Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Qupperneq 37

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Qupperneq 37
Parísarkommúnan inu. Hver bankinn á fætur öðrum óx úr grasi og dældi fénu í iðnaðinn, og kauphöllin í París var um stund hin fremsta í heimi. Að sjálfsögðu fjölgaði verkamönnum í sama mund og vöxtur hljóp í iðju og viðskipti. Árið 1846 voru verkamenn Parísar um 342.000 að tölu, en 1872 töldust þeir 550.000. En þó vekur það athygli manna, að þrátt fyrir þennan óðavöxt er Frakkland enn sem fyrr hið klassíska land smáborgarans, bóndans, smákaupmannsins og handverksmannsins. Á tuttugu árum fækkar sveitafólki úr 74 í 69% af allri þjóðinni og má það teljast furðulega hæggeng þróun í landi, sem lifði iðnbyltingu sína á þessu árabili. Maður sem bar nafn Napóleons mikla gat að sjálfsögðu ekki setið á frið- stóli. En hann var maður hins ódýra sigurs, hikandi, lagði að jafnaði ekki mikið undir. Krímstríðið og Ítalíuherförin eru dæmi um stríð hans, úrslitin nánast gefin fyrirfram, sama máli gegnir um nýlendustríð hans í Asíu og Afríku. Það er ekki fyrr en undir lokin, að honum fer að förlast sýn og fatast í leikhlutverki sínu. Á seinni áratug keisaraveldisins fóru franskir verkamenn að bæra á sér og fyrir þeirra atbeina tóku stoðir einræðisins að gliðna, hin borgaralega stjórnarandstaða lýðveldisins varð háværari og hugrakkari. Á sínum pólitísku sokkabandsárum hafði Napóleon skrifað bækling um afnám fátæktarinnar. Þegar hann var orðinn þjóðhöfðingi lét hann ráðast í miklar opinberar framkvæmdir til að vinna hylli verkamanna og draga úr atvinnuleysinu. Hann bannaði verkföll og verkalýðsfélög, en leyfði samtök til gagnkvæmrar hjálpar, sem störfuðu undir eftirliti ríkisins og erindreka þess. Það lítur raunar út fyrir, að keisarinn hafi ekki borið líkan ótta fyrir verka- mönnum og hin borgaralega stjórnarandstaða frjálslyndu flokkanna. Árið 1862 gerðu prentarar verkfall og margir þeirra voru handteknir og dæmdir til fangelsisvistar vegna ólöglegra samtaka, en keisarinn náðaði þá. Sama ár var verkamannanefnd send á heimssýninguna í Lundúnum á ríkisins kostnað. Tveimur árum síðar eru lögin, sem bönnuðu verkalýðssamtök, afnumin. Um þetta leyti sáust þess mörg merki, að verkalýður Evrópu var að rétta sig úr þeirri beyglu, sem hann hafði verið í síðan byltingin 1848 fjaraði út. Merkasti viðburðurinn var stofnun Alþjóðlega verkamannasambandsins, eða I. Internationale, svo sem það nú kallast jafnaðarlega. Það var 28. sept. 1864 að þessi sögufrægi fundur var háður í Lundúnum. Karli Marx var falið að semja ávarp sambandsins og hann leysti verkefni sitt af mikilli diplómatískri snilli. Verkalýður Evrópu var á þessum árum sannarlega ekki einlit hjörð, meðal hans ríktu hinar fjölskrúðugustu skoðanir. Það var næsta erfitt að sameina í alþjóðlegt félag brezka verkalýðsleiðtoga, franska byltingarsinna, 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.