Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Blaðsíða 17
Hjalatf við Medeu miðaldirnar einar. Helzti oft látum vér fornaldir Grikklands gera oss villu- ljós, og klassiska slikju endurfæðingartímanna glepja fyrir oss sjónir; bú- sæld Aþenumanna á dögum þeirra Akkemenesniðja og þær menntir sem frá henni eru runnar verða seint annað en skammur kafli í langri sögu, visast ekki ófróðlegur, en þó varla fróðlegri en margt annað, Grikkland sjálft aðeins lítilfj örlegur útskækill á landamærum Persaveldis. Og Grikkjum þeim sem nú lifa eru dagar Miklagarðskonunga og auturrómverska ríkisins sá tími er land þeirra átti sér frægasta sögu og menning þess stóð með mestum blóma. Og gleymum heldur ekki að frá Miklagarði eru til vor komnar hug- sjónir og vísindi húmanismans og endurfæðingartímanna. En hverfum nú í svipinn frá höfuðstað veraldar, eða þeim stað sem for- feður vorir hugðu að svo væri, vindum segl og leggjum upp í Sæviðarsund, áleiðis til Kolkis, og höfum oss Apollóníus frá Roðey að leiðsagnarmanni. Vér höfum hina sömu stefnu og Jason þá er hann fór hér um fyrir margt löngu sömu erinda, eigum þó stutta dvöl á þeim höfnum og kauptúnum norð- anlands á Tyrklandi þar sem honum þótti einsætt að koma við. Og fyrr en vonum varir erum vér komnir austur í hafsbotna, á stjórnborða eru Gúrlands strendur, þess lands þar sem eru fríðastar konur og þýðast tungutaká jarðríki: þar segja skáldin að fjallshlíðin sé rauð fyrir rós, og þar sprettur adesa, hið ljúfa vín. Ég held ég fari ekki mjög landavillt þó ég segi að vér séum hér komnir við Ey, það land er hyggði forðum hin hárfagra Kirka, máttug gyðja og máli gædd, og hafði uppi himneskan vef; en þeim fræðum mun ég aldrei gegna að Kirka hafi búið undan ströndum Latverjalands; eða hvað hefði henni getað gengið til, Helíuss dóttur og systur Eettess konungs, ættborinni í þessum eyglaðsheimi, við austræna viðhöfn og fágaða siði, að taka sér bólfestu hjá ómenntuðum skrælingjum vestur í heimi? í norðri mænir Káka- susfjall yfir landið, þar liggur Prómeþeifur endilangur bundinn á klöpp og slítur örn lifur hans óaflátlega og seðst aldrei, svo ég vísi í orð leiðsagnar- manns vors; og þá er kvöldsett er orðið, sjáum vér hvar hún flýgur yfir skipinu, ofar skýjum, og dregur súg í flugnum, þvílíkan að seglin fyllir á svipstundu. Og í næstu andrá kveður við í hömrunum af angistarkveini Prómeþeifs er örnin slítur lifrina. Vér leggjum nú skipinu upp í mynni Fasisár, eða Ríonár eins og nú er sagt — fornu nafni er enn haldið á kaupstað þeim sem stendur við ósana, Potí, og beinum róðurinn áleiðis til Kútaísborgar, höfuðstaðar Kolkislands 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.