Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 32
Tímarit Máls og menningar
tækja“ á verslunarskólum í Bandaríkjunum. Hugmyndir núverandi ráðamanna
í Kína stangast á við hugmyndir Maos og menningarbyltingarinnar þar sem þeir
segja að vísindi og tækni séu, eins og framleiðsluöflin, „hlutlaus". Sú hugmynd
að til sé bæði kapítalísk og sósíalísk þróun framleiðsluaflanna og að aðeins hin
siðarnefnda efli vald verkalýðsins yfir framleiðslutækjunum er horfin eins og
dögg fyrir sólu. Nú er einungis talað um almenna þróun framleiðsluaflanna.
Þetta er nátengt þeirri kenningu að þar sem „sósíalískt kerfi“ sé fyrir hendi hljóti
allt sem efli „efnahagsgrundvöll" þess jafnframt að efla sósíalismann. í heild
sinni má segja að stefna kínversku flokksforystunnar einkennist af samblandi af
þröngsýnni reynsluhyggju og hugmyndafræðilegri kreddutrú. Kreddutrúin sést
m.a. á þeim tilraunum sem gerðar eru til þess að lýsa því yfir að ýmis grund-
vallarvandamál séu endanlega leyst — og þar með tekin út af dagskrá. Þannig
hefur því verið lýst yfir að Mao hafi „skapað hina fullkomnu og algildu
kenningu um framhald byltingarinnar undir alræði öreigastéttarinnar“ (Wu
Kiang,_/i?»-tw/«Jib-pao, 17. sept. 1977). Þegar sagt er að kenning sé fulikomin er
átt við að ekki þurfi að ræða hana lengur og að öll frekari rannsókn á þessu sviði
sé villa. Þar með er búið að gelda kenninguna, og ef kenning hættir að þróast
fram á við mun hún brátt hverfa í skuggann. Þannig má segja að núverandi
valdhafar noti kenningar Maos gegn honum sjálfum. Hugmyndir Wu Kiangs
eru í litlu frábrugðnar hugmyndum Lin Piao um „endanlegan sannleika hugs-
unar Mao Tse-tung“.
Við sjáum því að hvert sem litið er í Kína í dag er um stórt stökk afturábak að
ræða. Stóra spurningin er hvernig þetta gat gerst, því svarið við henni varðar
bæði daginn í dag og framtíðina. Þekking okkar á þessum atburðum er ekki
nægileg til þess að endanlegt svar geti fengist, en engu að síður skulum við
freista þess að grafast fyrir um þó ekki væri nema brot af orsökum ósigursins.
Pólitískar forsendur fyrir ósigri
byltingaraflanna eftir lát Mao Tse-tung
Sú pólitíska stefna, sem ríkti á dögum menningarbyltingarinnar var ekki
einvörðungu framkvæmd á stefnu flokksforystunnar og formannsins. Ríkjandi
stjórnmálastefna byggir alltaf fyrst og fremst á þeim þjóðfélagsöflum sem bera
hana uppi. Til þess að skilgreina þær flóknu félagslegu forsendur, sem báru
menningarbyltinguna uppi, þyrfti margbrotna þjóðfélagsgreiningu sem ekki er
möguleg sem stendur. Slík greining mundi sýna okkur hvaða þjóðfélagsöfl það
í rauninni voru sem báru uppi þá stefnu sem kölluð var stefna Maos formanns.
406