Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Blaðsíða 75
Um íslenzk þjóðfrœði
Þó að kostir segulbandstækja séu þannig augljósir, eru ákveðnir annmarkar
á notkun þeirra. Sá er helztur, að margir eru feimnir í návist segulbands-
tækis, feimnari en við skriffæri. Mörg dæmi man ég þess, að þaulvanir sagna-
menn hafa nærri því verið miður sin, þegar það hefur átt að hljóðrita eftir
þeim, en ekkert verið mótfallnir því, að skráð væri eftir þeim. Þrátt fyrir
þetta eru segulbandstæki ómissandi hjálpartæki og sú líkn hefur líka lagzt
með þraut, að menn hafa vanizt þeim furðufljótt. Söfnun með segulbands-
tækjum hefur líka þann kost, að söfnunin gengur miklu fljótar og þau auð-
velda söfnun í fjölmenni. Ef hljóðritað er uppihaldslaust að nokkrum við-
stöddum, má fá sagna- og kvæðamenn til að segja frá og kveða á líkan hátt
og þeir væru eingöngu í hópi áhugasamra áheyrenda. Handritastofnun ís-
lands á nokkrar hljóðritanir af því tagi. Við þessi skilyrði geta safnarar
líka komið því vel við að athuga viðbrögð áheyrenda.
Þó að segulbandstæki séu æskilegust, halda aðrar söfnunaraðferðir sínu
gildi að ýmsu leyti, og væri illa farið, ef einhver skildi orð mín svo, að nú
dygði ekki lengur að skrá þjóðsögur, ævintýri og ýmiss konar bundið mál
að gömlum sið. 011 handrit eru Handritastofnun íslands kærkomin, og á
hún þegar nokkur handrit af þessu tagi í fórum sínum. Það hefur verið
söfnun þjóðfræða ómetanlegur styrkur allt frá upphafi, að áhugamenn hafa
ekki látið sinn hlut eftir liggja. Vonandi fer sá stuðningur fremur vaxandi
en minnkandi, og má raunar segja, að söfnun þjóðfræða sé lítt gerleg nema
með virkri aðstoð áhugamanna.
Sem stendur er höfuðverkefni íslenzkrar þj óðsagnafræði að safna af sem
mestu kappi og nákvæmni þjóðsögum og ævintýrum, en eigi að fást heildar-
mynd af frásagnarlist hinna eldri íslendinga nú á dögum, verður að safna
einnig ýmsum sagnaflokkum, sem ég gat um hér að framan, t. d. draumum,
frásögnum af dulrænum fyrirbrigðum og endurminningum, þó að þær séu
ekki blandnar neinu yfirnáttúrlegu efni. Líka er fróðlegt að rannsaka jafn-
framt áhrif bókmennta á sagnaskemmtunina. Það er vitað, að efni rímna
var sagt í óbundnu máli að mestu, — aðeins skotið inn vísu og vísu —,
íslendingasögur voru stundum sagðar, og að sögn eins heimildarmanns mins
virðist hann hafa sagt í æsku sögur, sem voru að einhverju leyti lagaðar
eftir skáldsögum Jóns Thoroddsens. Umfram allt verður að safna sem fjöl-
breyttustum og traustustum heimildum bæði um sagnaskemmtunina nú á
tímum og í nálægri fortíð, því að slíkt efni er meðal annars nauðsynlegt
til að átta sig vel á því, sem skráð hefur verið af þjóðsögum og ævintýrum
á 19. öld og fyrri hluta þessarar aldar.
5 TMM
65