Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Síða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Síða 30
Tímarit Máls og menningar til eftirbreytni síðari mönnum. Um daga Evþýmíosar og lærisveina hans standa áhrif Býzansmanna sem hæst í georgisku menntalífi, og frá honum öðrum fremur er runnin hin gríska stefna í bókmenntum landsins. Georgía var í upphafi kristnuð frá Sýrlandi, svo sem fyrr er frá sagt, vísast að nokkru leyti með tilbeina ermskra trúarboða, og ítök Sýrlendinga og Ermlendinga í kirkjunni voru í fyrstunni mikil. Þetta breytist þó þegar kemur fram á miðaldirnar og umskipti verða á högum ríkjanna; kristnin klofnar langsum og þversum, þjóðkirkjurnar segja skilið við Miklagarðsmenn; Serkir brjótast til landa, og nýr siður gengur í garð. En um allar þessar aldir halda Georgíumenn trygðum við grísku kirkjuna, og hafa gert allt til þessa dags, þó þeir syngi að vísu tíðir á tungu sjálfra sín. Grísk kristni og grísk menning lætur nú óðum meira til sín taka, og grískar bókmenntir æxla áhrif sín. En jafnframt þessu eflist þjóðernishugur landsmanna, ekki hvað sízt í styrjöldum við heimsríki Mahómeðsmanna, Serki og síðar Tyrki, og beinist nú einatt að nágrenndarþjóðunum, einkanlega Ermlendingum; en þeir höfðu ekki, vega ófriðar sem þeir áttu við Persa, komizt á kirkjuþingið í Kalkedon árið 451, þar sem mónófýsítar voru fyrirdæmdir, og lentu fyrir bragðið í annarri sveit. Ég skal nú ekki þreyta lesendurnar á löngum nafnaskrám, og minnist hér aðeins á einn mann: Jóhannes Petrítsí (d. eitthvað um 1125). Bæði með frumlegum heimspekiritum og útlagningu grískra bóka hefur hann reynt að greiða götu fyrir því sem þá bar hæst í hugsun og vísindum Grikkja. Hann er uppi á blómaskeiði býzanskrar endurfæðingar, — hann bjó langan tíma í nágrenni við Miklagarð, í Petrítsoníklaustri í Búlgaríu; nú verður það æ tíðkanlegra að menn leiti á vit gömlu heimspekinganna, Aristótelesar og síðar Platons, eða öllu heldur nýplatónskra höfunda, en þeir höfðu þá um langan aldur verið lítt kunnir og reyndar ekki nema úr útdráttum fyrri tíða guð- fræðinga. Útleggingar Jóhannesar Petrítsís á ritum Aristótelesar eru nú fyrir löngu farnar forgörðum; aftur eru þýðingar hans á Frumpörtum guðfræð- innar eftir Proklos Díadokos og riti Nemesíosar frá Edessu Um manneðlið enn til, og svo — og það er mest um vert — skýringar hans við rit Proklosar. Jóhannes Petrítsí fer allt aðrar götur í útleggingum sínum en Evþýmíos hafði gert; hann reynir sem frekast hann má að snúa frumtextunum orð eftir orð, og verður úr þessu hálfgerð gríska í georgiskum búningi; og nú með því að þessi mál eru næsta ólík, er ekki við öðru að búast en orðfæri 20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.