Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.09.2015, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 17.09.2015, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015 Deiliskipulag fyrir lóðina Stekkjarberg 9 virðist ætla að verða mikið deilumál þar sem stórar yfirlýsingar hafa fallið. Formaður skipulags­ og bygg­ ingar ráðs segir í bréfi til Fjarðar­ póstsins að farið sé með rangt mál þegar sagt er að ekkert deili­ skipulag sé til af þessari lóð. Skipulag hafi verið samþykkt 2005. Þetta stangast á við fund­ argerð frá kynningarfundi um málið í maí þar sem haft er eftir skipulagsfulltrúa bæjarins að það skipulag hafi ekki öðlast gildi. Eftir fyrirspurn til skipulags­ fulltrúa nú í vikunni upplýsir hann að fullyrðing hans hafi verið röng, auglýsing hafi birtst í B­deild Stjórnartíðinda en það hafi ekki gerst fyrr en nokkuð eftir að skipulagið var samþykkt. Reyndar nær málið nokkuð langt aftur en árið 1992 er sam­ þykkt skipulag af svæðinu þar sem lóðirnar Lindarberg og Skálaberg (nú Stekkjarberg 9 og 11) eru sérmerktar og tekið fram að deiliskipulagi fyrir þær lóðir væri frestað. Með breytingu á því deiliskipulagi 1993 er ekki minnst á þessar lóðir og því ekkert sem bendir til þess að þær hafi verið teknar til skipulags. Því er hægt að segja að lóðirnar hafi aldrei verið skipulagðar. Skv. upplýsingum frá Skipulags­ stofnun er skipulagi af einstökum lóðum ekki frestað í dag og því þurfi ekki að vera ólöglegt að gera breytingu á einni lóð í deiliskipulagi. Það sé þó ekki góð framkvæmd og eðlilegast hefði verið að deiliskipuleggja þær lóðir sem þarna liggja sam­ an. Nágrannar undrast lætin við að koma málinu í gegn og ekki síst að tillagan um að breyta einbýlis­ húsalóð í 13 íbúða lóð hafi kom­ ið frá skipulagsfulltrúa bæjarins en hann hafi upplýst það á um ræddum kynningarfundi. Telja þeir undar legt að ekki sé tekið tillit til þeirra sjónarmiða og mótmæla sem afhent hafi verið á tveimur undir skriftar­ listum. Skipulags­ og byggingarráð samþykkti nýja deiliskipu lags­ tillögu sem gerir ráð fyrir 13 íbúðum á tveimur hæðum í stað þriggja hæða og var tillagan send til staðfestingar í bæjarstjórn. Bæjarstjórn endursendi málið í skipulags­ og byggingarráð sem samþykkt það á ný og það var til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar í gær, eftir að Fjarðarpósturinn fór í prentun. „Ekki góð framkvæmd“ Deiliskipulag samþykkt þrátt fyrir hörð mótmæli og undirskriftarlista Aukin heimahjúkrun 200 milljónir kr. aukalega fyrir allt landið Stefnt er að því að auka heimahjúkrun um allt land og stuðla að jafnara þjónustustigi, hvort sem þjónustan er veitt á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs verða framlög til heimahjúkrunar aukin um 200 milljónir króna. Kristján Þór Júlíusson heil­ brigðisráðherra segir stefnu heil­ brigðisyfirvalda þá að unnt verði að veita þjónustu heimahjúkrunar allan sólarhringinn, alla daga ársins um allt land: „Þótt heilsu fólks hraki með aldrinum vilja aldraðir upp til hópa búa á eigin heimili sem lengst. Hve lengi það er hægt ræðst að miklu leyti af því hve mikla hjúkrun og aðstoð fólk getur fengið heima hjá sér. Ef vel er staðið að þessum þætti í þjónustu við aldraðra dregur úr þörf fólks fyrir dvöl á hjúkrunarheimili. Að mínu mati er þetta réttlætismál og mikilvægt hagsmunamál samfélagsins alls,“ segir heilbrigðisráðherra. Getum bætt við okkur verkefnum Frí ástandsskoðun föst verðtilboð Sími 693 9053 - Atli Knattspyrna: 19. sept. kl. 17.15, Valbj.völlur Þróttur R ­ Haukar 1. deild karla 20. sept. kl. 16.30, Kópavogur Breiðablik ­ FH úrvalsdeild karla Handbolti: 17. sept. kl. 19.30, Kaplakriki FH - ÍR úrvalsdeild karla 17. sept. kl. 20, Hlíðarendi Valur ­ Haukar úrvalsdeild karla 19. sept. kl. 16, Fylkishöll Fylkir ­ FH úrvalsdeild kvenna 20. sept. kl. 16, Ásvellir Haukar - ÍBV úrvalsdeild karla 20. sept. kl. 18.15, Ásvellir Haukar - Fjölnir úrvalsdeild kvenna Knattspyrna úrslit: Konur: Haukar ­ Selfoss: 24­26 FH ­ KA/Þór: 15­15 Karlar: Þróttur R. ­ Haukar: 1­1 FH ­ ÍBV: 3­1 Haukar ­ BÍ/Bolungarvík: 2­2 Handbolti úrslit: Konur: Grótta ­ FH: 33­26 Karlar: Grótta ­ FH: 33­26 Haukar ­ Bozen Loacker: 30­24 Bozen Loacker ­ Haukar: 17­13 Víkingur ­ Haukar: 19­28 FH ­ Fram: 23­21 Íþróttir Klúður ritstjórans Leiðrétting Breytingar eru gerðar út fyrir mörk lóðar nr. 9 við Stekkjarberg án þess að á það sé minnst í texta á deiliskipulagsuppdrættinum. Frístundaheimili Knattspyrnufélagsins Hauka Óskum að ráða starfsmann í 50% starf á Frístundaheimili Hauka að Ásvöllum Leitað er eftir barngóðum einstaklingi sem hefur yndi af börnum, er glaðvær, reglusamur, og á gott með að starfa með öðrum Upplýsingar um starfið gefur Íris Óskarsdóttir í síma 788 9200, netfang iris@haukar.is Ritstjóra Fjarðarpóstsins varð heldur á í messunni þegar hann sagði að ÍBV hafi orðið Íslands­ meistara síðast en Haukar bikar­ meistarar. Leit hann í röng gögn á síðu HSÍ og lýsti lokum Íslands mótsins í fyrra, eða 2014 en ekki 2015. Beðist er velvirð­ ingar á þessu. Auðvitað átti rit­ stjórinn að vita betur hafandi birt mynd af Íslandsmeisturunum á forsíðu Fjarðarpóstins 13. maí sl. En á síðasta Íslandsmóti urðu Haukar í 5. sæti en ÍBV í 7. FH endaði í 4. sæti en ÍR í 3. sæti. Í úrslitakeppninni slógu Haukar FH út og síðan Val á leið sinni á toppinn. Í úrslitunum sigruðu Haukar svo Aftureldingu í þremur leikjum og hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum. ÍBV sló svo Hauka út í bikarnum og urðu bikarmeistarar. Allar upplýsingar eru á hafnarfjordur.is Taktu þátt í HREYFIVIKU Í HAFNARFIRÐI 21. til 27. september UMFÍ Hreyfivika Tónlistarskólinn Ósátt með skerðingu sumarlauna Kennarar í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hafa í erindi til Bæjarstjórnar dags. 22. maí sl. lýst yfir megnri óánægju með þá ákvörðun bæjaryfirvalda að skerða sumarlaun kennara skól­ ans sem tóku þátt í verkfalli Félags kennarar og stjórnendar í tón listarskólum á haustönn 2014. Velferð og árangur nemenda að leiðarljósi Telja kennarar að ekki hafi verið litið til þeirrar staðreyndar að flestir kennarar hafi lagt á sig ómælda vinnu eftir verkfall til þess að starf Tónlistarskólans gengi sem eðlilegast fyrir. Segja þeir að öll þessi ólaunaða auka vinna hafi að sjálfsögðu verið unnin með velferð og árangur nemenda að leiðarljósi. Lóðarmörk skv. skipulagi frá 1993 Lóðarmörk

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.