Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Qupperneq 39

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Qupperneq 39
Parísarkommúnan franska stjórnin sagði Þjóðverjum stríð á hendur. Þetta var hið langþráða tækifæri, sem Bismarck hafði beðið eftir, Hann hafði sett upp gildruna og keisarinn gengið í hana. í styrjöld þessari kom í ljós hin voðalega spilling, sem fylgt hafði keisara- dæminu frá fæðingu þess. Spillingin í fjármálum Frakklands hafði löngum verið víðfræg, hvert fj ármálahneykslið hafði rekið annað á tuttugu ára valdaferli keisarans, en nú varð öllum ljóst, að spillingin hafði einnig hreiðr- að um sig í franska hernum. Þessi meginstoð Napóleons, sem hann hafði jafnan getað treyst, þegar bæla þurfti niður óeirðir heima fyrir, reyndist nú fúin niður í rót. í tveimur stórorustum var franski herinn gersigraður, hjá Sedan 2. sept. 1870, þar sem 100 þúsundir franskra hermanna voru teknir til fanga, og hjá Metz 27. sept. þegar 185 þúsund manna her var umkringdur og varð að gefast upp. En tveim dögum eftir Sedanorustuna, 4. sept. hafði Parísarmúgurinn risið upp sem svo oft fyrr. Nóttina áður hafði einn af forustumönnum stjórnarandstöðunnar, Jules Favre, krafizt þess að keisarinn segði af sér. Á þessum næturfundi í þinginu var þó ekki beinlinis farið fram á stofnun lýðveldis. En að morgni hins 4. sept. tóku Parísarbúar að þyrpast sam- an og allir stefndu til þinghússins. Þegar hliðið að Palais Bourbon hafði ver- ið opnað upp á hálfa gátt, stakk hermaður úr Þjóðvarðliðinu byssusting sínum í gáttina og múgurinn þusti inn í þingsalinn. Löggjafarsamkoman hafði nú verið að þinga í margar klukkustundir, en lýðurinn fyllti alla þingpalla og fór inn í salinn. Verkamenn voru þarna í meirihluta. Hrópað var: Lýðveldið! Gambetta reyndi að sefa mannfjöldann og sagði: Borgarar við lýsum því yfir, að Loðvík Napóleon Bonaparte og ætt hans hafa um aldur og ævi fyrir- gert rétti sínum til að drottna yfir Frakklandi. Þá var aftur kallað: En hvað líður lýðveldinu? Nokkru síðar var haldið til ráðhússins og því lýst yfir, að þingfulltrúar Parísarborgar tækju að sér stjórn landsins og lauk svo þessari septemberbyltingu og hafði ekki kostað eitt mannslíf. í ávarpi Alþjóðasambandsins, sem sent var vegna styrjaldarinnar, komst Karl Marx svo að orði, að frá sögulegu sjónarmiði væri þetta vamarstríð Þýzkalands, sem háð væri til þess að þýzka þjóðin mætti sameinast. En það væri skylda þýzkra verkamanna að sjá svo um, að stríðið hefði ekki í för með sér landvinninga. Þetta var ritað fyrir Sedanorustuna. En eftir hana taldi Marx, að styrjöldin hefði breytt um eðli og franska þjóðin væri í vam- arstríði. Þýzki herinn hélt áfram sókn sinni inn á Frakkland og umkringdi Parísarborg 19. sept. Franska ríkisstj órnin sem mynduð var eftir september- byltinguna taldi innan sinna vébanda menn með mjög ólíkar pólitískar skoð- 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.