Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.09.2015, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 03.09.2015, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015 Endurskráning eldri hópa fer einnig fram á www.sh.isstyrkir barna­ og unglingastarf SH Nýtt sundtímabil hefst með látum 1. september! Æfingastaðir: Sundhöll, Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug Skráning er hafin á heima síðu Sundfélags Hafnarfjarðar – www.sh.is Eitthvað fyrir alla: - Sundnámskeið með foreldrum; fyrstu sundtökin (3-4 ára) - Sundnámskeið; sundtökin og vatnið kynnt fyrir krökkunum (4-6 ára) - Sundkennsla; áframhaldandi bæting á tækni og sundi „Stjórn á vatninu“ - Sundæfingar yngri (8-16 ára) - Sundæfingar eldri (16 ára og eldri) Sundfélag Hafnarfjarðar • sh@sh.is • www.sh.is • 555 6830 Skriðsunds­ námskeið fyrir fullorðna Eftir að hafa ekki komið saman í 10 mánuði kom forsetanefnd bæjarstjórnar saman á mánudaginn. Þar lagði meirihluti nefndarinn fram tillögur til breytinga á stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og hafnarreglugerð. Eru þær gerðar í framhaldi af þeim breytingum sem gerðar voru í bæjarstjórn 29. júní sl. Minnihluti nefndarinnar var að sjá þessar tillögur í fyrsta sinn og engar efnislegar umræður urðu um tillögurnar og tillögu um að vísa þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá en aðeins þrír hafa atkvæðisrétt í forsetanefnd. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi bókun: „Samþykkt um stjórn og fundarsköp eru grunnreglur hvers sveitarfélags sem hver einstök sveitarstjórn setur sér lögum samkvæmt. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna vilja að það komi fram að hingað til hafa allar breytingar á Samþykktum Hafnarfjarðar­ bæj ar verið unnar í samstarfi fulltrúa allra flokka. Sá háttur hefur verið hafður á að forsetanefnd undirbýr breyt­ ingar og hefur undantekninga­ laust átt fjölda samráðs­ og vinnufunda áður en til breytinga hefur komið. Í samræmi við eðli og tilgang samþykktanna hefur sömuleiðis verið lögð höfuðáhersla á að ná þver­ póltísktri sátt um tillögur til bæjarstjórnar að breytingum á þeim. Hér virðist aftur á móti vera viðhaft það einkennilega vinnu­ lag að halda einn fund í Forseta­ nefnd þar sem fulltrúar meiri­ hluta tilkynna fulltrúum minni­ hlutans um breytingar sem meirhluti ætlar að fram kvæma og keyra í gegn í bæjar stjórn. Fulltrúar minnihlutans for­ dæma þessi vinnubrögð og þann augljóslega skort á vilja til eðlilegs samráðs og samvinnu sem í þeim endurspeglast.“ Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun: „Fulltrúar meirihluta fagna vilja minnihluta til samráðs og samstarfs í skipulagsbreytingum hjá Hafnarfjarðarbæ. Sá vilji er gagnkvæmur. Fyrir liggur samþykkt bæj­ arstjórnar á breyttu skipul agi Hafnarfjarðarbæjar. Verk efni for setanefndar er að þessu sinni að undirbúa fyrstu um ræðu í bæjarstjórn á breyt ingum í samþykktum bæjarins sem byggja á fyrrgreindri samþykkt bæjarstjórnar.“ Fordæma vinnubrögð í forsetanefnd Meirihlutinn sakaður um skort á samráði Hafnarfjarðarbær og Land­ læknisembættið skrifuðu undir samning í vor til eflingar lýð­ heilsu í Hafnarfirði. Verkefnið gengur undir nafninu Heilsu­ eflandi samfélag. Fyrsta skref verkefnisins er að safna fyrirliggjandi gögnum um ýmsa þætti lýðheilsu í sam­ félaginu í skýrslu sem lýsir stöðu bæjarfélagsins í lýðheilsumálum. Liður í þeirri gagnaöflun er að halda íbúafundi þar sem íbúum gefst tækifæri til að tjá sig um hvað þeim þykir mikilvægt í Heilsueflandi samfélagi. Fyrri íbúafundurinn var í Hraunvallaskóla í síðustu viku og tæplega 15 manns voru á fundinum með embættis mönn­ um og stjórnmálamönnum. Aldrei náð án þátttöku allra sem búa í samfélaginu Í umsögn um verkefnið segir að Heilsueflandi samfélag sé verkefni fólksins. Engu sé áorkað án þátttöku íbúa og bæjarstarfsmanna. Verkefnið snúist fyrst og fremst um að auka aðgengi að heilsueflandi val­ kostum fyrir íbúa bæjarins og hvetja til heilsusamlegra lífshátta eftir margvíslegum leiðum. Þessum markmiðum verði aldrei náð án þátttöku allra sem búa í samfélaginu. Það hlýtur því að vera mikil vonbrigði hversu fáir íbúar létu sjá sig en þeir fá fleiri tækifæri. Í Mosfellsbæ er verkefnið komið heldur lengra og þar hefur verkefninu verið skipt í fjóra þætti og unnið verður með hvern þátt í eitt ár. Þættirnir eru Næring ­ mataræði, Hreyfing ­ útivist, Líðan – geðrækt og Lífsgæði – forvarnir o.fl. Þátttakendur á íbúafundunum í Hafnarfirði greindu verkefnin í svipaða þætti og komu með tillögur að áhersluatriðum. Fjöl­ margar tillögur voru lagðar fram og flokkaðar og verða þær notaðar sem grunnur að áfram­ haldandi starfi. Frá íbúafundinum í Hraunvallaskóla Vinnuhópar kynntu niðurstöður sínar. Lítill áhugi á heilsueflandi samfélagi? Fáir mættu á íbúafundi um málefnið Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.