Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 16
Tímarit Máls og menningar
tveimur pottum, þröngum setbekk og stundum fornlegu borði. Þannig
voru heimili milljóna manna. Nokkrir áttu fáein mórberjatré — því
ríkidæmi var mælt í trjáeign. En næstum allir höfðu þeir selt púpuupp-
skeruna fyrirfram til að hafa í sig og á. Ef uppskeran brást kom það niður
á þeim. Hvert sem við fórum var allt á sömu bókina lært: silkibændurnir
voru á valdi kaupmannanna og losnuðu aldrei úr skuldafjötrunum.
Það var ekki fyrr en við nálguðumst stóru markaðsborgirnar, þar sem
spunastöðvarnar stóðu og blésu frá sér daunillum púpuþefnum, að
við sáum heimili sem voru betur búin og fólk sem bar ekki þennan
áhyggjusvip. Dætur þeirra fjölskyldna voru spunakonur. Einmitt þarna
fór að renna upp fyrir mér hvað iðnvæðing gat haft mikla þýðingu fyrir
verkakonur, eins bölvuð og hún hafði reynst að öðru leyti. Þetta voru
einu staðirnir á öllu landinu þar sem fæðingu meybarns var tekið með
fögnuði, því hér voru stúlkur máttarstoðir hverrar fjölskyldu. Fas þeirra
bar með sér sjálfstraust og reisn. Ég fór að skilja ástæður þess að þær voru
sakaðar um að vera lesbíur. Auðvitað hlutu þær að bera núverandi
hlutskipti sitt saman við óæðri stöðu giftrar konu. Sjálfstæði þeirra virtist
bein ögrun gagnvart almennri þjóðfélagsskipan.
Hatur förunautar mins á þessum stúlkum varð berara þegar við
heimsóttum spunastöðvarnar. Þær sátu þar í löngum röðum, klæddar
gljáandi svörtum jökkum og buxum, fyrir framan sjóðandi ker
full af púpum og soðnir fingur þeirra tifuðu um silkiþræðina. Stundum
var einhver athugasemd látin ganga eftir röðinni og allur salurinn dundi
af hlátri. Förunautur minn hvítnaði í framan.
„Þær kalla mig hlaupatík kapítalistanna og þig útlendan djöfuls
heimsvaldasinna. Þær eru að hlæja að fötunum þínum, hárinu og aug-
unum!“ útskýrði hann.
Eitt kvöldið sátum við tvö framan við gamalt fjölskylduhof, í þeim
eyðilegu steinsölum höfðum við komið fyrir hengirúmum okkar. Hinum
megin við síkið gnæfðu háir veggir spunastöðvar og innan skamms
streymdu út úr henni hópar svartklæddra stúlkna, allar báru þær nestis-
skrínur úr tini. A fótum höfðu þær ilskó úr tré sem voru festir yfir tærnar
með einni leðuról og smullu í götunni í hverju skrefi. Gljásvart hárið var
greitt upp frá enninu og féll í breiðri fléttu niður á mitti. Við hnakka-
390