Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.08.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 13.08.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2015 Ný sýning var opnuð í Sveinssafni, listasafni Sveins heitins Björnssonar, í Krýsuvík 2. ágúst sl. Að þessu sinni er sýning safnsins helguð stærstu listaverkagjöfinni sem því hefur borist fram til þessa og hefur að geyma 17 myndverk. Gefandinn er Knútur heitinn Björnsson, lýtalæknir, bróðir Sveins. Það var kært með þeim bræðrum Sveini og Knúti en Knútur lést 26. ágúst 2014 á 85. aldursári. Þegar hann fann að stutt var eftir ólifað ákvað hann að gefa Sveinssafni stóran hluta lista verk asafns síns sem er ein mikilvægasta viðurkenning sem listasafni getur hlotnast. Fjölmenni var við opnunina en 140 manns skráðu sig í gestabók safnsins og fólk var mjög ánægt með sýninguna og móttökur þar sem boðið var upp á kaffi og með því. Á meðan maður lét ófriðlega í íbúð sinni á Kirkjuvöllum beið stór hópur íbúa og komst ekki heim til sín. Lögreglan hafði lokað af gríðarlega stórt svæði og fólk var í mikilli óvissu. Engar upplýsingar voru gefnar af lögreglu. Fyrsti lögreglumaður sem undirritaður hitti á Völlum vildi ekkert segja og vísaði blaðamanni í burtu en vildi ekki gefa upp hvert lokunarsvæðið væri. Á öðrum stað kvað við mildari tón hjá lögreglumanni sem upplýsti að aðgerð lögreglu snérist um Kirkjuvelli 7 og bað blaðamann að færa sig lengra frá. Allan tímann vissi lögreglan hvert vandamálið væri og í hvaða íbúð maðurinn væri. Hann hafði sagst vera með byssu og því var eðlilegt að lögreglan lokaði svæði sem gæti verið hættusvæði. Hins vegar má draga verulega í efa tilganginn í þessari umfangsmiklu lokun og upplýsingaleysi. Meira að segja Selhellan var lokuð fyrir umferð sem er í um 180 metra fjarlægð frá umræddri íbúð sem snýr út á móti Kríuvöllum og Vallatorgi. Hús við Bjarkarvelli er hins vegar aðeins í 40 m fjarlægð og snúa glugg ar á móti gluggum íbúðarinnar. Lélegt upplýsingaflæði kallar fram ótta íbúa og eðlilega forvitni á því hvað sé að gerast í þeirra nær- um hverfi. Þarna fær lögreglan falleinkunn þegar snýr að upplýsingagjöf. Hún á að geta gert miklu betur. Að lokum fór lögreglan inn í íbúðina og handtók manninn sem var ekki með neina byssu. Mannlegur harmleikur hafði þarna mikil áhrif í friðsömu hverfi. Miðbærinn verður iðandi af lífi um helgina. Nú er það grasrótin sem stendur fyrir hátíðinni PopArt og verður fjölmargt í boði. Verslanir verða opnar lengur og sýningar og tónleikar víða í miðbænum. Bæjarbúar eru hvattir til að leggja leið sína í miðbæinn um helgina og njóta þess sem í boði er. Það er jákvætt að frumkvæðið sé hjá grasrótinni og á að vera það. Allt of lengi hefur verið kvartað yfir því hvað Hafnarfjarðarbær geri lítið fyrir miðbæinn. Það má vel vera að það sé rétt en hvað mega þá þjónustuaðilar segja í öðrum bæjarhlutum? Þeir sem hafa hagsmuni af því að miðbærinn sé lifandi og fjölsóttur eiga að hafa frumkvæðið og það virðist vera að gerast núna. Mætum í menninguna í miðbænum okkar. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Víðistaðakirkja Til fermingarbarna í Víðistaðasókn! Fermingarnámskeið verður í Víðistaðakirkju 17. - 20. ágúst nk. kl. 9:00 - 12:00. Mæting mánudaginn 17. ágúst kl. 09:00 Þau sem eiga eftir að skrá sig hafi samband við Víðistaðakirkju eða mæti á námskeiðið og skrái sig á staðnum. Hægt er að nálgast skráningarblað á heimasíðu kirkjunnar www.vidistadakirkja.is www.vidistadakirkja.is Sunnudagur 16. ágúst Helgistund kl. 11 Sálmasöngur, ritningarlestur, hugleiðing, bænagjörð, altarisganga. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Allir velkomnir. www.hafnarfjardarkirkja.is. www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565-9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898-5765 Ragnar s: 772-0800 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA Aukin áhersla á samþættingu frístunda­ heim ila við íþrótta­ og tómstundastarf barna Á liðnum vetri var starfshópur um endurskoðun á starfsemi frístunda- heimila að störfum sem hafði það markmið samkvæmt erindisbréfi að nemendum grunnskóla standi til boða frístundastarf þar sem um gjörðin er fagleg og áhersla lögð á uppbyggileg verkefni og samþætt- ingu við skipu legar æfingar íþrótta félaga, tón listar nám og annað tóm stundastarf barna eftir því sem kostur er. Ljóst er að ýmsir hnökr ar voru á því fyr ir- komulagi sem verið hefur undanfarin ár þar sem yfirstjórn frí stunda- heimila var á höndum fjöl skyldu ráðs en rekstur grunn- skólanna á hendi fræðsluráðs. Það kemur því ekki á óvart að starfs- hópurinn lagði til að skólastjórnendur gætu tekið að sér rekstur frí- stundaheimila í sínum skóla. Enn fremur leggur starfshópurinn til að íþrótta og tómstundafélögum verði heimilað að reka frístunda heim- ili samkvæmt þjónustusamn ingi. Frítími er dýrmætur Frítími barna og fullorðinna er dýrmætur og í vaxandi mæli er það krafa foreldra að starfs dagur barna verði samfelldari og enn fremur að gæði frí stundastarfs á vegum sveitar félagsins taki mið af þörfum fjöl skyldunnar fyrir samveru að vinnudegi loknum. Lagt er til að frístundaheimili fái meira rými fyrir starfsemi sína með m.a. bættu aðgengi að sér greinastofum og íþrótta- húsum grunnskóla auk þess sem núverandi rými verði tekið til skoð unar hvað varðar rými og hljóðvist. Einnig er m.a. lagt til að starfsemi frístundaheimila taki markvissan þátt í læsisátaki grunnskóla og sérstaklega verði hugað að auknu framboði fyrir 3. og 4. bekk sem höfða til þess aldurshóps. Tillögur starfshópsins sem undir- rituð hefur veitt formennsku og kynnt ar voru í heild sinni á opnum fundi í Lækjarskóla sl. vor miða að því að efla starfsemi frístundaheimila og stefna að því að skipulagðar íþrótta æfingar yngri barna grunn- skóla verði felldar inn í starfstíma frí stundaheimila eins og kostur er. Fagstjóri frístundaheimila mun hafa yfirumsjón með faglegu starfi frístundaheimila í samræmi við sam- þykktir bæjarins og enn fremur vinna að áframhaldandi þróun. Það má nefna að þetta er svipað fyrirkomulag og er hjá Reykjavíkurborg þar sem frístundaheimili eru staðsett á skóla- og frístundasviði. Það eru spennandi verkefni fram- undan við að efla og bæta þjónustu frístundaheimili til samræmis við óskir foreldra um bætt innra starf og samþættingu við íþrótta og tóm- stundastarf og það ætlum við að gera. Höfundur er bæjarfulltrúi. Helga Ingólfsdóttir Örtröð við opnun sýningar í Sveinssafni Sjaldan hafa svo margir bílar sést við Ráðsmanns­ húsið í Krýsuvík sem nú hýsir Sveinssafn.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.