Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Síða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Síða 25
Stóra stökkið afturábak innan flokksins. Þau verða einungis til þess að sundra verkalýðsstéttinni með því að ala á auknu misrétti innan stéttarinnar. Það verður ekki kallað annað en risastökk afturábak að hverfa frá tímalaunum yfir í akkorðsgreiðslur eftir að hafa tíðkað hið fyrrnefnda og barist gegn efnislegum hvötum við framleiðsluna um áraraðir. Þetta skref afturábak er stjórnendum fyrirtækjanna og tækni- mönnunum í hag, þar sem það stuðlar að eflingu ríkis-borgarastéttarinnar, þeirra sem gegna lykilstöðum í stjórnsýslu og flokknum. Þetta er stéttarlegt innihald hinnar nýju stefnu, hvert svo sem hið opinbera yfirskin hennar kann að vera. Ný landbúnaðarstefna. Frá lokum ársins 1976 hefur orðið vart nýrrar stefnu í landbúnaðarmálum, sem miðar að því að draga sem mest úr frumkvæði bændastéttarinnar en koma henni þess í stað undir miðstýrða yfirstjórn, sem hinn vinnandi fjöldi hefði enga yfirsýn yfir. Hún miðar að því að koma á vinnureglum, sem eru ákveðnar utanífrá og koma á tæknilegum breytingum, sem eru skipulagðar af stofnunum sem hinn starfandi bóndi hefur engan möguleika á að hafa samband við. Stéttarlegt innihald þessarar nýju stefnu er augljóst. í fyrsta lagi á að koma á framleiðsluháttum sem þvinga bændafjöldann í eins ríkum mæli og hægt er undir stjórn flokksgæðinganna sem mynda hina nýju borgarastétt. Hins vegar miðar þessi stefna að því að ná fram eins miklu umframvinnuafli og hægt er frá bændastéttinni, svo að hún geti lagt eins mikið af mörkum og hægt er til „hinnar fjórföldu endurnýjunar“ (í landbúnaði, iðnaði, innan hersins og á sviði vísinda og rannsókna), en þessi endurnýjun er nauðsynleg til þess að festa völd ríkis-borgarastéttarinnar í sessi. Það er ekki þar með sagt að ekki hafi verið þörf á nýju átaki í kínverskum landbúnaði. Eftir að umtalsverðar framfarir höfðu orðið á tíu árum var eins og komið væri að þröskuldi sem þyrfti að yfirstíga til þess að framleiðslan gæti haldið áfram að aukast í takt við auknar þarfir. Þær umbætur sem þurfti að gera fólust meðal annars í því að festa þá framleiðsluhætti í sessi sem teknir höfðu verið upp með alþýðukommúnunum og koma á vissum tæknilegum umbótum. Þessi vanda- mál voru einnig hugmyndafræðilegs eðlis, en ekki gefst kostur á að reifa þau hér. Við verðum einungis að láta okkur nægja að líta á hið stéttarlega innihald þeirra lausna sem nú eru á dagskrá. Á dögum menningarbyltingarinnar var stefnt að því að alþýðukommúnurnar til sveita kæmu sér jafnframt upp iðnaði til þess að þær yrðu sjálfum sér nógar um sem flest. Þetta var einnig mikilvægt til þess að minnka muninn á milli borgar og sveita og til þess að tryggja sósíalíska þróun framleiðsluaflanna. Nú 399
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.