Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Page 12
Tímarit Máls og menningar blaðsíður. Blöðin eru 42 sentímetrar á hæð og 24 sentímetrar á breidd, en leturflöturinn 32 sentímetrar á hæð, en 23 á breidd. Skriftin er tvídálkuð, jafnt og fallegt settletur, hæfilega bundið, svo að auðlesið má heita hverju barni. Upphafsstafir kapítula eru lýstir, þ. e. prýddir með ýmiss konar skrauti eða myndum með ýmsum litum, og er sérstaklega vandað til þess skrauts, þar sem sögur hefjast. Og ekki er minnst um það vert, þegar hugsað er til hinna hörmulegu örlaga íslenzkra skinnbóka, að þetta mikla handrit er varðveitt stráheilt, svo að þar vantar ekkert blað og það er hvergi svo máð, að torvelt sé að lesa. Er óhætt að fullyrða, að þessi meðferð sé einstök og sýni, að bókin var alla tíð í höndum þeirra manna, sem kunnu að meta hana sem kjörgrip og ættargrip. Við vitum líka meira um Flateyjarbók en aðrar fornar skinnbækur, hvar og hvenær hún var rituð, nöfn allra eigenda hennar í hálfa þriðju öld, jafnvel nöfn prestanna, sem skrifuðu hana og skreyttu. Formálinn byrjar: „Þessa bók á Jón Hákonarson“ — og er síðan nokkur greinargerð fyrir efni og skrifurum. Jón Hákonarson var bóndi í Víðidals- tungu í Húnavatnsþingi, fæddur 1350 og dáinn skömmu eftir 1400, ef til vill í plágunni miklu. Aftan við þennan gamla formála er skrifað miklu síðar: „Þessa bók á eg Jón Finnsson að gjöf míns sáluga föðurföðurs Jóns Björns- sonar, svo sem bevísingar til finnast skulu, en var mér af mínum sáluga föð- ur, Finni Jónssyni sjálfum, persónulega afhent og í þeirri meiningu til eignar fengin. Til merkis mitt nafn hér fyrir neðan: Jón Finnsson með eigin hönd.“ Þrír síðustu eigendur bókarinnar á íslandi, Jón Björnsson, Finnur Jónsson og Jón Finnsson, bjuggu í Flatey á Breiðafirði, og þegar Jón Finnsson skrif- aði þetta, hefur hann vissulega ekki ætlað sér að farga þessari gjöf afa síns. Brynjólfur biskup Sveinsson, sem hafði fengið fyrirmæli konungs, Frið- riks III., að útvega honum fornar skinnbækur, sótti fast á og bauð fyrir bók- ina fimm hundruð í jarðeignum. En Jón Finnsson vildi ekki meta hana til fjár. Þegar biskup vísíteraði í Flatey 1647, fylgdi Jón honum til skips og gaf honum bókina. Brynjólfur sendi hana konungi nokkru síðar 1656, að því er venjulega er talið, svo að hún hefur nú verið í Danmörku um það bil 315 ár. Aðalefni Flateyj arbókar er Noregs konunga sögur, en auk þess lét Jón Há- konarson rita aðra mikla skinnbók með íslendinga sögum, sem seinna var kennd við Vatnshorn í Haukadal og nefnd Vatnshyrna. Hún er nú að mestu glötuð nema í pappírsuppskriftum. Þessar tvær bækur mega heita heilt bóka- 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.