Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.09.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 17.09.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015 Það er ekki að ástæðulausu að samþykkt hefur verið að gera verk lagsreglur vegna skipulags­ mála og íbúasamráðs og einnig að vinna að nýrri upplýsinga­ stefnu fyrir Hafnarfjarðarbæ. Það væri að æra óstöðugan að telja upp þau skipti sem hér í Fjarðarpóstinum hefur verið gerðar athugasemdir við upplýsingamál hjá Hafnarfjarðarbæ. Spurt hefur verið hvers vegna verið sé að skrifa fundargerðir ef þær innihalda engar upplýsingar um það sem gerst hafi á viðkomandi fundi. Einhverju hefur verið áorkað og birting fylgiskjala með fundargerðum var stórt skref fram á við þó enn megi gera betur – miklu betur. Íbúar hafa misst trúna á skipulagsmálum og telja margir ekki þýða neitt að gera athugasemdir, ekki sé neitt mark tekið á þeim. Telja menn að stjórnmálamenn leggist flatir fyrir peningamönnunum sem vilja græða sem mest á því að troða meiru og meiru á hverja lóð, oft í hrópandi ósamræmi við gildandi skipulag. En fólk skilur ekki af hverju svo oft er látið að vilja peninga mannanna því enginn trúir því að mútur séu bornar á fólk. Það sé liðin tíð að borið sé heim til þeirra sem ráða, koníaks­ flöskur, matarkörfur svo ekki sé talað um mikil framlög í kosningasjóði eins og þekktist hér áður en reglur um birtingu styrkja voru samþykktar. Það kom í ljós að það voru nær eingöngu byggingar verktakar sem lögðu fé í kosningasjóði stóru flokk anna! Því ber að fagna að gerðar séu nýjar verklagsreglur um vinnslu á skipulagi hér í bæ og samskipti við íbúa. Hér í bæ er „blettaskipulagt“ eins og enginn sé morgundagurinn og er miðbærinn gott dæmi um slíkt. Hlýtur það að vera vilji stjórnmálamannanna að hætta slíkum skrípaleik og vinna deiliskipulag sem heldur. Það er enginn tilgangur með gerð deiliskipulags ef búast má við að því sé svo breytt á fimm mínútna fresti, allt eftir því hvernig vindar blása hverju sinni. Ekki má gleyma því að verið er að skipuleggja umhverfi bæjarbúa og því mikilvægt að það sé gert í góðu samráði og sátt við bæjarbúa. Gögn þurfa að vera skiljanleg almenningi og allar breytingar þurfa að vera vel afmarkaðar og rökstuddar. Gaman væri ef Hafnarfjarðarbær yrði fyrirmyndarbær í skipulags­ málum! Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudagur 20. september Sunnudagaskóli kl. 11 Gospelguðsjónusta kl. 20 Friðrik Karlsson gítarleikari og Þorbergur Ólafsson slagverksleikari leiða tónlistina. Kynningarfundur á starfi eldri borgara miðvikudaginn 23. september Sigurjón Pétursson segir frá reiðhjólaferð yfir Bandaríkin í máli og myndum Tónlist: Svavar Knútur www.astjarnarkirkja.is Sunnudagur 20. september Messa og sunnudagaskóli kl. 11 MÁNUDAGUR: Tíu Til Tólf ára starf í Vonarhöfn kl. 16.30 -18 MIÐVIKUDAGUR: Morgunmessa kl. 8.15 FIMMTUDAGUR: Foreldramorgnar í Vonarhöfn kl. 10 - 12 Handavinnukvöld Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju Vonarhöfn kl. 20 www.hafnarfjardarkirkja.is www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565-9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898-5765 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA Víðistaðakirkja Sunnudagur 20. september Messa kl. 11 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson. Samskot til stuðnings starfi Hjálparstofnunar kirkjunnar með flóttafólki Sunnudagaskóli kl. 11 Biblíusögur, bænir, fjörug lög, föndur og skemmtilegir leikir. Nebbi kíkir væntanlega í heimsókn! Fjölbreytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri, fer fram uppi í suðursal kirkjunnar. Kaffi, djús og kex að guðsþjónustum loknum. Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12:00 súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. www.vidistadakirkja.is Sunnudagurinn 20. september Sunnudagaskóli kl. 11 Kvöldvaka kl. 20 Yfirskrift kvöldvökunnar er Þakklæti. Erna Blöndal syngur falleg lög og sálma, Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar á píanó og Guðmundur Pálsson á bassa. MIÐVIKUDAGAR: Foreldramorgnar kl. 10-12 Krílakór yngri kl. 16.30 (2-3ja ára í fylgd með fullorðnum) Krílakór eldri kl. 17-17.40 (4ra-5 ára) Skráning í síma 565 3430 Kirkjukórinn – æfing kl. 18:30 FIMMTUDAGAR: Krílasálmar í kirkjunni kl. 10:30 (stund fyrir ungbörn og foreldra) Sjá nánar á www.frikirkja.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.