Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Blaðsíða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Blaðsíða 90
Tímarit Máls og menningar Að sjálfsögðu er þörf samræmingar, í því foraðsfeni sem íslenzk skóla- mál hafa lent í fyrir sakir sinnuleysis stjórnvalda, er samræming meira að segja nauðsyn. En samræmingin þarf ekki að vera og getur aldrei orðið í hólf og gólf og hún fæst aldrei með þeim hætti sem hér er stungið upp á. Eina leiðin til hæfilegrar samræmingar er að finna aðferðir eða leiðir til samræmingar eða jöfnunar í stað þess að áætla niðurstöður fyrirfram eins og reglugerðir og námsskrár hljóta að gera. Þannig má, að svo miklu leyti sem þörf krefur, finna jafnvægi milli mismunandi námsþátta, t. d. með aðferðum eða skipulagi sem líkir eftir frjálsum markaði. Reyndar má gera ýmsum hliðum menntakerfisins sæmileg skil með því að höfða til sam- líkingar við hið fræðilega líkan frjáls markaðar, enda er það nánast eina leiðin sem menn þekkja til að jafna ágreining sem ekki má eyða með tæmandi rökum. Það er ef til vill enn sjálfsagðara en þörfin á samræmingu eða öliu heldur jöfnuði að setja verður lágmarkskröfur um gæði. Þessu ætti nú reyndar líka að fylgja sérstök ívilnun vegna yfirburða en það er önnur og mun lengri saga. Trúlegt er að þessi þörf sé nefndarmönnum fullljós, og ef til vill er hún meginhvati málatilbúnings þeirra. En gæðum verður ekki haldið uppi hvað þá að þau verði aukin, með reglugerðum sem aðeins geta verið tæki til eftirlits. Eftirlitsvald getur aðeins dæmt vöru, þjónustu eða athæfi, það getur ekki stuðlað beint að gæðabreytingu. Að sjálfsögðu gemr neikvæður dómur hvatt eða öllu heldur rekið menn eða stofnanir til betri breytni, en þá er hin mikilvægasta framkvæmd seld öðrum á vald. En lágmarkseftirlitskröfur geta líka leitt til þeirrar samræmingar að allir sem undir eftirlitið falla, haldi sig við lágmarkið. Þetta er þeim mun lík- legra sem eftirlitskröfurnar eru ítarlegri og vélrænni. Allt þetta miðstýringar, reglugerða og eftirlits viðhorf dregur dám af uppruna sínum í herstjórn Prússlands á 18. öld. Gallar þeirrar ráðagerðar að framhaldsskólanámi ljúki með starfsrétt- indum eru fleiri og sumir djúpstæðari en svo að þeir verði raktir hér til hlítar. Þó er rétt að nefna eitt eða tvö atriði. Ef endanleg starfsmennmn á að verulegu leyti að færast inn í hið almenna skólakerfi verður viðbragðs- tími skólanna, sá tími sem skólarnir þurfa til að bregðast við nýjungum, að lækka verulega frá því sem nú er. Slík minnkun á viðbragðstíma er ekki líkleg við það skrifstofuvald sem nefndin leggur til. Til þess að skól- arnir gæm tekið upp kennslu í nýrri eða breyttri tækni þurfa þeir að geta gert hvorttveggja í senn að skipta um tækjabúnað og endurmennta kennslu- 392
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.