Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.07.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 09.07.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ 2015 Tjarnarvöllum 11 220 Hafnarfjörður apotekhfn.is Hagstætt verð í heimabyggð Sími 555 6650 Er björt framtíð í æskulýðsmálum? Hef verið að kynna mér „tillög­ ur“ um skipan æskulýðsmála í okkar ágæta bæjarfélagi. M.a. skýrslu sem finna má á vef bæjar­ ins. „Tillögur“ er auð­ vitað rangn efni þar sem að um einni og hálfri klukkustund eftir að tillögur þess ar í æsku­ lýðs málum voru fyrst gerð ar opinberar á sér­ stökum auka bæjar­ stjórn ar fundi 29. júní s.l. var búið að samþykkja æsku lýðs hluta skipu lags­ breyt inga bæjar félags ins og það án nokkurra um ræð na, samráðs eða að komu þeirra sem í geir anum starfa, ung menn um í ungmennaráði Hafn arfjarðar og eða bæjarbúum al mennt. Og þegar að þetta er skrifað er búið að segja nokkrum fjölda lykil­ starfsmanna í æsku lýðs mál um upp störfum. Þessi atburðarrás er sennilega einsdæmi og svo sann­ arlega ekki til eftir breytni endu ku alsiða að kynna mál ítarlega með góðum fyrirvara auk þess sem slíkar grundvallar breyt ingar kalla á tvær umræður í bæjarstjórn. Starfsmannapólitíkin er svo auðvitað kapítuli út af fyrir sig. Textinn um æskulýðsmál er afar rýr en aðleiðingar miklar, niður­ skurður og uppsagnir. Ekki verður annað séð en að þessi grund­ vallarbreyting byggi á eftirfarandi: Fáar línur og innihaldið eftir því „… Verkefni íþróttadeildar og forvarna ­ og tómstundadeildar verði færð undir (ekki til – innskot ÁG) fræðsluþjónustu. Lagt er til að öll verkefni íþrótta­ deildar og forvarna­ og tómstunda­ deildar utan félagsstarfs aldr aðra verði færð und­ ir fræðsluþjónustu. Til­ lagan er rökstudd bæði út frá faglegum og rekstr arlegum sjónar­ mið um. Fram kom í grein ingu að nokkuð vanti upp á samstarf og sam spil á milli grunn­ skóla og frístunda heim­ ila. Stjórnendur skóla og frístunda­ heimila séu að skipuleggja starfið í kringum hvern annan en frístunda­ heimilin eru inni í hús næði grunn­ skólanna. Það verður að teljast eðlilegt að verkefnin hafi sömu yfirstjórn og einn stjórnanda innan skólans sem verði skóla stjóri. Þannig verði tryggt enn frekar að starfsfólk, húsnæði og aðrir fjár­ munir nýtist sem best.“ (Capacent ­ Hafn ar fjarðarbær ­ Úttekt á rekstri og stjórnskipulagi bæjarins, bls. 211) Eins er spurning á hvern hátt þessi klausa samræmist almennu æskulýðsstarfi og markmiðum í þeirri starfsemi? Er starfsemi frí­ stundaheimila og félags miðstöðva framhald eða hluti af almennu skólastarfi, ef svo er, er það ekki réttast að setja skylda starfsemi eins og t.d. starfsemi skáta undir hatt skólanna? Og eða leikskólana sem eru í næsta nágrenni. Enn­ fremur segir: „Skólastjórnendur sjá tækifæri í því að setja rekstur frístundaheim­ ila og félagsmiðstöðva undir skólana. Það gæti verið leið til að auka samfellu á starfinu og ná fram heildstæðari þjónustu fyrir börnin. Boðleiðir í þessum efnum geta verið fulllangar þar sem sérstakir verkefnastjórar eru yfir frístunda heimilunum á öðru sviði. Nefnt var að skólar bæjarins hafi tekið upp SMT agakerfi en það geri frístundaheimilin ekki. Þá séu tækifæri til að efla fræðsluhlutverk frístundaheimilanna." (Capacent ­ Hafnarfjarðarbær ­ Úttekt á rekstri og stjórn­ skipulagi bæjarins – Greiningarhluti, bls. 75) Spurt er? Fyrir mig sem bæjarbúa, einlæg­ an áhugamann um velferð æsk­ unnar og sérfræðing í æskulýðs­ málum er leitt að horfa upp á þessa stjórnkerfisvitleysu sem ekki er hægt að orða með öðrum hætti en að um sann kallaða fúskvæðingu mála flokks ins sé að ræða, aftur­ hvarf um ca 35 ár. Varpa af þessu tilefni fram eftirfarandi spurning­ um til forseta bæjarstjórnar, for­ manns bæjar ráðs og skýrslu­ höfunda. Ég velti í fyrsta lagi fyrir mér hvaða sérfræðingar á sviði æsku­ lýðsmála (s.s. tómstunda­ og félags málafræðingar / félags upp­ eldis fræðingar) komu að gerð skýrsl unnar/ tillagnanna? Í öðru lagi hvers vegna félagsstarf aldr­ aðra er aðskilið öðru félags starfi? Í þriðja lagi þá finn ég hvergi fag­ legan rökstuðning fyrir þessu Árni Guðmundsson breytingum sem þó er sérstaklega vísað til í skýrslunni? Í fjórða lagi hvaða sérþekkingu hafa skóla­ stjórar á sviði tómstunda­ og félags málafræða? Í fimmta lagi á agastjórnunarkerfi skólanna að marka alla tilveru barna og ungmenna og hvernig getur slíkt verið ástæða til grundvallar breyt­ inga í æskulýðsmálum bæjar­ félagsins? Í sjötta lagi eiga ung­ menni sem af einhverjum ástæðum tekst ekki að aðlaga sig agavaldi skólans að gjalda þess í frítíma sínum? Í sjöunda lagi hve mikið hækka laun skólastjóra sam kvæmt ákvæðum í kjara samn ing um þeirra vegna þessara breytinga? Í sjöunda lagi hvort einhver getur sagt mér hvaða „fag“ eða hlutverki fagstjóri frístundamála hefur eins og fram kemur í skipuriti varðandi verkefni æskulýðs­ og íþrótta full­ trúa, er ekki heppilegast að slíkur starfsmaður sjái um rekstur og stjórnun frístundamála eins og verið hefur? Svona mætti lengi spyrja en verður ekki gert að sinni hvað sem síðar kann að verða. Það þarf vart að fjölyrða meira um þess ar tillögur, samþykkt þeirra veldur því að það virðist engu líkara en að það sé einlægur ásetn­ ingur bæjaryfirvalda að koma sér hratt og örugglega í ruslflokk á sviði æskulýðsmála – hér er um að ræða fúsk sem hvorki vel menntað og vandað starfsfólk í mála flokkn­ um og æska bæjarins á skilið. Er björt framtíð í æskulýðsmálum? Nei því miður, hér hefur svo sann­ arlega, illu heilli, myndast verulegt rými til framfara. Höfundur er M.Ed félagsupp­ eldisfræðingur á Rannsókn ar­ stofu í bernsku og æsku lýðs­ fræðum og Tómstunda­ og félagsmálafræðideild MVS. Kaldárselsvegi • sími 555 6455 Tré og runnar ...í garðinn þinn

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.