Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 174

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1972, Page 174
Tímarit Máls og menningar gildar ástæður fyrir þessu hléi, rétt eins og ýmsir aðrir og ónefndir hér, sem líkt er ástatt um. Á þessu tímabili mun hann þó hafa skrifað a. m.k. þrjú leikrit, þar af eitt útkomið í hók og annað flutt í útvarp. Mér er heldur ekki kunnugt um hversu langur tími honum hefur gefizt til að vinna í samhengi að því verki sem nú ligg- ur fyrir, skáldsögu nokkuð á þriðja hundr- að síður.1 Hitt virðist auðsætt, að hann vill með henni segja stóra hluti og greina frá miklum örlögum, henni er ætlað að vera uppgjör við undanfarið hálfrar aldar skeið; í ferli og athöfnum persónanna ætlast hann til að kristallist þróun í mun víðtækari skilningi en séð verði af þröng- um vettvangi bókarinnar. I þessu mun að leita skýringar á langsóttu og ívið þung- lamalegu heiti hennar. Hvað má í íljótu bragði virðast svo til- valið til slíks sem ævi og örlög rithöfundar og skálds - endaþótt fátt sé jafn útþvælt efni í bókmenntunum, langoftast með hæpnari árangri en svo, að obbanum af því sé gaumur gefandi? Skáld virðast freista skálda óaflátanlega til umfjöllunar, svo að við liggur manni finnist það stað- festa málsháttinn: Þangað vill klárinn sem hann er kvaldastur. Má vera það sé fremur efni sálfræðinga en ritskýrenda að fjalla um þá sjálfsmeðaumkun sem cinatt virðist hvetja höfunda til þessa verkefna- vals, og verður ekki nánar farið út í það hér. „Arfleifð frumskógarins“ rekur sögu Ei- lífs skálds Eilífs, lausaleiksbams sem upp vex á sléttri grund hjá siðavandri og sóma- kærri frænku til þess að verða fínn mað- ur, enda af fínni ætt, sem reyndar man fífil sinn fegri. Pilturinn kynnist Byltingunni í 1 Sigurður Róbertsson: Arfleifð jrum- skógarins. Skáldsaga. Prentsmiðja Jóns Helgasonar. 1972. 226 bls. skóla, yrkir ljóð í anda hennar og cr loks hrakinn frá námi. En frænkan kostar hann eigi að síður til náms í París, þó svo að námsdvölin virðist verða lionum til lítils gagns eða frama. Heimkominn sUndur hann uppi próflaus, félaus og frænkulaus, hugsjón Byltingarinnar kulnuð, líka hjá æskuvini sem orðinn er hissnessmaður; og skáldið tekurviðopnum náðarfaðmi Alberts nokkurs íbókaútgefanda sem er fasisti og hýðst til að kosta hann til framhaldsdval- ar erlendis. I þeirri utandvöl kemst Eilíf- ur á mála hjá nazistum, unir þó ekki þeirri vist meira en svo, cn er sífelldlega háður forleggjara sínum á Islandi, sem hefur innprentað honum Alvizkuna svonefndu og sér honum jafnt fyrir skotsilfri sem skáldsfrægð. - Líður þannig tíminn, og er stiklað mjög á stóru í sögunni, unz Eilífur skáld er undir hókarlok orð- inn nánast dauðans matur andlega, ef ekki beinlínis líkamlega, fimmtugur upp á dag. Þá hefur Albert forleggjari þeg- ar kálað sér, uppgefinn jafnt á Al- vizku, tæknidýrkun og veraldarvafstri öllu, svo og skáldi sínu, en hefur skilið þann síðameínda eftir í notalegu fjallahóteli þar sem honum er nauðugur einn kostur að horfast í augu við eigin lífshlekkingu og varla er framundan annað en dauðinn, eða það sem er öllu lakara: sturlun. Ekki er í lílið lagzt að ætla sér að gera öllu þessu efni skil í einu skáldsögubindi þótt vænt sé að vöxtum. Sagan spannar yf- ir hálfa öld, og er þó réttara að segja að sleppt sé stómm köflum úr ævi höfuðper- sónunnar og öðm fremur fjallað um upp- vöxt skáldsins og endalok. Einsætt virðist, að heilsteyptustu og bezt gerðu kaflar sög- unnar eru þeir fyrstu þar sem greinir frá upprana og bernsku Eilífs, eða allt þar til hann siglir út í heim; þá er sem hatti fyr- ir, unz sá þriðjungur bókar er eftir sem leiðir saman þræðina og markar endalokin. 316
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.