Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Síða 7
Adrepur
styrjöld bandaríkjamanna. Enda stendur ekki á nýlendukúgurum okkar tíma að
viðurkenna ábyrgð sína. í upphafi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í haust
samþykktu Bandaríkin, kínverjar og fylgiríki þeirra að Páll Pott og félagar hans
væru enn „lögmætir valdhafar“ í Kampútsíu. Og auðvitað stóð ekki á her-
námsstjórn Olafs Jóhannessonar að greiða þeirri tillögu atkvæði, án þess að til
nokkurs ágreinings virtist hafa komið í þeim framliðna rifrildishópi. Fyrir-
myndin virtist vera sú afstaða SÞ áratugum saman að telja valdmenn á Tævan
leiðtoga Kínaveldis.
Eg sá í sjónvarpi í Danmörku i sumar leið margar myndir af nauðstöddum
indókínverjum, fullorðnum mönnum sem litu út eins og húð væri strengd yfir
beinagrindur, kornabörnum með útblásna hungurmaga. Atvikin höguðu því
svo að ég kom heim til Islands með flugvélinni sem ferjaði 30—40 indókínverja
til Islandsvistar, valda af fulltrúum þjóðkirkjunnar og rauðakrossins. Eg virti
þessa væntanlegu samlanda mína fyrir mér í flugvélinni og þeir voru af annarri
gerð en fólkið sem ég hafði séð í kvikmyndunum. Hinir austurlensku sam-
ferðamenn mínir voru ungir, í góðum holdum og virtust í eðlilegu jafnvægi.
Þetta var mjög geðugt fólk og dugnaðarlegt og lét ekki uppi eftirvæntingu sína
þó að það væri að flytjast úr hitabelti á nyrsta hjara hins byggilega heims, fyrr en
vélin flaug sunnan Vatnajökuls í sólskinsdýrð — þá þyrptust kinverjarnir að
gluggum og störðu á fyrirbæri sem þeir höfðu aldrei séð fyrr; einn þeirra dró
upp úr pússi sínu þykka lopahúfu og dró hana langt niður fyrir eyru meðan
hann starði á breðann, þótt vel væri hlýtt i vélinni.
Eg spjallaði lítillega við fulltrúa þjóðkirkjunnar og rauðakrossins sem í
vélinni voru og spurði hvernig þeir hefðu valið þessa nýju íslendinga. Þeir tjáðu
mér að úr hópi þeirra sem vildu flytjast til íslands hefðu þeir valið þá sem unnið
hefðu að fiskveiðum og fiskiðnaði i heimalöndum sínum, Víetnam og
Kampútsíu. Þegar ég settist aftur í sæti mitt sóttu að mér ógnarlegar grun-
semdir. Voru þessir fólksflutningar alls ekki líknarstarfsemi heldur tilgangurinn
sá einn að tryggja „hinum þjóðlegu íslensku atvinnuvegum“, fiskveiðum og
fiskiðnaði, nægilegt vinnuafl? A því sviði höfum við áratugum saman þurft á
aðfluttu vinnuafli að haldda. Var alls ekki verið að likna fólki heldur að tryggja
mannafla til þess að draga þorsk úr sjó, fletja hann og flaka og setja hann í
girnilegar neytendaumbúðir til sölu á bandarískum markaði? Ég rifjaði upp í
huganum ljóðlínur Arnar Arnarsonar sem ég lærði ungur: „Svo langt kemst
mannúð manna / sem matarvonin nær“.
llta okt. 1979.
381