Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Blaðsíða 66
Hmarit Mdls og menningar Mávarnir og krían ríktu yfir eyrinni fram til klukkan átta. Krían var í eilífu listflugi yfir fjöruborðinu eða inn á milli húsanna. Hátt uppi yfir húsunum svifu mávarnir, kæruleysislegir í hreyfingum. Stundum voru þeir í hrókasamræðum og ráku svo upp hláturrokur á eftir. En það voru heldur ekki margir, sem veittu þeim eftirtekt. Eftir klukkan átta heyrðist ekki lengur í þeim. Þá byrjaði skvaldrið í húsunum, mennskir hlátrar, hurða- skellir, öskutunnuglamur og einstaka bíll skrölti eftir gömnum. Það voru fáir, sem tóku eftir drengnum. Hann rogaðist með töskuna á milli húsanna, opnaði dyrnar og laumaði samanbrotnu blaðinu inn á forstofugólfið. Smnd- um komu sloppklæddar konur fram í forstofuna, þær horfðu yfir hann og fram hjá honum, beygðu sig eftir blaðinu, rétm úr sér, flettu blaðinu rólega og horfðu á myndirnar og stóra letrið og gengu svo inn til sín afmr. En drengurinn tók eftir öllu. I einu húsanna inni í fjörunni bjó gamall maður. Honum líkaði illa þegar blöðunum var hent inn á gólfið. Einn morguninn sat hann fyrir drengnum þegar hann kom með blaðið. Hann bauð góðan daginn og horfði á drenginn alvarlegur í framan. „Það á ekki að fleygja blöðunum á gólfið,“ sagði hann. „Það á að smeygja þeim hérna á bak við hurðar- húninn.“ Drengurinn horfði á gamla manninn. „Góðan daginn,“ hvíslaði hann á móti, svo sagði hann ekki fleira. Þetta var grannur, lágvaxinn, gamall maður. Hann var með þunnt, snjóhvítt, sléttgreitt hár. Yfirskeggið var líka snjóhvítt, einnig broddarnir í vöngunum. Hann var í flókaskóm, svörm vesti og buxum og hvítri, flibbalausri skyrm. „Gólfið er til að ganga á því, góði minn.“ Augun voru Ijósblá og farin að fölna, en hrukkurnar tvær milli brúnanna voru djúpar og ákveðnar. „Bless,“ hvíslaði drengurinn og smeygði sér út um dyrnar. Hvenær á maður að segja yður? hugsaði hann á leiðinni að næsta húsi. Húsin voru ólík eins og fólkið. Hvert hús hafði sinn svip og sína lykt. í sumum húsunum bjó ein fjölskylda en í flestum bjuggu tvær, þrjár eða fleiri. Sumstaðar fór drengurinn inn bakdyramegin og læddist upp brak- andi tréstiga, annarstaðar fór hann beint inn um framdyrnar. Honum fannst sambýlishúsin skemmtilegust. Þar var margskonar lykt og margs- konar málning á göngunum. Þar var alltaf fólk á ferli þegar hann kom, dyrnar inn til fólksins voru opnar í hálfa gátt, háværar, skerandi raddir bárust fram til hans, suð í katli, marr í kvörn og stundum kaffilykt. Ný- brenndar kaffibaunir voru góðar að tyggja. Þær voru rammar og sterkar og fullorðinslegar á bragðið. 368
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.