Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.08.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 13.08.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2015 Starfsmenn Fjölskyldu þjón- ustu sendu frá sér ályktun 8. júlí sl. þar sem kemur fram að trúnaður og traust starfsmanna og stjórnenda bæjarins hafi beðið alvarlegan hnekki. Gagn- rýna starfsmenn að breyt ingar hafi verið kynntar á aðal sumar- leyfistíma starfsfólks og að fjöl- miðlum hafi verið send fegr uð mynd af aðgerðunum og látið að því liggja að engum væri sagt upp. Er það mat starfsmannanna að boðaðar skipulagsbreytingar séu engan veginn nógu vel ígrundaðar og segja þeir lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við starfsmenn við vinnslu þeirra. Segjast þeir ekki betur sjá en að höfundur skýrslunnar, sem liggi til grundvallar breyt- ingunum, hafi takmarkaða þekkingu á málefnum félags- þjónustu sveitarfélaga og setji fram tillögur af algjöru virð- ingar leysi við þá bæjarbúa sem standa hvað höllustum fæti í lífsbaráttunni. Þverfagleg vinna var að skila árangri Í ályktuninni segir að haustið 2014 hafi verið farið að sjá þess merki að það skipulag sem búið var verið að þróa með þver fag- legri vinnu væri farið að skila árangri og betri þjónustu til bæjarbúa. Það hafi sést t.d. í tölum um lækkun á fjárhags- aðstoð og aukinni skilvirkni í barnaverndarmálum. Fjórum starfsmönnum hefur verið vikið úr starfi og þrír starfsmenn hafa verið færðir undir önnur svið. Þá eru tveir starfsmenn í fæðingarorlofi og ekki hefur fengist að ráða afleysingafólk. Álag hafi verið mikið á starfsfólki Fjölskyldu- þjónustu og erfitt að sjá hvernig starfsemin eigi að geta gengið við þessar boðuðu breytingar. Fagna ábendingum Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna taka undir ályktun starfsmannanna og benda á að því góða starfi und- an farin ár sé stefnt í voða en Capacent hafi árið 2011 unnið tillögur í samstarfi við starfs- fólki að gagngerum breytingum sem samrýmdust þeirri þróun og breytingum sem orðið hafa á verkefnum Fjölskylduþjónustu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar fagna mál- efna legum ábendingum starfs- fólks sem nauðsynlegar séu sem innlegg í þá vinnu sem fram undan er við útfærslu umbóta tillagna ráðgjafanna. Skora þeir á fulltrúa minnihlutans að láta til sín taka í því verkefni. Tjarnarvöllum 11 220 Hafnarfjörður apotekhfn.is Hagstætt verð í heimabyggð Sími 555 6650 18 milljónir kr. í ráðgjöf 13 milljónir til Capacent Ráðgjöf vegna rekstrarút- tektar og val á kostum og göll- um á staðsetningu hjúkr unar- heimilis hefur kostað Hafnar- fjarðarbæ 18 milljónir kr. í útlögðum kostnaði á síðustu 12 mánuðum. Kom þetta fram á fundi bæj- arráðs sem svar við fyrir spurn- um fulltrúa minnihlutans. Greiddi Hafnarfjarðarbær 16.257.000 kr. vegna úttektar vegna sviða, íþróttamála og hafn ar. Úttekt R3 ráðgjafar vegna fjölskylduþjónustu kost- aði 3.417.500 kr. Úttekt Capa- cent vegna annarra sviða kost- aði 8.225.000 kr. og úttekt Capa cent á rekstri Hafnar- fjarðar hafnar kostaði 3.052.000 kr. Þá kostaði úttekt R3 ráðgjafar vegna íþróttamála 1.562.500 kr. Á síðasta ári gerði Capacent samanburð á kostum og göllum þess að staðsetja hjúkrunar- heimili við Sólvang eða í Skarðshlíð og var kostnaður við þá úttekt 1.700.000 kr. Starfsfólk Fjölskylduþjónustu áhyggjufullt Gerir alvarlegar athugasemdir við stjórnsýslubreytingar Ágústa Kristófersdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Hafn ar borgar. Hún er þriðji for- stöðu maður Hafnarborgar frá því safnið var opnað árið 1988 og jafnframt þriðja konan að gegna því embætti. Það er því sem fyrr lítið jafnræði með kynjunum meðal starfsmanna Hafnarborgar en aðeins einn karl er meðal sjö starfsmanna safnsins. Ágústa er 43 ára Reykvíkingur og starfaði sem fram kvæmda- stjóri Safna ráðs og áður sem sýn ingarstjóri Þjóð minja safns Ís lands og deild ar stjóri sýn ing- ardeildar Lista safns Reykja víkur. Hún er með MA próf í safna- fræði frá Háskóla Íslands og BA prófi í sagnfræði frá sama skóla. Hún hefur einnig stundað nám í listfræði við Háskólann í Stokk hólmi og Háskólann í Lundi. 23 sóttu um stöðuna en þrír drógu umsókn sína til baka: Alma Dís Kristinsdóttir dokt- ors nemi, Ágústa Kristófersdóttir framkvæmdastjóri, Birna Kristj- ánsdóttir MFA, Björg Erlings- dóttir verkefnastjóri, Dorothee Kirch, sjálfstætt starfandi sýn- ingarstjóri, Guðni Tómasson list- fræðingur, Gunnar Kristinn Þórðar son stuðningsfulltrúi, Heiðar Kári Rannversson, verk- efna stjóri dagskrár, Helga Þórs- dóttir myndlistamaður, Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri, Kári Finnsson blaðamaður, Mar- grét Elísabet Ólafsdóttir menn- ingar verktaki, Margrét Guðjóns- dóttir framkvæmdastjóri, Ragnar Jónsson tónlistarkennari, Rikey Kristjansdottir, kennari á list- námsbraut, Sigríður Heimisdóttir þróunarstjóri, Sigurbjörg Jó - hann es dóttir ráðgjafi, Svala Ólafs dóttir listfræðikennari, Val- gerður Guðrún Halldórsdóttir Aðeins konur með völdin í Hafnarborg Ágústa Kristófersdóttir nýr forstöðumaður framkvæmdastjóri og Yean Fee Quay deildarstjóri. Ágústa Kristófersdóttir.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.