Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Page 35
SverrÍT Kristjánsson
Parísarkommúnan
i.
Ef æskumenn nútímans væru að því spurðir hvað væri kommúna mundi
svarið sennilega verða eitthvað á þessa lund: kommúna er nýtt samlífsform,
er sprengir ramma hins þrönga og eigingjarna borgaralega fj ölskyldulífs og
miðar að félagslegum sambúðarháttum og sammannlegri lífsvitund. í sögu
okkar aldar eru kínversku kommúnurnar frægastar, búskaparlag samyrkj-
unnar. En kommúna sú, sem hér verður gerð að umtalsefni er af allt öðrum
toga. Orðsins og hugtaksins er að leita aftur í miðaldir og táknaði samfélag
eiðsvarinna borgara, er nutu sjálfræðis og sjálfstjórnar að meira eða minna
leyti, sögulegur nýgróður innan lénsskipulagsins, í fyrstu mjór en mikils
vísir, og ekki alltaf litinn hýru auga af valdstéttum þeirra tíma. Enskur
klerkur og krönikuskrifari lýsti fyrirbærinu með þessum orðum: Communia
est tumor plebis, timor regis, tepor sacerdotii — kommúna veldur upphlaupi
með lýðnum, skelfingu í konungsríkjum og upplausn hinnar geistlegu stétt-
ar. En Parísarkommúnan, sem nú á aldarafmæli, dregur nafn af byltingar-
sinnaðri borgarstjórn Parísar, sem tók völd eftir að Bastiljukastalinn var
jafnaður við jörðu 14. júlí 1789 og hélt þeim fram á árið 1795 — la commune
de Paris. Minningarnar um hina miklu frönsku stjórnarbyltingu mörkuðu
mjög svipmót Parísarkommúnunnar, sem stofnuð var 18. marz og kæfð í
blóði 28. maí 1871.
í tveimur byltingum 19. aldar höfðu Parísarverkamenn haft sig mjög í
frammi, í júlí 1830 og í febrúar 1848. Þeir hlóðu götuvígin og börðust við
herinn. En þeir höfðu ekki erindi sem erfiði. í júlíbyltingunni fengu þeir
ekki einu sinni kosningarétt. En í febrúar 1848 ætluðu þeir ekki að brenna
sig á sama soðinu. Eftir óslitna konungsstj órn síðan 1815 var Frakkland lýst
lýðveldi og almennur kosningarréttur leiddur í lög. En verkalýðsstéttin vildi
gæða þetta lýðveldi nýju inntaki, félagslegu inntaki; til viðbótar almennum
mannréttindum kröfðust verkamenn að viðurkenndur yrði rétturinn til vinnu.
í fyrsta skipti í sögunni báru verkamenn fram stéttarkröfu, sem í rauninni
25