Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 8

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 8
Vésteinn Lúðvíksson Athugasemd við „djöfullega snilli Stalíns sem leikskálds og leikstjóra“ í síðasta hefti TMM skrifar Árni Bergmann ádrepu sem hann kallar Að skilja (ímann og fjallar um ádrepu undirritaðs í sama hefti, Halldór Laxness og marx- isminn. Árni leiðir hjá sér höfuðviðfangsefni greinar minnar, semsé viðleitni Halldórs Laxness til að klína pólitískri fortíð sinni uppá Karl Marx, en leggur þess i stað áherslu á vanrækslu mína við sögulegt samhengi, ég geri ekki „tilraun til að skilja tímabilið, vonir og lífsháska þeirra sem voru staddir í því miðju“. Þetta er hárrétt. Greinin var engin greining á Stalínstímanum né pólitískum viðhorfum Halldórs Laxness, ég lét mér nægja að stikla á stóru og aðeins því sem ég taldi að gæti varpað einhverju ljósi á þau ummæli Halldórs Laxness sem voru tilefni minna skrifa. Vissulega hefði verið gaman að hafa tima til að gera þessu mikla efni einhver skil. Þarmeð er ekki sagt að betra hefði verið að þegja. Ég tek hiklaust undir með prestinum sem skrifaði grein um samgöngumál héraðs síns í eitt landsmálablaðið og fékk að svari frá granna sínum, að hann hefði engan rétt til að tala um samgöngur án þess að minnast á arfann sem hann fleygði inní garðinn hjá nefndri sómakonu sumarið áður. Fyrir vanrækslu mína bætir Árni og kemur fram með söguskoðun sem ég er grimmilega ósammála. Hann segir: „Ef menn reyna að leggja á sig að skilja þá skáldatíma sem hér um ræðir, og gleyma þá þeirri vitneskju sem síðar varð aðgengileg, þá ber að leggja sérstaka áherslu á djöfullega snilli Stalíns sem leikskálds og leikstjóra. I leikriti hans var drjúgur hluti forystuliðs rússnesku byltingarinnar látinn játa á sig alla þá glaepi sem verstir voru. Það var erfitt að trúa því að það væri satt, en það var jafnvel enn erfiðara að koma því heim og saman að leiksýningin væri lýgi og mennirnir saklausir. Hvorutveggja var svo langt utan við tiltæk reynslusvið. Það dugði heldur ekki að hlusta bæði á sovéskan áróður annarsvegar og útskýringar Trotskí í útlegð hinsvegar, reyna að leggja saman og draga frá: þau dæmi gengu heldur ekki upp. Það tók mjög langan tíma að fá yfirsýn yfir það hvað réttarhöldin 1936—38 þýddu og af hvaða stærð Gúlagið var. Trotskí vissi það ekki, ekki Deutscher heldur í frægri ævisögu Stalíns.“ Fyrrverandi stalínistar hafa langflestir fallið í gamlar hughyggjugrafir í 382
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.