Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.09.2015, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 03.09.2015, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2015 Hafnarfjarðarbær vekur athygli á möguleika fatlaðs fólks til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks. „Með fötlun er átt við það ástand sem skapast þegar einstaklingur þarf fjölþætta þjónustu og aðstoð til langframa vegna alvarlegrar þroska röskunar eða annarrar röskunar á færni.“ Hafnarfjarðarbær veitir styrki til greiðslu náms­ kostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæð um annarra laga, enda teljist námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig er heimilt að veita fötluðu fólki sem er 18 ára og eldra styrk til verkfæra­ og tækjakaupa vegna heimavinnu eða sjálfstæðrar starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluð fólki að skapa sér atvinnu. Umsókn er fyllt út á vef bæjarins www.hafnarfjordur.is, á Mínar síður. Umsóknarfrestur er til með 30. september 2015. Fjölskylduþjónusta Hafnarfjarðar Strandgötu 6 220 Hafnarfjörður STYRKIR VEGNA NÁMSKOSTNAÐAR OG VERKFÆRA- OG TÆKJA- KAUPA FATLAÐS FÓLKS Hreint vatn eru lífsgæði sem við tökum sem gefnum. Kalda vatnið úr Kaldá er sjálfrennandi og kemur í kranann án þess að við séum svo mikið að leiða hugann að því, svo sjálfsagt er það í hugum okkar enda hefur upp sprettan þjónað okkur í næstum 100 ár. Vatns bólin í Kaldár botnum sækja vatn í Kaldár straum sem síðan tengist Vatns enda krik um sem er sameign sveit arfélaga á höfuð­ borgarsvæðinu Orkustofnun hefur nú sam­ kvæmt úrskurði dags. 17. ágúst 2015 heim ilað aukna vatns töku til Orkuveitu Reykjavíkur og Vatnsveitu Kópavogs í Vatns­ endakrikum í samræmi við inn­ senda beiðni þessara sveit ar­ félaga dags. 24. apríl 2013. Reikni líkön sýna að þessi ákvörð un mun hafa veruleg áhrif á vatnsbúskap Hafnarfjarðar og við því þarf að bregðast. Aukin vinnsla úr Vatnsendakrikum sæti umhverfismati! Hafnarfjarðarkaupstaður hefur mótmælt því að heimild Orku­ stofnunar til aukinnar vinnslu úr Vatnsendakrikum sæti ekki um ­ hverfismati og bíð ur eftir úrskurði hjá úrskurð­ arnefnd Skipu lags­ stofnunar. Fyrir liggur að svo mikil aukn ing vatns töku úr Vatns­ enda krik um eins og Orkustofnun hefur nú heimilað Orkuveitu Reykjavíkur og Vatns­ veitu Kópa vogs mun hafa veruleg áhrif á vatnsstöðu í lögsögu Hafnarfjarðar en þau reiknilíkön sem lögð hafa verið fram um hugsanleg áhrif sýna að vatns­ búskapur í landi Hafnar fjarðar mun breytast verulega verði þessi áform að óbreyttu og vatns­ yfirborð lækka bæði í Kaldá og t.d. Hval eyrarvatni auk þess sem fyrir liggur að í stað þess að Hafnarfjörður hafi sjálfrennandi vatn eins og nú er að öllu jöfnu þá muni koma til þess að dæla þurfi drykkjarvatni til bæjarbúa. Vatn er sameiginleg auðlind Nýtt svæðisskipulag vatns­ vernd ar á höfuðborgarsvæðinu tók gildi um mitt þetta ár Skipu­ lagið saman stendur af afmörkun verndar svæða og samþykkt nr. 636/1997 um verndarsvæði vatns bóla á höfuð borgarsvæðinu en ýmsar breyt ingar hafa orðið á laga umhverfi og þróun land nýtingar í nágrenni verndarsvæða sem gefa tilefni til endurskoð­ unar. Með þessari end­ ur skoðun er ekki lengur um sérstakt svæðis­ skipulag vatns verndar að ræða heldur mun afmörkun vatns verndar ásamt samþykkt um vernd arsvæði vatns­ bóla verða hluti af svæðis­ skipulagi höfuð borgarsvæðisins. Það er því enn mikilvægara en áður að virkja samráð milli hagsmunaaðila um umgengni og nýtingu á þessari mikilvægu sameiginlegu auðlind okkar sem vatnið er. Þar þarf að huga að heildarnýtingu á sem hagkvæm­ astan hátt, sporna við sóun, fram­ kvæma umhverfismat og gæta jafnræðis milli svæða. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs. Helga Ingólfsdóttir Kalda vatnið úr Kaldá Komdu í Karate Byrjendanámskeiðin hefjast 1. september. Æfingar byrjenda á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18 Nánari upplýsingar á www.kdh.is Samkvæmt manntali sem Hagstofa Íslands gerði 31. desember 2011 voru 12,8% íbúa Íslands eldri borgarar, 65 ára og eldri. Atvinnuþátttaka eldri borgara er mikil hér á landi. Alls náði hún 20,6% í árslok 2011 þegar allir 65 ára og eldri voru taldir. Í aldurshópnum 65­69 ára var atvinnuþátttakan 53,2% en 5,7% hjá sjötugum og eldri. Alls voru 9,2% eldri borgara á stofnun, einkum stofnunum fyrir aldraða. Hlutfallið eykst eftir aldri. Um 30% þeirra sem eru á aldrinum 85­89 ára dvöldust á stofnun en yfir helmingur níræðra og eldri. 2.711 eldri borgarar Í Hafnarfirði voru 2.711 eldri borarar 31. desember 2011, 1.258 karlar og 1.453 konur. Voru íbúar þá 26.204 og eldri borgarar því 10,3% íbúanna. Fæstir á Völlum Hlutfallslega flestir eldri borgarar búa í Laugardal austur í Reykjavík en hlutfallslega fæstir búa á Völlum í Hafnarfirði eða 3,9% íbúanna þar. Í tölum Hagstofunnar er Hafnarfirði skipt í fjóra hluta, Velli, Hafnar­ samtals eldri borgarar hlutfall Hafnarfjörður 26.204 2.711 10,3% Vellir 4.281 166 3,9% Hafnarfjörður suður 7.310 748 10,2% Setberg og Ásland 5.707 296 5,2% Hafnarfjörður norður 8.906 1.501 16,9% Íbúafjöldi í Hafnarfirði 31. desember 2011.Íbúafjöldi í Hafnarfirði 31. desember 2011. Hlutfallslega fæstir eldri borgarar á Íslandi eru á Völlum Hlutfallslega flestir í Laugardalnum í Reykjavík fjörð suður, Setberg og Ásland og Hafnarfjörð norður. Í suður­ hlutanum eru 10,2% íbú anna eldri borgarar, 5,2% íbúa Set­ bergs og Áslands en hæst hlutfall eldri borgara, 16,9%, býr í norðurhluta Hafnar fjarðar. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.