Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Qupperneq 84

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Qupperneq 84
Tímarit Máls og menningar Stjórnarráðið í sextín ár Á þessari öld erils og umstangs, þegar eng- inn gefur sér tíma til eins eða neins, varla að menn hafi tóm til annars en fletta dag- blöðunum með ólundarlegum geispa, þá er æði mikið í ráðizt að gefa út á einu bretti tveggja binda sagnfræðirit, sem telur hvorki meira né minna en 992 bls. í texta, auk fróðlegra fylgirita. Þetta ber vitni mikilli bjartsýni þeirra manna, sem hafa leitazt við að hefja SögufélagiS til þeirrar reisnar, sem það skipaði áður í útgáfum íslenzkra söguheimilda, og má í því efni ekki gleyma tvíefldum dugnaði dr. Bjöms Þorsteinsson- ar. Það þarf beinlínis kjark til að lesa svo virkjamikið rit til enda, en að skrifa slíkt rit á fimm árum er afrek, sem ég treysti engum til, nema Agnari Kl. Jónssyni, nú- verandi sendiherra okkar í Osló, enda nýt ég þess að þekkja manninn persónulega frá því við gengum inn í Menntaskólann, langir og ólögulegir busar. Þetta mikla rit um StjórnarráS íslands í ríflega hálfa öld ber vitni óþrotlegri elju og vinnugleði manns, sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna og ræðst í að rita sögu þessarar stofnunar í miklum embættis- önnum.1 En hann hefur ekki sætt sig við að skrifa formlega sögu íslenzkra stjórnar- deilda, heldur hefur hann fært í búning pólitíska sögu íslands á 20. öld. Þetta verk Agnars Kl. Jónssonar hefur verið leyst með slíkum ágætum, að fram hjá því verður aldrei gengið. Ég skil ekki, að nokkur ís- lenzkur stjórnmálamaður geti komizt hjá því að hafa þessa bók á náttborði sínu. Ég skil heldur ekki í að nokkur íslenzkur blaðamaður geti skrifað af viti um íslenzk stjórnmál aldar okkar án þess að hand- fjatla bókina á vinnuborði sfnu, svo ég 1 Agnar Kl. Jónsson: StjórnarráS íslands 1904—1964. Sögufélagið 1969. Tvö bindi. 1046 bls. ekki tali um atvinnusagnfræðinga okkar, sem mega standa í geysilegri þakkarskuld við Agnar Kl. Jónsson fyrir að hafa unnið þetta frumverk í sögu íslands á okkar öld. Hér hefur jarðýta farið um frosinn svörð — og eftirleikurinn ætti að vera öðrum auðveldari fyrir bragðið. StjórnarráS fs- lands 1904—1964 er annað og meira en rétt og slétt handbók. Hún er saga aldar okkar, skrifuð af manni, sem hefur, að ég held, komizt mjög nærri hinni gullnu meginreglu Tacítusar: sine ira et studio. Fáa menn tel ég betur fallna til að skrifa sögu „Stjórnarráðsins" íslenzka en Agnar Kl. Jónsson. Saga stofnunarinnar er honum með vissum hætti í blóð borin. Faðir hans, Klemenz Jónsson, var fyrsti embættismaður hennar frá upphafi til ársins 1917, og sjálf- ur hefur Agnar Kl. Jónsson verið hagvanur á þessum slóðum í starfi og embætti. Gam- all kennari okkar beggja sagði einu sinni við mig, að Agnar Kl. Jónsson væri að skaphöfn og útliti síðasti og eini embættis- maður á íslandi, er bæri brag 19. aldar, og mér varð strax ljóst, hve satt þetta var: samvizkusemin, heiðarleikinn í málflutn- ingi, en án alls embættishroka, sem mátti þó kenna meðal kollega hans á þeirri ágætu öld. Það er alls ekki eins einfalt og margir skyldu ætla, að skipa niður efni í bók sem þá, er hér hefur verið rætt um. Sjálfum finnst mér efnisniðurröðunin hafi tekizt mjög vel. Það hefði sosum mátt skrifa þessa bók með þeim hætti að láta sér nægja að lýsa tildrögum stjórnardeilda, telja fram ráðuneyti og starfslið, og þar fram eftir götunum. Fyrir bragðið hefði bókin orðið mun styttri, orðið einskonar uppsláttarbók, sem mörgum hefði þó komið að liði. En í meðförum Agnars Kl. Jónssonar varð „Stjórnarráðið" að pólitískri sögu íslands á 20. öld — og við megum þakka guði fyrir að svo varð. Fyrir þá sök varð bókin ekki 74
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.