Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Síða 22
Tímarit Máls og menningar
anna; hún er eitt af þremur fornum menningarmálum kristinna manna í
Kákasuslöndum, og eru til á henni bókmenntir allt frá því á 5tu öld e. Kr. b.
í afskekktum fjallabyggðum norðanlands í Georgíu gengur svanska; sú þjóð
sem hana talar er nú fámenn og lítils háttar, eitthvað um 20 þúsundir manna;
en í fornöld virðast Svanir hafa verið mikil þjóð og tunga þeirra gengið
um miklu víðlendara svið en nú er. Vestur við Svartahaf, þar sem Grikkir
kölluðu forðum í Kolkis, var í fyrri daga töluð zanska, sem Georgíumenn
svo nefna, eða mingrelólazneska. Sú þjóð hefur þó smátt og smátt orðið að
þoka fyrir georgisku fólki sem fluzt hefur austan úr landi, þaðan sem Grikkir
nefndu Íberíu, vestur að sjó; nú hafa Zanir kvíslazt í tvær þjóðir, Mingreli
að norðan, Laza að sunnan og vestan, og reka Georgíumenn svo sem fleyg
á milli þeirra. Lazneska gengur nú einkanlega á Tyrklandi norðaustanvert,
fram með ströndum Svartahafs, og verður illa að henni komizt með því að
tyrkneskum valdsmönnum er lítið gefið um hnýsna lærdómsmenn. Á þessum
stöðvum hafa Lazar lengi verið í nábýli við Grikki, allt þar til að Kemal
Atatúrk lét uppræta þá þjóð í löndum sínum árið 1922, og fjöldi manna hefur
þá verið hér tvítyngdur og mælt bæði á grísku og laznesku; þegnar gríska
keisarans í Trapezúnt í lok miðaldanna hafa efunarlaust verið að miklu leyti
lazneskir að kyni. Fyrir norðan landamærin búa Georgíumenn nú nálega
einir, nema hvað í Adjaríu við Batúmí eru nokkur laznesk þorp og svo ein-
hver reytingur af grísku fólki í sj óplássunum. En á þeirri tíð er Jason var
hér á ferð hefur zönsk tunga eða mingreló-laznesk verið mál landsmanna,
og ég hef það fyrir satt að þær frænkur Kirka og Medea hafi mælt á zanska
mállýzku; en að vísu hefur þá verið svo lítill munur á kartvelsku málunum
að tal manns austan úr landi hefur hæglega skilizt vestur við Svartahaf.
Hvorki Lazar, Mingrelir né Svanir eiga sér ritað mál svo heitið geti; um
Laza þarf ekki að fjölyrða, þeir búa á Tyrklandi; Svanir eru lítil þjóð og
lífernishættir þeirra hafa löngum verið fábrotnir. En Mingrelir eru fjölmenn
þjóð eftir því sem hér gerist, líklega eitthvað 3—4 hundruð þúsunda, og
En væri ekki hægt að halda áfram ítölsku afbökuninni og nefna þjóðina á íslenzku
Gyrgi eða Gyrginga og landið Gyrgland eða Gyrgingaland; lýsingarorð yrði þá gyrgskur
eða gyrgverskur (sbr. gyðverskur um þann hlut sem heyrir Gyðingum), gyrgversk tunga.
Og mætti með því losna við endinguna -iskur í orðinu georgiskur, en hún er mesta ólán.
Ekki er heldur vanalegt að nefna heiiar þjóðir -menn á íslenzku, nema þá um er
rætt ósiðaðar skrælingjaþjóðir sem skjaldan ber á góma hjá menntuðu fólki (Banda-
ríkjamenn, Búskmenn og þar frameftir); — Norðmenn eru hér alveg sér á parti. Aftur
má vitaskuld hafa orðið menn að viðskeyti þá nefndir eru innansveitarmenn einhvers
staðar: Hreppamenn, Aþenumenn; en af þeim orðum er engin lýsingarorð hægt að draga.
12