Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Blaðsíða 7
Kristín Guðmundsdóttir menta sem henni var í brjóst lagin hafði í för með sér að umhverfis hana, og þau hjón bæði, safnaðist blóminn af mentafólki og listamönn- um svo og öðrum ágætismönnum úngborinnar tíðar. Trúaðir menn og heimspekíngar sóttu þángað, meðalannars af því þar var narrast að þeim í góðu; listamenn og skáld átm þar afdrep eða innhlaup, og sumir annað heimili sitt, því þar var ekki þagað eða nöldrað, heldur rifist hátt og hlegið dátt. Þau hjón eignuðust son sem Eiður hét, afbrigðavel gerður piltur sem mér fanst vera jafnaldri minn og félagi þó hann væri áratug ýngri en ég. Þessi gáfaði piltur var augasteinn foreldra sinna. Hann heyrði einlægt fyrir sér mentaðra manna tal og hafði snemma umdæmíngarafl einsog fullorð- inn maður. En um þessar mundir varð margur úngur maður auðveld bráð hvíta dauðans sem svo var nefndur og var fylgifiskur þraungra og loft- vondra húsakynna. Hallbjörn hafði sjálfur feingið berkla en komist yfir þá; en Eiður tók sjúkdóminn snemma á mentaskólaárum, og þrátt fyrir bestu aðhlynníngu sem auðið var að veita honum, voru vísindin, eða kanski hagur þjóðarinnar, ekki kominn hærra en svo að þessi fátæklíngasjúkdómur hafði bemr, og Eiður dó í æskublóma sínum. Vinir hjónanna sögðu að þau hefðu aldrei borið sitt bar hið innra eftir missi sonar síns. I Unuhúsi beið jarðar- fararkaffi þegar komið var frá gröfinni, og sá ekki á þeim hjónum fremur- en þau væru komin í hvert annað kaffiboð; en skyndilega varð Hallbjörn að hverfa í annað herbergi nokkrar mínúmr, og var hann þá undirlagður slíkri höfuðkvöl að hann mátti ekki af sér bera; en tár komu ekki í augu honum. Mér hafði ekki áður verið ljóst að innri yfirþyrmíng gæti komið fram hjá manni sem óþolandi líkamsþjáníng. Vemrinn sem ég fyrst varð húsgángur hjá þeim hjónum var þegar þau bjuggu á Spítalastíg 7. Við inngáng hússins var undarlegt súlnaport. Hallbjörn hafði þann sið roskinna heldrimanna að fara einlægt með sama brandarann við sama mann undir sömu kríngumstæðum; og í hvert skifti sem hann leiddi gesti inní hús sitt eða fylgdi til dyra, sagði hann: „Þar umdu silfursúlur og sigurbogagaung" - og varið ykkur að detta ekki oní opinn kjallarann! Þann vetur var Þórbergur að láta prenta bréf sitt til Láru undir hand- leiðslu Hallbjarnar. Erlendur í Unuhúsi las með þeim prófarkir, hann var í slíku verki sem öðmm mikill nákvæmnismaður; hann las einnig próf- arkir af Vefaranum mínum fyrstu útgáfu, þeim hluta bókarinnar sem er prentvillulaus. Tíður gestur þeirra Kristínar og Hallbjarnar var „brúðgum- 309
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.