Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 111
auðmagnsins, þeirri innri aflfræði sem
knýr það til útþenslu. Auðmagnið undir-
okar æ fleiri svið þjóðfélagsins í æ rík-
ari mæli, en um leið rekst það á fjöl-
marga aðra þætti veruleikans sem ekki
falla undir auðmagnshugtakið. í þessu
ferli auðmagnsundirokunar mótast sögu-
leg þróun auðvaldsþjóðtélagsins, en hún
er mismunandi eftir því hvaða aðstæð-
um hún mætir, t. d. í náttúrunni og
menningararfi fólksins. Jafnframt felst
það í kenningunni að auðmagnið verð-
ur æ altækara (svo að hún er fremur
kenning um háþróuð auðvaldsríki en
kapítalisma 19. aldar, andstætt algengri
trú). Marx sjálfum entist ekki aidur til
annars en að greina hin innri eðlislög-
mál auðmagnsins og hin almennu lög-
mál um þróun þess x raunveruleikanum
(einkum lögmálið um tilhneigingu
gróðahlutfallsins til að falla, sem er und-
irstaða að greiningu á auðmagnskrepp-
unum). Þess utan skrifaði hann um þjóð-
félagsþróun samtímans, en einkum áður
en hann hafði kannað eðlislögmál auð-
magnsins til fuils, og er fáránlegt að
vitna til rita á borð við Kommúnista-
ávarpið eins og væru þau strangfræði-
leg.
Meðal þeirra atriða, sem nauðsynlegt
er að hafa í huga við beitingu á fræði-
kenningu Marx, eru þessi: Aðferð hans
er allt önnur en borgaralegra vísinda.
Verk hans hafa mjög misjafna stöðu inn-
an fræða hans. Þannig þróast kenn-
ingar hans og taka breytingum og verk
hans eru staðsett á ólíkum þrepum inn-
an einnar aðferðafræðilegrar heildar.
Sú heild spannar allt frá almennum
auðmagnslögmálum til hlutbundins
veruleika á ákveðnum stað og tíma.
Þessar athugasemdir kynnu að virð-
ast smásmygli, en þá ber að hafa í
huga að hér er um að ræða einhverja
Umsagnir um bœkur
fyrstu tilraun íslensks þjóðfélagsfræð-
ings til að beita marxisma við rann-
sókn íslensks veruleika. Þess vegna er
mikilvægt að benda strax á mistök hans
svo að aðrir leiki þau síður eftir.
Svanur hefur mun betri tök á efninu
þegar hann rekur áhrif efnahagsástands-
ins á hverjum tíma á verkalýðsbaráttuna.
Þar eru niðurstöður hans þær „að á
bernskudögum verkalýðshreyfingarinnar
styrkist hreyfingin í góðærum, (...) en
átti í vök að verjast er samdráttur varð
í atvinnulífinu,“ (bls. 19) og „að krepp-
ur geti orðið til að stj'rkja verkalýðs-
hreyfinguna eingöngu eftir að hreyfing-
in hefur fest sig í sessi..(bls. 20).
Þar sem í fyrri hluta ritgerðarinnar
eru aðferðafræðilegir gallar og fáar af-
gerandi niðurstöður, er síðari hlutinn
mjög yfirlitsgóð samantekt um þá bar-
áttu sem íslensk verkalýðsfélög háðu á
3. áratugnum. Niðurstöðurnar má með
nokkurri einföldun draga saman á eftir-
farandi hátt:
Kjarabaráttan hafi miðast við að laun-
in samsvöruðu framfærslukostnaði, og
jafnframt hafi þess verið gætt að of-
bjóða ekki rekstrarafkomu atvinnuveg-
anna. Baráttan hafi ekki beinst gegn
sjálfu þjóðskipulaginu, hvorki í orði né
verki.
Starfsemi verkalýðsfélaganna hafi að
verulegu leyti miðast við að festa þau
sjálf í sessi, þ. e. að verkalýðssamtökin
séu viðurkennd sem samningsaðili, að
launataxtar þeirra gildi að fullu, að fé-
lagar þeirra gangi fyrir um vinnu og
allir verkamenn séu í félögunum.
Þá kemur fram að kjarabaráttan hafi
í stórum dráttum náð tilgangi sínum —
að tryggja samsvörun launa og fram-
færslukostnaðar — án verulegra átaka.
Töluvert hafi miðað fram á við í að
treysta verkalýðssamtökin í sessi, en þau
221