Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Blaðsíða 25
Stóra stökkið afturábak
innan flokksins. Þau verða einungis til þess að sundra verkalýðsstéttinni með því
að ala á auknu misrétti innan stéttarinnar. Það verður ekki kallað annað en
risastökk afturábak að hverfa frá tímalaunum yfir í akkorðsgreiðslur eftir að hafa
tíðkað hið fyrrnefnda og barist gegn efnislegum hvötum við framleiðsluna um
áraraðir. Þetta skref afturábak er stjórnendum fyrirtækjanna og tækni-
mönnunum í hag, þar sem það stuðlar að eflingu ríkis-borgarastéttarinnar,
þeirra sem gegna lykilstöðum í stjórnsýslu og flokknum. Þetta er stéttarlegt
innihald hinnar nýju stefnu, hvert svo sem hið opinbera yfirskin hennar kann að
vera.
Ný landbúnaðarstefna. Frá lokum ársins 1976 hefur orðið vart nýrrar stefnu í
landbúnaðarmálum, sem miðar að því að draga sem mest úr frumkvæði
bændastéttarinnar en koma henni þess í stað undir miðstýrða yfirstjórn, sem
hinn vinnandi fjöldi hefði enga yfirsýn yfir. Hún miðar að því að koma á
vinnureglum, sem eru ákveðnar utanífrá og koma á tæknilegum breytingum,
sem eru skipulagðar af stofnunum sem hinn starfandi bóndi hefur engan
möguleika á að hafa samband við. Stéttarlegt innihald þessarar nýju stefnu er
augljóst. í fyrsta lagi á að koma á framleiðsluháttum sem þvinga bændafjöldann
í eins ríkum mæli og hægt er undir stjórn flokksgæðinganna sem mynda hina
nýju borgarastétt. Hins vegar miðar þessi stefna að því að ná fram eins miklu
umframvinnuafli og hægt er frá bændastéttinni, svo að hún geti lagt eins mikið
af mörkum og hægt er til „hinnar fjórföldu endurnýjunar“ (í landbúnaði,
iðnaði, innan hersins og á sviði vísinda og rannsókna), en þessi endurnýjun er
nauðsynleg til þess að festa völd ríkis-borgarastéttarinnar í sessi. Það er ekki þar
með sagt að ekki hafi verið þörf á nýju átaki í kínverskum landbúnaði. Eftir að
umtalsverðar framfarir höfðu orðið á tíu árum var eins og komið væri að
þröskuldi sem þyrfti að yfirstíga til þess að framleiðslan gæti haldið áfram að
aukast í takt við auknar þarfir. Þær umbætur sem þurfti að gera fólust meðal
annars í því að festa þá framleiðsluhætti í sessi sem teknir höfðu verið upp með
alþýðukommúnunum og koma á vissum tæknilegum umbótum. Þessi vanda-
mál voru einnig hugmyndafræðilegs eðlis, en ekki gefst kostur á að reifa þau
hér. Við verðum einungis að láta okkur nægja að líta á hið stéttarlega innihald
þeirra lausna sem nú eru á dagskrá.
Á dögum menningarbyltingarinnar var stefnt að því að alþýðukommúnurnar
til sveita kæmu sér jafnframt upp iðnaði til þess að þær yrðu sjálfum sér nógar
um sem flest. Þetta var einnig mikilvægt til þess að minnka muninn á milli
borgar og sveita og til þess að tryggja sósíalíska þróun framleiðsluaflanna. Nú
399