Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Síða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Síða 107
sýnir hann fram á takmarkanir, að- ferðafræðilega vankanta og vafasamar alhæfingar, án þes þó að nokkru sinni virðist vera um sleggjudóma eða óyfir- vegaðar fullyrðingar að ræða. Ég fæ ekki betur séð en þessi umræða öll sé til fyrirmyndar um fræðileg vinnubrögð. Við lestur þessarar greinargerðar dylst ekki, að sálfræðingar hafa sýnt mikla elju við rannsóknir á þessu erfiða efni. Enda þótt svör hafi ekki fengizt við framangreindum spurningum nema að óverulegu Ieyti, hefur samt margt gagn- legt komið upp úr krafsinu. Tekizt hef- ur að varpa nokkru ljósi á samband greindar og andlegra afreka, samband pe/sónuleika og afreka. Þá hefur þetta og leitt til þess, að hið margslungna hugtak greind hefur verið sundurliðað á ýmsa vegu og betri innsýn íengizt í starfsemi vitsmunalífsins. Svokölluð „frumleikspróf“ hafa verið samin o.fl o.fl. En leyndardómur frumlegrar sköp- unargáfu er samt enn óráðinn. Um það farast höfundi svo orð: „Einrætt svar er ekki auðfundið, en nokkru ljósi varpa þó rannsóknir sálfræðinga á vandann. Margir þeirra telja, að frumleg sköpunar- gáfa sé almenn, áskapaður eiginleiki hvers andlega heilbrigðs barns, líkt og málgáfan. Fjarri lagi sé að skilja hana sem sérgáfu skapandi snillinga eða að- eins sem einn meginþátt háþróaðrar greindar. Hinn lággreindi geti búið yfir skapandi gáfum og hinn hágreinda kunni að bresta frumleik og sköpunar- mátt. En er þessi staðhæfing rétt? Til þess að sanna hana eða afsanna skortir að mínum dómi tvær traustar forsend- ur. Hin fyrri er glögg og tæmandi skýr- greining á hugtakinu „frumleg sköp- unargáfa". Dæmin sem ég nefndi hér að framan eru sundurleit og ekki full- nægjandi, en meðan merking hugtaks- Vmsagnir um bœkur ins er svo á reiki má flest kalla frum- lega sköpun. Hin síðari er alhliða rann- sókn á sköpunargáfunni, þróun hennar, inntaki og stöðu í vitundarlífi og skap- gerð einstaklingsins, hjá miklum fjölda og á ýmsum skeiðum ævinnar. Meðan báðar þessar forsendur skortir, geta menn naumast staðhæft, að frumleg sköpunargáfa sé óháð greindarþroska." Það leynir sér ekki, að rannsóknir þær, sem hér um ræðir styðjast yfirleitt mjög náið við greindarkannanir. I sum- um tilvikum er reynt að meta greind látinna snillinga (Cox), í öðrum er fylgzt með afrekum bráðgáfaðra barna, er þau fullorðnast (Terman). Þá er reynt að greina sundur „alhæfða frumræna greind" og „venjuformaða" greind (Cattell) eða „divergent" og „conver- gent“ hugsun (Guilford). Og er þá annar þátturinn nánast skoðaður sem samnefni sköpunargáfu. Frumleikspróf- in, sem gerð hafa verið, snerta og greindarferlið náið sbr. eftirfarandi orð Getzels og Jacksons: „í frumleikspróf- um okkar felast atriði, sem reyna á hæfni til að beita frumlegri hugkvæmni við málrænar ráðgátur, við talnatákn og við rúmræna afstöðu." Cattell og Butcher viðurkenna, að rannsókn þeirra takmarkist við vísinda- Iega sköpunargáfu, og líklegt er að hæfileikar vísindamanna séu í meiri tengslum við greind en vera myndi um aðra sköpuði. Mér virðist nokkuð augljóst, að þrautalending þeirra rannsóknarmanna, sem fjallað hafa um sköpunargáfuna, hafi verið að halla sér eins mikið að greindarhugtakinu og fært þótti. Oðru vísi varð ekki við komið sæmilegum „mælingum" og „prófunum". En marg- ir rannsóknarmenn eru þeirrar skoð- unar, að án þeirra sé ekki um „v.ísindi“ 217
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.