Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Page 35

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Page 35
SverrÍT Kristjánsson Parísarkommúnan i. Ef æskumenn nútímans væru að því spurðir hvað væri kommúna mundi svarið sennilega verða eitthvað á þessa lund: kommúna er nýtt samlífsform, er sprengir ramma hins þrönga og eigingjarna borgaralega fj ölskyldulífs og miðar að félagslegum sambúðarháttum og sammannlegri lífsvitund. í sögu okkar aldar eru kínversku kommúnurnar frægastar, búskaparlag samyrkj- unnar. En kommúna sú, sem hér verður gerð að umtalsefni er af allt öðrum toga. Orðsins og hugtaksins er að leita aftur í miðaldir og táknaði samfélag eiðsvarinna borgara, er nutu sjálfræðis og sjálfstjórnar að meira eða minna leyti, sögulegur nýgróður innan lénsskipulagsins, í fyrstu mjór en mikils vísir, og ekki alltaf litinn hýru auga af valdstéttum þeirra tíma. Enskur klerkur og krönikuskrifari lýsti fyrirbærinu með þessum orðum: Communia est tumor plebis, timor regis, tepor sacerdotii — kommúna veldur upphlaupi með lýðnum, skelfingu í konungsríkjum og upplausn hinnar geistlegu stétt- ar. En Parísarkommúnan, sem nú á aldarafmæli, dregur nafn af byltingar- sinnaðri borgarstjórn Parísar, sem tók völd eftir að Bastiljukastalinn var jafnaður við jörðu 14. júlí 1789 og hélt þeim fram á árið 1795 — la commune de Paris. Minningarnar um hina miklu frönsku stjórnarbyltingu mörkuðu mjög svipmót Parísarkommúnunnar, sem stofnuð var 18. marz og kæfð í blóði 28. maí 1871. í tveimur byltingum 19. aldar höfðu Parísarverkamenn haft sig mjög í frammi, í júlí 1830 og í febrúar 1848. Þeir hlóðu götuvígin og börðust við herinn. En þeir höfðu ekki erindi sem erfiði. í júlíbyltingunni fengu þeir ekki einu sinni kosningarétt. En í febrúar 1848 ætluðu þeir ekki að brenna sig á sama soðinu. Eftir óslitna konungsstj órn síðan 1815 var Frakkland lýst lýðveldi og almennur kosningarréttur leiddur í lög. En verkalýðsstéttin vildi gæða þetta lýðveldi nýju inntaki, félagslegu inntaki; til viðbótar almennum mannréttindum kröfðust verkamenn að viðurkenndur yrði rétturinn til vinnu. í fyrsta skipti í sögunni báru verkamenn fram stéttarkröfu, sem í rauninni 25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.