Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Síða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Síða 11
Ádrepur mótum forneskju og framtíðar. Þeir völdu síðari kostinn sem þó hafði í för með sér verulega röskun, óróa og átök. Mikið af því misgengi og ójafn- vægi þjóðfélagsins sem hrjáir okkur hvað mest nú á rót sína að rekja til atvinnubyltingar nýsköpunarinnar og erlendrar hersetu í landinu. Við höfum lifað hrikalega byggðaröskun (sem nálgaðist þjóðflutninga), mestu eignatil- færslur frá því um siðaskifti og að lokum óðaverðbólgu ásamt þeirri siðferðis- legu og menningarlegu hnignun sem henni fylgir. Atvinnubyltingin var nauðsynleg vegna aldagamallar efnahagslegrar stöðnunar, hinsvegar voru af- leiðingar hennar ekki allar óhjákvæmilegar. Meiriháttar röskun í þjóðlífmu hlaut að eiga sér stað. En þau hatrömmu stétta- og þjóðernisátök sem sigldu í kjölfar atvinnubyltingarinnar mögnuðu og skerptu allt „eðlilegt“ ójafnvægi í þjóðfélaginu. Fyrir síðustu kosningar lagði Sjálfstæðisflokkurinn, forustuflokkur íslenskrar borgarastéttar, fram nýja stefnuskrá í efnahagsmálum — stefnu sem braut blað í sögu flokksins. Leiftursóknin átti ekki aðeins að draga úr verðbólgunni, heldur öllu fremur að raska valdajafnvægi stéttanna atvinnurekendum í hag. En þetta tókst ekki. Valdajafnvægið er óbreytt, og með því efnahagsleg borgarastyrjöld sem ekki sér fyrir endann á. Nú segja sumir sem svo að stéttaþjóðfélagið verði að hafa sinn gang og að stéttaátök verði ekki umflúin, sem er út af fyrir sig rétt. En öllu eru takmörk sett. Ef þjóðin leggur sjálfa sig að velli í sífelldum óútkljáðum átökum tapa allir, kannski mismikið, allt eftir því hve framarlega menn standa í orustunni hverju sinni. Efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar hefur aldrei hvílt á sterkum grunni. Með hverju ári verður það ótryggara í höndum okkar. Um leið og óreiðan innanlands og skuldir útávið aukast, vex vantrú almennings á landið og gæði þess. Afkoma landsmanna og þar með einstakra stétta og starfshópa er undir því komin í bráð og lengd að efnahagslegt sjálfstæði landsins verði ekki skert. Pólitísk hlið þessa máls er sú, að þjóðin þarfnast sterkrar stjórnar sem hefur bæði þjóðfélagsleg og þingræðisleg völd til að snúa af leið og stefna til nýrra markmiða stjórnar sem getur í senn tekið á hermálinu, verðbólgunni og hafið nýtt landnám í atvinnuuppbyggingu. Slík stjórn yrði að sætta stríðsaðila og sameina þá til verka og setja punkt aftan við eftirstríðsárin — hefja nýtt skeið í íslandssögunni. Óvíst er hvort forsendur slíkrar stjórnar eru fyrir hendi nú, því í þeirri stjórn þyrftu að sitja saman höfuðandstæðingar íslenskra stjórnmála. Ég hygg þær séu naumast fyrir hendi. Þjóðin á því miður ekki kost á þeirri ríkisstjóm sem hún þarfnast, og naumast á hún von í nokkra starfhæfa ríkisstjórn á næstunni. Þetta TMM 25 385
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.