Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 8
Vésteinn Lúðvíksson
Athugasemd við „djöfullega snilli Stalíns
sem leikskálds og leikstjóra“
í síðasta hefti TMM skrifar Árni Bergmann ádrepu sem hann kallar Að skilja
(ímann og fjallar um ádrepu undirritaðs í sama hefti, Halldór Laxness og marx-
isminn.
Árni leiðir hjá sér höfuðviðfangsefni greinar minnar, semsé viðleitni Halldórs
Laxness til að klína pólitískri fortíð sinni uppá Karl Marx, en leggur þess i stað
áherslu á vanrækslu mína við sögulegt samhengi, ég geri ekki „tilraun til að
skilja tímabilið, vonir og lífsháska þeirra sem voru staddir í því miðju“. Þetta er
hárrétt. Greinin var engin greining á Stalínstímanum né pólitískum viðhorfum
Halldórs Laxness, ég lét mér nægja að stikla á stóru og aðeins því sem ég taldi að
gæti varpað einhverju ljósi á þau ummæli Halldórs Laxness sem voru tilefni
minna skrifa. Vissulega hefði verið gaman að hafa tima til að gera þessu mikla
efni einhver skil. Þarmeð er ekki sagt að betra hefði verið að þegja. Ég tek
hiklaust undir með prestinum sem skrifaði grein um samgöngumál héraðs síns í
eitt landsmálablaðið og fékk að svari frá granna sínum, að hann hefði engan rétt
til að tala um samgöngur án þess að minnast á arfann sem hann fleygði inní
garðinn hjá nefndri sómakonu sumarið áður.
Fyrir vanrækslu mína bætir Árni og kemur fram með söguskoðun sem ég er
grimmilega ósammála. Hann segir: „Ef menn reyna að leggja á sig að skilja þá
skáldatíma sem hér um ræðir, og gleyma þá þeirri vitneskju sem síðar varð
aðgengileg, þá ber að leggja sérstaka áherslu á djöfullega snilli Stalíns sem
leikskálds og leikstjóra. I leikriti hans var drjúgur hluti forystuliðs rússnesku
byltingarinnar látinn játa á sig alla þá glaepi sem verstir voru. Það var erfitt að
trúa því að það væri satt, en það var jafnvel enn erfiðara að koma því heim og
saman að leiksýningin væri lýgi og mennirnir saklausir. Hvorutveggja var svo
langt utan við tiltæk reynslusvið. Það dugði heldur ekki að hlusta bæði á
sovéskan áróður annarsvegar og útskýringar Trotskí í útlegð hinsvegar, reyna að
leggja saman og draga frá: þau dæmi gengu heldur ekki upp. Það tók mjög
langan tíma að fá yfirsýn yfir það hvað réttarhöldin 1936—38 þýddu og af hvaða
stærð Gúlagið var. Trotskí vissi það ekki, ekki Deutscher heldur í frægri
ævisögu Stalíns.“
Fyrrverandi stalínistar hafa langflestir fallið í gamlar hughyggjugrafir í
382