í skemmtilegu starfi innan knattspyrnudeildar Hauka. Einbeitingin skín af andliti þessa unga leikmanns. Gleði á fótboltamóti á Sauðárkróki Stúlkur í 6.- og 7. flokki stóðu sig vel – Foreldrar stoltir Stoltir Haukarar með pening. Lj ós m .: H al ld ór J ón G ar ða rs so n Lj ós m .: H al ld ór J ón G ar ða rs so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.